Sveitarstjórn, fundur nr 96

29.11.2018 15:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar

96. fundur

Fundargerð

Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 kl.15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Jónas Þór Jónasson og María Albína Tryggvadóttir.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 15. fundi

Fundargerðin lögð fram ásamt fylgigögnum. Fjórir liðir þarfnast afgreiðslu sveitar-stjórnar:

a) Í 1.lið, samningar við menningarfélög

Sveitarstjórn samþykkti að í samningum við Gásakaupstað ses verði styrkur skilyrtur við þátttöku annarra sveitarfélaga sem eru eignaraðilar að félaginu.

b) Í 2.lið, erindi frá Bernharð Haraldssyni

Sveitarstjórn samþykkti að ritverkið, Skriðuhreppur hinn forni bændur og búalið á 19.öld, verði styrkt um kr. 150.000,- á árinu 2019. 

c) Í 3.lið, gjaldskrár 2019

Sveitarstjórn samþykkti að á árinu 2019 verði stakt gjald fyrir fullorðinn í sund kr. 950,-. og kr. 250,- fyrir börn, auk þess sem gerðar verði einstaka breytingar á gjaldskrá íþróttamiðstöðvar. Þá samþykkti sveitarstjórn að á árinu 2019 eigi íbúar sveitarfélagsins og fastráðnir starfsmenn sveitarfélagsins kost á sundkorti án greiðslu, með sama hætti og á árinu 2018.

d) Í 4.lið, fjárhagsáætlun 2019

Sveitarstjórn samþykkti að koma á rekstri félagsmiðstöðvar sem rekin yrði undir lið 06 – æskulýðs- og íþróttamál, en í miklu og nánu samstarfi við Þelamerkurskóla. Þá samþykkti sveitarstjórn að styrkur til niðurgreiðslu þátttökugjalda barna í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi verði kr. 35.000,- fyrir árið 2019. Reglum verði breytt með þeim hætti að styrkurinn nái til barna 5 til 16 ára.

Sveitarstjórn samþykkti þá tillögu nefndarinnar að skoðað verði með leigu eða sölu á Hlíðarbæ sem félagsheimili.

2. Fundargerð félagsmála- og jafnréttisnefndar frá 14. fundi

Fundargerðin lögð fram ásamt fylgigögnum.

3. Fundargerð fræðslunefndar frá 30. fundi

Fundargerðin lögð fram ásamt fylgigögnum.Tveir liðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar:

a) Í 6. lið, breytingar á skóladagatali

Sveitarstjórn samþykkti að sú breyting verði gerð á skóladagatali að skólaslit Þelamerkurskóla verði miðvikudaginn 29. maí 2019.

b) Í 9. lið, fyrirkomulag á ræstingum leikskólans

Sveitarstjórn samþykkti að ráðinn verði verktaki til ræstinga utan opnunartíma leikskólans.  Lögð var fram niðurstaða verðkönnunar og var ákveðið að ráða fyrirtækið Hreint ehf sem verktaka við ræstingar í leikskólanum og gerður samningur þar um.

4. Fundargerð rekstrar- og framkvæmdanefndar frá 4. fundi

Fundargerðin lögð fram ásamt fylgigögnum.

5. Fundargerðir stjórnar Eyþings frá 312. og 313. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

6. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 227. fundi

Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlandssv. eystra frá 199. til 203. fundar

Fundargerðirnar lagðar fram ásamt áætlun HNE 2019.

8. Samantekt frá aðalfundi Eyþings 21.9.2018

Samantektin lögð fram ásamt bréfi frá stjórn Eyþings

9. Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar, fundargerð

Fundargerðin lögð fram.

10. Minjasafnið á Akureyri, kjör varamanns

Sveitarstjórn samþykkti að kjósa Bernharð Arnarson sem varamann í stjórn Minjasafnsins.

11. Sveitarstjórnarráðuneytið, erindi vegna viðauka við fjárhagsáætlun

Erindið lagt fram.

12. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, rekstrarleyfi

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar að Ytri-Bakka, Hörgársveit.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að rekstrarleyfið verði veitt.

Jón Þór Benediktsson vék af fundi undir þessum lið.

13. Geirhildargarðar, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar

Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar og samantekt frá skipulags- og byggingarfulltrúa varðandi málið.

Í aðalskipulagi Hörgársveitar 2015-2030 segir að jarðeigendur séu hvattir til að stunda skógrækt og sér í lagi á svæðum sem henta illa til annara nytja. (greinargerð aðalskipulags kafli 3.2.1 og 3.3.9). Sveitarstjórn telur að framkvæmdin samræmist markmiðum aðalskipulags sem lýst er í köflum 3.2.1. og 3.3.9 og samþykkir erindið á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi.

14. Skógarhlíð 13, umsókn um lóð

Lögð fram umsókn um einbýlishúsalóðina Skógarhlíð 13, en lóðin var auglýst í Dag-skránni í september s.l. og hefur verið auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins síðan þá.

Sveitarstjórn samþykkti að úthluta Eyþóri Árna Sigurólasyni kt. 040182-2929 leigulóðinni Skógarhlíð 13.

15. Bragholt, erindi varðandi ljósleiðara

Erindið lagt fram.

16. Gjaldskrár 2019

a) Rætt um álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2019.

Sveitarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2019 verði óbreytt 14,52%.

b) Rætt um álagningarreglur fasteignagjalda fyrir árið 2019 og drög að afsláttarreglum fasteignaskatts vegna elli- og örorkulífeyrisþega.

Sveitarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall fasteignaskatts fyrir árið 2019 skv. a-lið verði 0,40%, skv. b-lið 1,32% og skv. c-lið 1,40% af fasteignamati. Þá samþykkti sveitarstjórn að 2. gr. gjaldskrár fráveitna í Hörgársveit verði þannig að holræsagjald fráveitu í þéttbýli og skipulagðra atvinnusvæða verði 0,18% og ennfremur að vatnsgjald Vatnsveitu Hjalteyrar verði kr. 12.360,- á hverja íbúð og hvert frístundahús, að sorphirðugjald heimila verði kr. 56.650,- að sorphirðugjald frístundahúsa verði kr. 17.665,- enda sé þjónusta þar ekki veitt á vetrum, og að sorphirðugjald vegna búrekstrar verði 105,- kr. fyrir hverja sauðkind, 615,- kr. fyrir hvern nautgrip, 440,- kr. fyrir hvert hross og 600,- kr. fyrir hvert svín. Framlögð drög að reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti voru samþykkt af sveitarstjórn. Þær gera ráð fyrir að efstu tekjumörk afsláttar fyrir einstaklinga verði kr. 5.041.000,- og fyrir samskattaða kr. 6.710.000,-.

c) Rætt um aðrar gjaldskrár fyrir árið 2019

Sveitarstjórn samþykkti að frá 1. janúar 2019 kosti hver klst. í vistun í Álfasteini 3.785- kr. á mánuði, að fullt fæði í leikskóla kosti 8.360,- kr. á mánuði og að mötuneytisgjald í Þelamerkurskóla verði 695,- kr. á dag. Aðrar gjaldskrár varðandi útleigu á húsnæði og húsbúnaði í Þelamerkurskóla sem og gjaldskrá Hlíðarbæjar hækki í samræmi við áætlaðar hækkanir í fjárhagsáætlun 2019.

17. Trúnaðarmál

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 19:00