Hörgársveit - Dalvíkurlína 2, reiðleiðir og göngu- og hjólaleiði
Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum þann 31. október 2023 að vísa tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 vegna Dalvíkurlínu 2 ásamt breytingu á legu reiðleiða og göngu- og hjólaleiðar í auglýsingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í aðalskipulagstillögunni felst að Dalvíkurlína 2 ásamt helgunarsvæði hennar er færð inn í Aðalskipulag Hörgársveitar og jafnframt er lega reiðleiðar og göngu- og hjólaleiðar uppfærð. Skipulagstillagan tekur til framkvæmda sem tilgreindar eru í lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021
Skipulagstillagan og umhverfismatsskýrsla eru aðgengilegar á sveitarskrifstofu Hörgársveitar, Þelamerkurskóla 604 Akureyri, milli 20. nóvember 2023 og 1. janúar 2024 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.horgarsveit.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugsemdir við skipulagstillöguna til 1. janúar 2024. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.
Skipulags- og byggingarfulltrúi