Sveitarstjórn, fundur nr. 92

14.06.2018 15:00

Fimmtudaginn 14. júní 2018 kl.15:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Axel Grettisson, Ásrún Árnadóttir, Vignir Sigurðsson (vm) Jón Þór Benediktsson og Jónas Þór Jónasson.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

Axel Grettisson setti fundinn, sem sá sveitarstjórnarfulltrúi sem á að baki lengsta setu í sveitarstjórninni og stýrði oddvitakjöri.

Niðurstaða kosninga til sveitarstjórnar í Hörgársveit þann 26. maí 2018 urðu þau að J-listi Grósku fékk 188 atkvæði og þrjá menn kjörna, H-listi Hörgársveitar fékk 122 atkvæði og tvo menn kjörna. Samkvæmt. því voru eftirtaldir kosnir i sveitarstjórnina: Axel Grettisson, Ásrún Árnadóttir, María Albína Tryggvadóttir, Jón Þór Benediktsson og Jónas Þór Jónasson.

 1. Kosning oddvita
  Við kosningu oddvita hlaut Axel Grettisson 5 atkvæði. Samkvæmt því var Axel Grettisson lýstur réttkjörinn oddviti til loka kjörtímabilsins.

  Nýkjörinn oddviti gekk til dagskrár.

 2. Kosning varaoddvita
  Við kosningu varaoddvita hlaut Jón Þór Benediktsson 5 atkvæði. Samkvæmt því var Jón Þór Benediktsson lýstur réttkjörin varaoddviti til loka kjörtímabilsins.

 3. Ráðning sveitarstjóra
  Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að ráða Snorra Finnlaugsson sem sveitarstjóra út kjörtímabilið og samþykkti framlagðan ráðningarsamning. Jafnframt samþykkti sveitarstjórn að kaupa bifreið til afnota fyrir sveitarstjóra.

  Sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið.

 4. Kosning í nefndir
  Sveitarstjórn kaus eftirtalda í fastanefndir sveitarfélagsins:

  Fræðslunefnd
  aðalmenn:                                                         varamenn: 
  María Albína Tryggvadóttir, formaður              Axel Grettisson
  Vignir Sigurðsson                                             Garðar Lárusson
  Eva María Ólafsdóttir                                       Eydís Ösp Eyþórsdóttir

  Skipulags- og umhverfisnefnd,með fyrirvara um staðfestingu ráðuneytis á breytingu á samþykkt  um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar, sbr. 5. lið í þessari fundargerð
  aðalmenn:                                                         varamenn:
  Jón Þór Benediktsson, formaður                     Jónas Þór Jónasson
  Agnar Þór Magnússon                                     Sigríður Guðmundsdóttir
  Jóhanna María Oddsdóttir                               Ólöf Harpa Jósefsdóttir
  Ásgeir Már Andrésson                                      Bernharð Arnarson
  Inga Björk Svavarsdóttir                                   Einar Halldór Þórðarson

  Fjallskilanefnd,með fyrirvara um staðfestingu ráðuneytis á breytingu á samþykkt  um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar, sbr. 5. lið í þessari fundargerð

  aðalmenn:                                                         varamenn:
  Þór Jónsteinsson, formaður                             Sigríður Kr Sverrisdóttir
  Jónas Þór Jónasson                                         Áslaug Stefánsdóttir
  Davíð Jónsson                                                  Halla Björk Þorláksdóttir
  Jósavin Gunnarsson                                        Hanna Rósa Sveinsdóttir
  Arnar Ingi Tryggvason                                     Birgitta Lúðvíksdóttir             

  Félagsmála- og jafnréttisnefnd
  aðalmenn:                                                         varamenn:
  Andrea Keel formaður                                      Ingibjörg Stella Bjarnadóttir
  Sigmar Ari Valdimarsson                                 Bragi Konráðsson
  Kristbjörg María Bjarnadóttir                            Ásgeir Már Andrésson

  Atvinnu- og menningarnefnd
  aðalmenn:                                                         varamenn:
  Vignir Sigurðsson, formaður                            María Albína Tryggvadóttir
  Bernharð Arnarson                                           Gústav Geir Bollason
  Ásrún Árnadóttir                                               Margrét Sverrisdóttir
  Eydís Ösp Eyþórsdóttir                                    Jón Þór Bendiktsson                         
  Ingibjörg Stella Bjarnadóttir                              Líney Emma Jónsdóttir

