Sveitarstjórn, fundur nr 97

13.12.2018 16:00

Sveitarstjórn Hörgársveitar

97. fundur

Fundargerð

Fimmtudaginn 13. desember 2018 kl.16:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Jónas Þór Jónasson og María Albína Tryggvadóttir.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Brunavarnaráætlun og brunavarnir í Hörgársveit

Brunavarnaráætlun 2018-2022 lögð fram. Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri mætti á fundinn og fór yfir áætlunina og brunavarnarmál í sveitarfélaginu.  Jafnframt var lagt fram erindi frá slökkviliðsstjóra um að brunahanar og aðrir vatnstökustaðir fyrir slökkvilið í sveitarfélaginu verði skráðir fyrir lok árs 2019 og upplýsingarnar gerðar aðgengilegar fyrir SA, t.d. á map.is.

Sveitarstjórn samþykkti að leita eftir því að vinna við skráningu á vatnstökustöðum verði unnin á vettvangi SBE í samvinnu við slökkvilið.

2. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 55. fundi

Fundargerðin lögð fram ásamt fylgigögnum. Þrír liðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í 1.lið, deiliskipulag Lónsbakka, breytingar

a)    Sveitarstjórn samþykkti að framlagðar tillögur að breytingum á deiliskipulagi við Reynihlíð og Víðihlíð sem fram koma á skjali merkt deiliskipulag Lónsbakka blað 03. dags. 11.12.2018 verði samþykktar sem óveruleg breyting í samræmi við 43. grein skipulagslaga 2. málsgr.  Sveitarstjórn samþykkti að fallið verði frá grenndarkynningu á breytingunum með vísan til 3. málsgr. 44 greinar skipulagslaga.

b)    Sveitarstjórn samþykkti að framlögð tillaga að breytingu á lóð fyrir fráveitumannvirki sem fram kemur á skjali merkt deiliskipulag Lónsbakka blað 04. dags. 10.12.2018 verði samþykkt sem óveruleg breyting í samræmi við 43. grein skipulagslaga 2. málsgr.  Breytingin verði grenndarkynnt lóðarhafa nr.16 við Skógarhlíð.

c)    Sveitarstjórn samþykkti að framlögð tillaga að breytingu á lóð fyrir leikskólann Álfastein sem fram kemur á skjali merkt deiliskipulag Lónsbakka blað 05. dags. 11.12.2018 verði samþykkt sem óveruleg breyting í samræmi við 43. grein skipulagslaga 2. málsgr.

b) Í 4.lið, umsögn um tilkynnt skógræktaráform í Engimýri

Sveitarstjórn samþykkti að gefin verði jákvæð umsögn um skógrækt í Engimýri.  Skipulagsfulltrúa verði falið að senda umsögnina til Skipulagsstofnunar.

c) Í 5.lið, aðalskipulag Hörgársveitar

Sveitarstjórn samþykkti að ekki verði farið í formlega endurskoðun á aðalskipulagi Hörgársveitar heldur verið ráðist í tilteknar breytingar.

3. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 314. fundi

Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 228. fundi

Fundargerðin lögð fram.

5. Persónuverndarstefna Hörgársveitar

Lögð fram drög að persónuverndarstefnu Hörgársveitar.

Sveitarstjórn samþykkti persónuverndarstefnu Hörgársveitar. Persónuverndarstefnan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

6. Kjarasamningsumboð

Lögð fram drög að samningi um kjarasamningsumboð til handa Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti að fela Sambandi íslenskra sveitarfélaga að semja fyrir hönd sveitarfélagsins við öll hlutaðeigandi stéttarfélög um kjör starfsmanna Hörgársveitar.  Sveitarstjórn felur Snorra Finnlaugssyni sveitarstjóra kt. 210260-3829, að ganga frá og undirrita fyrir hönd Hörgársveitar, umboð til Sambands ísl.sveitarfélaga vegna kjarasamninga, í samræmi við erindi sambandins frá 4. desember 2018.

7. Norðurorka samningur vegna lagnaleiðar Hjalteyrarlagnar

Lögð fram drög að samningi milli Norðurorku og Hörgársveitar sem landeiganda að Ytri-Bakka, Ósi og Lónsbakka vegna lagnaleiðar Hjalteyrarlagnar.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn fyrir sitt leyti.

8. Landgræðslan, beiðni um styrk

Lagt fram erindi frá Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir styrk til verkefnisins Bændur græða landið.

Sveitarstjórn samþykkti að veita styrk að upphæð kr. 15.000,-

9. Erindi frá Kirkjugörðum Möðruvallarklausturssóknar

Erindið ásamt fylgigögnum lagt fram, en þar er óskað eftir fjárstyrk sveitarfélagsins lögum samkvæmt til efniskaupa vegna viðgerða á girðingum við kirkjugarðana að Möðruvöllum og Myrká.

Sveitarstjórn samþykkti erindið.

10. Erindi frá Umhverfisstofnun varðandi tilnefningu í samráðsnefnd

Erindið lagt fram, en þar óskar Umhverfisstofnun eftir því að Hörgársveit tilnefni fulltrúa í samráðsnefnd um náttúruvættið Hverastrýtur norður af Arnarnesnöfum.

Sveitarstjórn samþykkti að tilnefna Axel Grettisson eða Ásrúnu Árnadóttur í samráðsnefndina.

11. Fjárhagsáætlun 2019-2022, síðari umræða

Fjárhagsáætlun aðalsjóðs, eignasjóðs og veitna fyrir árin 2019-2022 var tekin til síðari umræðu. Fyrir lá endurskoðuð tillaga með breytingum á þeirri tillögu sem var til fyrri umræðu, í samræmi við nýjar upplýsingar og viðbætur. Þá var lögð fram greinargerð sveitarstjóra varðandi tillögu að fjárhagsáætlun.

Sveitarstjórn samþykkti framlagða tillögu að fjárhagsáætlun sveitarsjóðs og stofnana hans fyrir árin 2019-2022. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að á árinu 2019 verði rekstrartekjur 676,8 millj. kr., að heildarrekstrarkostnaður A-hluta verði 602,6 millj. kr. og að rekstrarhalli veitna, þar með talið gjaldfært framlag til Norðurorku vegna stofnlagnar fráveitu, verði 26,4 millj. kr.. Heildar rekstrarafgangur verði því 47,8 millj.kr. Veltufé frá rekstri verði 67,9 millj. kr. Áætlað er að til framkvæmda og annarra eignabreytinga á árinu verði varið 131 millj. kr. Þar ber hæst framkvæmdir við gatnagerð við Reynihlíð og viðbyggingu við leikskólann Álfastein. Ný lántaka er áætluð 40 millj. kr. á árinu 2019 en eldri skuldir verði greiddar niður um 13,6 millj. kr.. Þá er áætlað að handbært fé í árslok 2019 verði 25,3 millj. kr. og lækki um 36,6 millj. kr. á milli ára til að mæta fjármögnun á framkvæmdum ársins.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 gerir ráð fyrir að afgangur af rekstri samstæðunnar verði 55 millj. kr., á árinu 2021 verði hann 53 millj. kr. og 52,9 millj. kr. á árinu 2022.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 18:25