Leikskólanefnd, fundur nr. 1 - 2009

11.11.2009 00:00

Mættir: Jónína Garðarsdóttir, Helga Jónsdóttir, Líney Diðriksdóttir, Hugrún Hermannsdóttir, Bernharð Arnarson, Jón Þór Brynjarsson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir.

 

Almennt:

Níu starfsmenn fastráðnir við leikskólann, tveir lausráðnir. Tólfti starfsmaðurinn er ræstitæknir. Í nóvembermánuði eru 30 börn. 1. jan. 2010 verða þau 32 í 31 og hálfu plássi. 1. febr. gæti verið tekið inn 33ja barnið. 7 börn fara í skólann haustið 2010 – líklegt er að fyllt verði uppí þessi pláss.

 

1. Afmæli leikskólans í vor

 – hugmyndir að viðburði ræddar.  Bæði foreldrafélag og leikskóli  komi að kostnaði. Leikskólanefnd leggur til að sveitarstjórn geri ráð fyrir kostnaði í fjárhagsáætlun.

 

2. Matarmál – ávextir og meiri hollusta

Passa að hafa ekki of mikinn unninn mat – of kostnaðarsamt.  Leggja áherslu á ávaxtastundir, en spurning með kostnað.  Ávaxtastund er einu sinni á dag, þá fyrir hádegi. Spurning hvort ætti að bæta við annarri eftir hádegi. Ekki vitað um kostnaðinn sem því fylgir. 24 börn eru í kaffi eftir hádegi. Leggjum til að kostnaður verði skoðaður með sveitarstjóra.

 

3. Ísskápur

Matráður þarf annan ísskáp með hinum – vantar pláss fyrir matvörur. Lagt til að sveitarstjóri skoði.

 

4. Umhverfi leikskólans

Þyrfti að taka garðinn í gegn, mála leiktæki, laga girðingu, laga hliðin. Eftirlit mjög strangt með leiktækjum og þarf að skipta um rennibraut á næsta ári þar sem hún uppfyllir ekki ákv. staðla.

Fulltrúi frá heilbrigðiseftirliti mun koma og segja til um hvað þarf að lagfæra. Spurning með að fá vinnuskólann til að sinna garðvinnu, málningu og lítilsháttar verkum. Fagaðila þarf þá til að taka stærri verk að sér.

Ath. klæðningu á gamla húsinu, skipta þyrfti um hurðir og jafnvel einstaka glugga. Mikill kuldi sem kemur inn.

Bílaplan of lítið. Þyrfti að huga að stækkun, skoða staðsetningu og kostnað.

Leikskólastjóri og sveitarstjóri þurfa að forgangsraða þessum verkum og gera kostnaðaráætlun svo hægt sé að ákveða hvað gera skuli á næstu fjárhagsáætlun.

 

Annað:

Möguleg náms- og kynnisferð starfsmanna leikskólans rædd. Leikskólastjóri lagði fyrir nefndarmenn bréf til sveitarstjórnar og áætlaðan kostnað sem og dagskrá ferðar. Starfsmenn sækja styrki til stéttarfélaga og greiða annan kostnað sjálfir. Skýrt tekið fram að leikskólinn muni ekki taka þátt í kostnaði. Gæti verið að starfsmenn myndu nýta námskeiðssjóð sem leikskólinn hefur aðgang að. Ferðin er áætluð í apríl og nýttur verður námskeiðs- og skipulagsdagur leikskólans þannig að leikskólinn mun ekki vera lokaður aukalega fyrir þessa ferð. Nefndarmönnum leist mjög vel á þessa hugmynd og hvetja starfsmenn leikskólans til að fara.

 

Ritari: Helga Jónsdóttir