Endurskoðun Aðalskipulags Hörgársveitar
Hörgársveit – endurskoðun Aðalskipulags Hörgársveitar 2012-2024
Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum 27. september 2023 að vísa skipulags- og matslýsingu vegna endurskoðunar Aðalskipulags Hörgársveitar 2012-2024 í kynningu samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagslýsing er verkáætlun um mótun tillögu að endurskoðun á gildandi aðalskipulagi þar sem tildrögum og forsendum skipulagsgerðarinnar er lýst og áherslur sveitarstjórnar lagðar fram ásamt tímaáætlun skipulagsferlisins. Með þessari lýsingu er verkefnið kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum til að greiða fyrir og hvetja til þátttöku þeirra í mótun endurskoðaðrar aðalskipulagsáætlunar og gefa þeim færi á að koma athugasemdum sínum og hugmyndum á framfæri á upphafsstigum verkefnisins.
Skipulags- og matslýsingin er aðgengileg á sveitarskrifstofu Hörgársveitar, Þelamerkurskóla 604 Akureyri, milli 15. nóvember og 13. desember 2023, á heimasíðu sveitarfélagsins www.horgarsveit.is og á vefsíðu Skipulagsgáttar www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 825/2023. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugsemdir við skipulagslýsinguna til miðvikudagsins 13. desember 2023. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málinu á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Skipulags- og matslýsingin verður einnig kynnt á opnu húsi á sveitarskrifstofu Hörgársveitar milli klukkan 12 og 17 miðvikudaginn 6. desember 2023. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Gögn málsins:
Hörgársveit – endurskoðun Aðalskipulags Hörgársveitar 2012-2024