Moldhaugnaháls, Hörgársveit – auglýsing aðal- og deiliskipulagstillögu

Moldhaugnaháls, Hörgársveit – auglýsing aðal- og deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum þann 22. september 2022 að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir Moldhaugnaháls í auglýsingu skv. 31. gr. og 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í aðalskipulagstillögunni felst að afmörkun og skilmálum athafnasvæðis AT-1 og afþreyingar- og ferðamannasvæðis AF-2 er breytt vegna áforma um aukin umsvif á svæðinu. Í deiliskipulagstillögunni felst að skilgreindar eru sex byggingarlóðir fyrir alls um 40.000 fm. atvinnuhúsnæðis auk lóða fyrir vinnuvélasafn og skylda starfsemi, vinnubúðir, skrifstofuhúsnæði. Gert er ráð fyrir 3 neðanjarðarhvelfingum alls 21.000 fm sem nýtast munu í tengslum við safnastarfsemi auk markaðstorgs. Ennfremur er gert ráð fyrir ökugerði í tengslum við vinnuvélaskóla og alls 12 ha geymslusvæðis fyrir lausamuni. Skilmálar efnistökusvæðis E5 haldast óbreyttir frá núgildandi deiliskipulagi svæðisins, en þar er gert ráð fyrir um 5.000.000 rúmmetra efnistöku.

Skipulagstillögurnar taka til framkvæmda sem tilgreindar eru í 1. viðauka laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana og eru tilheyrandi umhverfisskýrslur auglýstar með skipulagstillögunum.

Skipulagstillögurnar og umhverfisskýrslurnar eru aðgengilegar á skrifstofu Hörgársveitar, Þelamerkurskóla milli 27. desember 2022 og 7. febrúar 2023 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, horgarsveit.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á gera athugsemdir við skipulagstillöguna til þriðjudagsins 7. febrúar 2023. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.

Skipulagsfulltrúi

Auglýsing:

Aðalskipulagstillaga

ASK greinargerð

Deiliskipulagstillaga

DSK greinargerð

Umhverfisskýrsla