Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar 2024

Hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar á skrifstofu embættis sýslumannsins á Norðurlandi eystra Hafnarstræti 107, Akureyri sem hér segir:
Mánudaga til fimmtudaga kl. 9.00-15.00 en föstudaga kl. 9:00 - 14:00.
Kjósendur skulu framvísa gildum skilríkjum við kosninguna.

 

Kjörskrá
Kjörskrá vegna forsetakosninganna 2024 í Hörgársveit liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Einnig er hægt að sjá hvar viðkomandi á að kjósa á kosning.is