Sveitarstjórnarfundur nr. 134

24.02.2022 15:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar

134. fundur

Fundargerð 

Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 kl.15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, María Albína Tryggvadóttir og Jónas Þór Jónasson.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Fundargerð afgreiðslufundar SBE frá 35. fundi

Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerðir stjórnar SSNE frá 34. og 35. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

3. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 906. fundi

Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 270. fundi

Fundargerðin lögð fram.

5. Varmadæluvæðing

Umræður um framhald málsins. Lögð fram tillaga að reglum um styrki.

Sveitarstjórn samþykkti reglurnar og að þær verði kynntar fyrir viðeigandi aðilum sem og á heimasíðu sveitarfélagsins.

6. Lánasjóður sveitarfélaga, auglýsing eftir framboðum til stjórnar

Erindið lagt fram.

7. SSNE, ósk um fulltrúa í starfshóp

Lagt fram erindi frá SSNE þar sem óskað er eftir tilnefningu frá Hörgársveit um fulltrúa í starfshóp um samgöngu- og innviðastefnu SSNE.

Sveitarstjórn samþykkti að Jónas Þór Jónasson verði fulltrúi Hörgársveitar.

8. Umsókn um styrk v. hjartastuðtækis í Hlíðarbæ

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á hjartastuðtæki í félagsheimilinu Hlíðarbæ.

Sveitarstjórn samþykkti að styrkja verkefnið.

9. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, umsókn um rekstrarleyfi fyrir gististað Fornhaga 2.

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II-C, að Fornhaga 2 í Hörgársveit.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að rekstrarleyfið verði veitt.

10. Umsögn vegna styrkumsóknar vegna vatnsveitu fyrir lögbýlið Hlöðum

Lagt fram erindi varðandi umsóknina.

Sveitarstjórn Hörgársveitar telur hagkvæmara að leggja sér vatnsveitu að Hlöðum

heldur en að starfrækja þar vatnsveitu á vegum sveitarfélagsins.

11. Umsögn vegna styrkumsóknar vegna vatnsveitu fyrir lögbýlið Tréstöðum

Lagt fram erindi varðandi umsóknina.

Sveitarstjórn Hörgársveitar telur hagkvæmara að leggja sér vatnsveitu að Tréstöðum

heldur en að starfrækja þar vatnsveitu á vegum sveitarfélagsins.

12. Hagabyggð Glæsibæ, skipulagsstillögur á vinnslustigi

Fyrir fundinum liggja drög að deiliskipulagstillögum fyrir 2. áfanga Hagabyggðar í Glæsibæjarlandi. Gögnin eru unnin af Ingólfi Guðmundssyni hjá Kollgátu dags. 11. febrúar 2022. Einnig liggja fyrir fundinum drög að skipulagstillögu vegna tilheyrandi breytingar á aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024, unnin af Óskari Erni Gunnarssyni hjá Landslagi, dags. 5. janúar 2022.

Sveitarstjórn samþykkti að fyrirliggjandi drög að skipulagstillögum séu kynnt fyrir íbúum sveitarfélagsins skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13. Bréf frá EFS, almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga

Bréfið lagt fram.

14. Samstarf um velferðar- og skólaþjónustu

Lögð fram verkefnalýsing frá RR ráðgjöfum varðandi valkosti í samstarfi nágranna-sveitarfélaganna um velferðar- og skólaþjónustu.

Sveitarstjórn samþykkti að vinna áfram að verkefninu í samstarfi við nágranna-sveitarfélögin.

15. Samþykktir um stjórn Hörgársveitar breytingar, síðari umræða

Fyrri umræða um tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar fór fram á fundi sveitarstjórnar 31. janúar 2022.

Sveitarstjórn samþykkti fyrirliggjandi tillögu að breytingu á gildandi samþykkt um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar.

16. SSNE, erindi vegna samstarfs við N4

Lagt fram erindi frá SSNE varðandi samstarf N4 og sveitarfélaga á svæðinu.

Sveitarstjórn samþykkti að Hörgársveit taki þátt í samstarfinu á þeim grundvelli sem um er rætt í erindi SSNE.

17. Trúnaðarmál

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 17:10