Menningar- og tómstundanefnd, fundur nr. 18

09.04.2014 20:00

Miðvikudaginn 9. apríl 2014 kl. 20:00 kom menningar- og tómstundanefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn voru: Árni Arnsteinsson, Bernharð Arnarson, Gústav G. Bollason, Halldóra Vébjörnsdóttir, Hanna Rósa Sveinsdóttir og Jósavin Arason, nefndarmenn, svo og Lárus Orri Sigurðsson, forstöðumaður, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Íþróttamiðstöðin á Þelamörk, afgreiðslutímar

Rætt um hugsanlegar breytingar á afgreiðslutíma Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk í ljósi athugana sem gerðar hafa verið á aðsókn að henni.

Menningar- og tómstundanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að afgreiðslutími Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk næsta sumar verði kl. 11-22 sunnudaga til fimmtudaga og kl. 11-18 föstudaga og laugardaga.

 

2. Félagsheimilið Melar, eignarhald

Lögð fram tillaga að samningi milli sveitarfélagsins, Kvenfélags Hörgdæla og Leikfélags Hörgdæla um eignarhald á Félagsheimilinu Melum, sbr. samþykktir nefndarinnar 29. október 2013 og 11. mars 2014.

Menningar- og tómstundanefnd samþykkti að að leggja til við sveitarstjórn að gerður verði samningur milli sveitarfélagsins, Leikfélags Hörgdæla og Kvenfélags Hörgdæla um eignarhald á Melum á grundvelli fyrirliggjandi tillögu.

 

3. Menningarstefna fyrir Hörgársveit, tillaga

Lögð fram tillaga að menningarstefnu fyrir Hörgársveit, ásamt tillögu að aðgerðaáætlun hennar, sbr. samþykktir nefndarinnar 4. júní 2013, 29. október 2013 og 11. mars 2014.

Menningar- og tómstundanefnd samþykkti að að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að menningarstefnu fyrir Hörgársveit verði samþykkt. Þá  samþykkti nefndin að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að aðgerðaáætlun menningarstefnunnar verði samþykkt.

 

4. Málefni Hrauns í Öxnadal ehf.

Rætt um málefni Hrauns í Öxnadal ehf.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 22:50.