Blöndulína 3, Hörgársveit
Blöndulína 3, Hörgársveit – kynning skipulagslýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi
Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum 13. júní 2024 að vísa skipulagslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 vegna Blöndulínu 3 í kynningu skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Aðalskipulagsbreytingin kemur til vegna þess að Landsnet óskar eftir því að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Hörgársveitar vegna Blöndulínu 3 en línan mun liggja um Hörgársveit á 43 km löngum kafla. Breytingin er til komin vegna áforma Landsnets um framkvæmd við Blöndulínu 3, 220 kV háspennulínu frá Blöndustöð að Rangárvöllum á Akureyri en nánari lýsing á staðsetningu línuleiðar innan Hörgársveitar samkvæmt aðalvalkosti Landsnets (C2) er að finna í skipulagslýsingu.
Skipulagslýsingin er aðgengileg á sveitarskrifstofu Hörgársveitar, Þelamerkurskóla, milli 1. og 29. júlí 2024, á heimasíðu Hörgársveitar, www.horgarsveit.is og á vef Skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 793/2024. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn frestur til 29. júlí 2024 til að gera athugasemdir við skipulagslýsinguna. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málinu á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.
Skipulags- og byggingarfulltrúi