Auglýsing um veitingu framkvæmdaleyfis

Sbr. 4. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 10. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi er hér með auglýst veiting framkvæmdaleyfis

Sveitarstjórnin í Hörgársveit samþykkti á fundi sínum 18. september 2013 að veita Skútabergi ehf. framkvæmdaleyfi vegna efnistöku á Moldhaugahálsi. Framkvæmdaleyfið er í samræmi við aðalskipulag og álit Skipulagsstofnunar á matsskýrslu mats á umhverfisáhrifum.

Gögn sem tengjast veitingu framkvæmdaleyfisins liggja frammi á skrifstofu Hörgársveitar og hér á heimasíðunni, sjá hér fyrir neðan. Framkvæmdaleyfi er kæranlegt til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, Skúlagötu 21, Reykjavík. Kærufrestur er einn mánuður frá því að leyfi er auglýst.

 

23. september 2013

Sveitarstjórinn í Hörgársveit


 

Framkvæmdaleyfi (1,9 MB)

Umsókn um framkvæmdaleyfi (6,2 MB)

Matsskýrsla mats á umhverfisáhrifum (5,6 MB)

Álit Skipulagsstofnunar á matsskýrslu  (0,9 MB)