Dysnes - Auglýsing um skipulagslýsingu

Dysnes

Auglýsing um skipulagslýsingu

 

 

Unnið er  að gerð deiliskipulags fyrir hafnar- og athafnasvæði á Dysnesi. Gert er ráð fyrir að deiliskipulagið nái yfir um 86 ha svæði, þar sem fram mun koma skipulag hafnarmannvirkja, athafnasvæða, umferðarkerfis og landmótun.

 

Í lýsingu á skipulagsverkefninu, sbr. skipulagslög, koma fram áherslur deiliskipulagsins og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu. Lýst er fyrirhuguðu skipulagsferli og hvernig kynningu og samráði gagnvart íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum verði háttað við skipulagsgerðina.

Sveitarstjórnin leggur hér með fram til kynningar ofangreinda lýsingu á skipulagsverkefni vegna deiliskipulags fyrir hafnar- og athafnasvæði á Dysnesi. Skipulagslýsingin liggur frammi á skrifstofu Hörgársveitar og hana má einnig sjá með því að smella hér.

 

18. janúar 2013

Sveitarstjórinn í Hörgársveit