Starfsemi íþróttamiðstöðvar Hörgársveitar meðan samkomubann er í gildi

Sundlaug:

Aukin þrif verða í íþróttamiðstöð.  Starfsfólk mun spritta og þrífa snertifleti reglulega, bekki, borð, skápa, lykla, sápuskammtara, salerni og þess háttar.

Gestir passi upp á fjarlægðartilmæli sóttvarnarlæknis um tveggja metra bil sín á milli í búningsklefum, sturtum og pottum. Hafa skal gott bil á milli þeirra fatasnaga sem notaðir eru hverju sinni í búningsklefum.

Gufubaði og kalda kari er lokað. 

Ef fjöldi er orðinn það mikill á ákveðnu svæði að ekki er hægt að uppfylla fjarlægðartilmæli sóttvarnarlæknis að mati starfsmanns skal þeim svæðum lokað þar til úr rætist.

Íþróttasalur

Hámarksfjöldi í tíma í íþróttasal er 20 manns. Iðkendur hafa ekki aðgang að búningsklefum. Þeir sem sækjast eftir því að fá að fara í sundlaug eftir tíma þurfa að skrá sig með sérstöku leyfi sundlaugavarðar eftir tíma.

Veitingar og önnur svæði:

Veitingasala er lokuð og lokað er inná önnur svæði en búningsklefa, íþróttasal og sundlaugarsvæði.

 

Ákvarðanir varðandi opnun sundlaugar og íþróttasalar verða endurskoðaðar eftir því sem fram líður og metið hvernig til hefur tekist út frá sóttvarnarsjónarmiðum.