Hörgársveit auglýsir tvær lóðir lausar til umsóknar

Sjá auglýsingu

Lónsvegur 1, atvinnustarfsemi:
1.872 m2 lóð fyrir verslun, þjónustu og atvinnustarfsemi, hámarksstærð byggingar 750 m2. Lóð næst hringtorgi. Gert er ráð fyrir þriggja hæða byggingu með verslunar- og þjónusturými á jarðhæð og skrifstofum á efri hæðum. Sambyggt aðliggjandi fjölbýlishúsi (Lónsvegur 3). Gatnagerðargjald er samkvæmt gjaldskrá Hörgársveitar og er miðað við okt. 2025 kr. 13.000.000,-. Byggingarréttargjald er að lágmarki kr. 5.000,- á heimilaðan fermetra.

Lónsvegur 3, fjölbýlishús:
2.388 m2 lóð fyrir þriggja hæða 20 íbúða fjölbýlishús með bílageymslu í kjallara. Lóð þar sem áður var tjaldsvæði. Hámarksstærð byggingar 3.000 m2. (1.900 m2. íbúðir, 1.100 m2. bílageymsla) Sambyggt byggingu á næstu lóð (Lónsvegur 1). Gatnagerðargjald er samkvæmt gjaldskrá Hörgársveitar og er miðað við okt. 2025 er kr. 58.000.000,-. Byggingarréttargjald er að lágmarki kr. 5.000,- á heimilaðan fermetra íbúða og kr. 1.250,- á heimilaðan fermetra í bílageymslu.

Stefnt er því að lóðirnar verði byggingarhæfar vorið 2026.
Lóðirnar eru samkvæmt samþykktu deiliskipulagi.

Gjöld vegna veitna eru í öllum tilfellum ekki innifalin.
Lóðunum verður úthlutað samkvæmt reglum um lóðarveitingar í Hörgársveit og þeim skilmálum sem þar koma fram:

Frekari upplýsingar um deiliskipulag, kort og teikningar ásamt reglum um lóðarveitingar má sjá á heimasíðu sveitarfélagsins: horgarsveit.is. Áhugasamir aðilar skulu senda umsóknir á horgarsveit@horgarsveit.is eigi síðar en 17. nóvember 2025 þar sem fram koma þær upplýsingar sem tilgreindar eru í reglum um lóðarveitingar í Hörgársveit.

Umsóknaraðilar geta boðið hærra byggingarréttargjald en lágmark til að auka möguleika á því að fá lóð úthlutað. Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri, snorri@horgarsveit.