Námskeið í tæknilæsi

Tæknilæsi 60+

Í nóvember verða haldin 2 námskeið í tæknilæsi fyrir 60 ára og eldri í Hörgársveit.

SÍMEY, símenntunarmiðstöð Eyfirðinga hefur umsjón með námskeiðunum fyrir 60 ára við Eyjafjörð. Námskeiðin, sem eru kostuð af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu eru þátttakendum að kostnaðarlausu og liður í átaki ráðuneytisins um eflingu tæknilæsis fyrir fólk 60 ára og eldri um allt land. SÍMEY er í samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga sem er ábyrgðaraðili verkefnisins.

Boðið var upp á fyrstu námskeiðin í Eyjafjarðarsveit í vor, en síðan hafa verið haldin námskeið á nokkrum stöðum. Á námskeiðunum fá þátttakendur kennslu á snjalltæki (síma og spjaldtölvu) og er m.a. farið yfir rafræn skilríki og notkun þeirra, rafræn samskipti, notkun heimabanka og farið yfir hvernig verslað er á netverslun. Lögð er áhersla á að þátttakendur læri á sín eigin tæki eða þau tæki sem þau nota almennt. Ef það hentar ekki af einhverjum ástæðum geta þátttakendur fengið lánaðan Ipad til að nota á námskeiðinu.

Hvert námskeið er átta klukkustundir í staðnámi og er kennt í 4 skipti. Leiðbeinandi á námskeiðunum er Snæbjörn Sigurðarson.