Sveitarstjórn, fundur nr 99

21.02.2019 15:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar

99. fundur

Fundargerð 

Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 kl.15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Jónas Þór Jónasson og María Albína Tryggvadóttir.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 18.2.2019

Fundargerðin sem er í 15 liðum lögð fram ásamt fundargögnum. Ellefu liðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í 1.lið, Glæsibær, skipulag

Sveitarstjórn samþykkti að beiðni um sölu á efni úr efnisnámunni verði hafnað og efni úr efnisnámu verði eingöngu notað til eign nota í landi Glæsibæjar.

Sveitarstjórn samþykkt að tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagi er varðar Glæsibæ fari í almenna kynningu samkv. 2. málsgr. 30.greinar og 3. málsgr. 40.greinar í skipulagslögum nr. 123/2010.

b) Í 2. lið, ums. um framlengingu á framkvæmdaleyfi  vegna malarnáms, Hörgá svæði 9

Sveitarstjórn samþykkti að framkvæmdaleyfið verði framlengt til 31.12.2020.

c) Í 3. lið, umsókn um framlengingu á framkvæmdaleyfi í malarnámu á Hlöðum

Sveitarstjórn samþykkti að framkvæmdaleyfið verði framlengt til 31.12.2021.

d) Í 4.lið, Norðurorka, Hjalteyrarlögn umsókn um aðalskipulagsbreytingu

Sveitarstjórn samþykkti að skipulagshönnuði aðalskipulags verði falið að gera skipulagslýsingu og gerður verði samningur vegna kostnaðar.

e) í 5. lið, umsókn um framkvæmdaleyfi frá Norðurorku vegna Hjalteyrarlagnar milli  Hjalteyrar og Óss.

Sveitarstjórn samþykkti að framkvæmdaleyfi verði veitt samkvæmt umsókn.

f) Í 6. lið, Ytri-Bakki, deiliskipulag

Sveitarstjórn samþykkti að deiliskipulagið verði auglýst og kynnt umsagnaraðilum samkv. 1. málsgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Jón Þór Benediktsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

g) Í 7. lið, Syðra-Brekkukot, ósk um gerð deiliskipulags

Sveitarstjórn samþykkti að umsækjanda verði veitt heimild til að vinna deiliskipulag samkv. 2.mgr. 38. greinar skipulagslaga 123/2010.  Jafnframt samþykkti sveitarstjórn að skipulagssvæðið verði merkt sem verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi og breytingin fari fram samhliða öðrum lagfæringum sem sveitarfélagið vinnur að.

h) Í 8. lið, Norðursigling, ósk um breytingu á deiliskipulagsskilmálum á lóð undir húseign fyrirtækisins á Hjalteyri, sem í dag er skilgreind sem verslunar- og þjónustulóð, verði skilgreind sem lóð undir frístunda- eða íbúðarhús.

Sveitarstjórn samþykkti að hafna erindinu.

i) Í 9. lið, Lækjarvellir, breyting á deiliskipulagi vegna Lækjarvalla 18

Sveitarstjórn samþykkti að deiliskipulagstillagan verði samþykkt sem óveruleg breyting á grundvelli 2. málsgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.  Sveitarstjórn telur ennfremur að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins sjálfs, því skuli fallið frá grenndarkynningu.

j) Í 10. lið, Lónsbakki, deiliskipulag

Sveitarstjórn samþykkti að lóðin Reynihlíð 15 verði auglýst laus til umsóknar.

k) Í 15. lið, malarnáma Stóra-Dunhaga, ósk um að fá að nýta malarnámu til eigin nota vegna fjósbyggingar.

Sveitarstjórn samþykkti erindið í samræmi við 2. málsgr. 13.greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

2. Fundargerð rekstrar- og framkvæmdanefndar frá 14.2.2019

Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 230. fundi

Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð stjórnar SBE frá 29.1.2019

Fundargerðin lögð fram.

5. Tónlistarskóli Eyjafjarðar, erindi

Erindi er frá fulltrúa Hörgársveitar í stjórn Tónlistarskólans er varðar fyrirkomulag varðandi ráðningu skólastjóra.

Sveitarstjórn samþykkti að Ásrún Árnadóttir verði fulltrúi Hörgársveitar við undirbúning að ráðningu skólastjóra.

6. Landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga, boðun.

Erindið lagt fram.

7. Lánasjóður sveitarfélaga, framboð til stjórnar

Erindið lagt fram.

8. Nefndarsvið Alþingis, umsögn um frumvarp v. kosningalaga

Erindið og frumvarpið lagt fram.

9. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, erindi v. DMP

Erindið ásamt áfangastaðaáætlun Norðurlands lagt fram.

10. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, umsókn um rekstrarleyfi

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar að Auðnum 2, Hörgársveit.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að rekstrarleyfið verði veitt.

11. Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneyti, erindi vegna viðauka við fjárhags-áætlanir.

Erindið lagt fram.

12. Reynihlíð 14-18, samningur um lóðir og byggingaframkvæmdir

Samningur við Hamra Byggingarfélag ehf lagður fram.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

13. Almenningsbókasöfn, reglur um endurgreiðslu kostnaðar

Rætt um reglur sem ætlað er að stuðla að auknum lestri íbúa á öllum aldri bæði þeirra sem eldri eru, en ekki síður þeim yngri. 

Sveitarstjórn samþykkti að setja eftirfarandi reglur um endurgreiðslu kostnaðar til að auðvelda aðgengi íbúa sveitarfélagsins að notkun almenningsbókasafna. 

Reglur:

1.    Hvert heimili í Hörgársveit þar sem búa einn eða fleiri íbúar með lögheimili,  getur einu sinni á ári fengið endurgreiddan kostnað vegna eins árgjalds að bókasafni.

2.    Sækja skal um á rafrænu eyðublaði sem aðgengilegt er á heimasíðu sveitarfélagsins, eða senda eyðublaðið ásamt afriti af kvittun á tölvupóstfangið horgarsveit@horgarsveit.is, eða senda það ásamt afriti af kvittun á skrifstofu Hörgársveitar, Þelamerkurskóla 601 Akureyri.

3.    Gjaldið verður endurgreitt innan tveggja vikna eftir að fullgild gögn liggja fyrir.

14. Húsnæðisáætlun, tilboð um vinnu við gerð hennar

Lögð fram reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og tilboð frá tveimur aðilum um gerð hennar.

Sveitarstjórn samþykkti að semja við Ráðrík ehf um gerð húsnæðisáætlunar fyrir sveitarfélagið.

15. Viðauki 01 við fjárhagsáætlun 2019

Lögð fram tillaga að viðauka 01 við fjárhagsáætlun 2019.

Sveitarstjórn samþykkti viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2019, sem hefur auðkennið 01/2019, og gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 45.807 þús.kr. og handbært fé í árslok verði 23.325 þús.kr.

16. Reynihlíð, umsókn um framkvæmdaleyfi

Lögð fram umsókn fyrir hönd fimm sameiginlegra framkvæmdaraðila vegna gatnagerðar og veituframkvæmda við Reynihlíð, 1. áfanga.

Sveitarstjórn samþykkti að framkvæmdaleyfið verði veitt.

17. Skrifstofustjóri, ráðning

Málið kynnt og rætt, en alls bárust 11 umsóknir um auglýst starf skrifstofustjóra.

Sveitarstjórn samþykkti að ráða Önnu G. Kristjánsdóttur í starf skrifstofustjóra.

18. Uppfærður stofnsamningur Hafnarsamlags Norðurlands

Uppfærður stofnsamningur lagður fram.

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti stofnsamninginn.

16. Trúnaðarmál

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 18:15