Félagsmála- og jafnréttisnefnd, fundur nr. 16

17.02.2020 16:30

Félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar

16. fundur

Fundargerð

Mánudaginn 17. febrúar 2020 kl. 16:30 kom félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Andrea R. Keel formaður, Kristbjörg María Bjarnadóttir og Ingibjörg Stella Bjarnadóttir í félagsmála- og jafnréttisnefnd og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Jafnlaunastefna Hörgársveitar

Lögð fram tillaga að jafnlaunastefnu Hörgársveitar og fór nefndin yfir tillöguna.

Félags- og jafnréttisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að jafnlaunastefna Hörgársveitar verði samþykkt eins og hún liggur fyrir.

2. Jafnréttisþing

Lögð fram dagskrá jafnréttisþings sem haldið verður í Reykjavík 20. febrúar n.k.

3. Rekstur málaflokksins

Farið var yfir stöðu málaflokksins 02 félagsþjónusta.

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 17:25