Framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla, fundur nr. 6 - 2009

11.11.2009 16:00

Miðvikudaginn 11. nóvember 2009 kl. 16:00 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingileif Ástvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Fjárhagsáætlun ársins 2009, endurskoðun

Lögð fram drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins 2009 fyrir Þelamerkurskóla. Skv. þeim er gert ráð að framlög sveitarfélaganna til rekstursins hækki um 7.530 þús.

Framkvæmdanefndin leggur til að við sveitarstjórnirnar að framlögð drög verði samþykkt.

 

2. Eftirlitsskýrsla eldvarnaeftirlits

Lögð fram eftirlitsskýrsla eldvarnaeftirlits, dags. 2. október 2009. Skv. henni er gerð krafa um endurbætur í nokkrum liðum á húsnæði skólans með tilliti til eldvarna. Veigamesta krafan felur í sér í að gerðar verði raunteikningar af húsnæðinu.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 16:50.