  Kjörstjórn
  aðalmenn:                                                         varamenn:
  Helgi B. Steinsson, formaður                           Stefán Magnússon
  Jónína Garðarsdóttir                                         Bryndís Olgeirsdóttir
  Viðar Þorsteinsson                                           Halldóra Jóhannsdóttir

  Í stjórn Hafnasamlags Norðurlands
  aðalmaður:                                                        varamaður:
  Axel Grettisson                                                 Jón Þór Benediktsson

  Í stjórn skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Eyjafjarðar bs
  aðalmaður:                                                        varamaður:
  Snorri Finnlaugsson                                          Axel Grettisson

  Í bygginganefnd Eyjafjarðarsvæðis
  aðalmaður:                                                        varamaður:
  Unnar Eiríksson                                                Agnar Þór Magnússon

  Í svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar:
  aðalmenn:                                                         varamenn:
  Snorri Finnlaugsson                                          Axel Grettisson
  Jón Þór Benediktsson                                      Jóhanna María Oddsdóttir

  Í skólanefnd Tónlistarskóla Eyjafjarðar
  aðalmaður:                                                        varamaður:
  Elizabeth Zitterbath                                           María Albína Tryggvadóttir

  Í þjónusturáð vegna þjónustu við fatlað fólk
  aðalmaður:                                                        varamaður:
  Snorri Finnlaugsson                                          Axel Grettisson

  Fulltrúi á landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga
  aðalmaður:                                                        varamaður:
  Axel Grettisson                                                 Jón Þór Benediktsson

  Fulltrúar á aðalfund Eyþings
  aðalmenn:                                                         varamenn:
  Axel Grettisson                                                 Ásrún Árnadóttir
  Jón Þór Benediktsson                                      Jónas Þór Jónasson

  Fulltrúi á haustfund Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar
  aðalmaður:                                                        varamaður:
  Axel Grettisson                                                 Ásrún Árnadóttir

  Þá var samþykkt að setja á fót eina verkefnabundna nefnd til eins árs sbr.D.lið 40 gr. samþykktar um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar.
  Rekstrar- og framkvæmdanefnd sem verði ráðgefandi fyrir sveitarstjórn varðandi rekstur stofnana og þær framkvæmdir sem í gangi eru hverju sinni.
  Rekstrar- og framkvæmdanefnd:
  Axel Grettisson formaður
  Jón Þór Benediktsson
  Snorri Finnlaugsson

 5. Breyting á samþykkt um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar, fyrri umræða
  Sveitarstjórn samþykkti að gerðar verði eftirfarandi breytingar á 40. gr. gildandi samþykktar um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar:
  2. töluliður A.-liðar orðist svo: Skipulags- og umhverfisnefnd.  Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara skv 6. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  5. töluliður A.-liðar orðist svo: Fjallskilanefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara, sbr. 2. gr. laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986. Fjallskilanefnd hefur heimild til fullnaðarákvarðana um skipulag fjallskila í sveitarfélaginu, þ.m.t. að jafna niður gangnadagsverkum, sbr. 29. gr. þessarar samþykktar.
  Í B.-lið 40. gr. samþykktarinnar tölulið nr. 6:
  Byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis. Einn aðalmaður og einn varamaður skv. 7. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og samþykktir um Skipulags- og byggingar-fulltrúaembætti Eyjafjarðar bs.
  Í B.-lið 40. gr. samþykktarinnar tölulið nr.10:
  Stjórn skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Eyjafjarðar bs. . Einn aðalmaður og einn varamaður sbr. 4. gr. samþykkta um Skipulags- og byggingarfulltrúaembætti Eyjafjarðar bs.
  Í B.-lið 40. gr. samþykktarinnar tölulið nr. 11:
  Fulltrúaráð Eyþings. Einn aðalmaður og einn varamaður sbr. gr. 5.2. í lögum Eyþings.
  Í C.-lið 40. gr. samþykktarinnar  falli út töluliður númer 13:Menningarráð Eyþings
  Sveitarstjórnin samþykkti að 1. mgr. 8. gr. samþykktarinnar verði breytt þannig að reglulegir fundir sveitarstjórnar verði fjórða fimmtudag í mánuði, kl. 15:30, nema sveitarstjórn ákveði annað. Að öllu jöfnu heldur sveitarstjórn ekki fund í júlímánuði.

 6. Laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna
  Sveitarstjórn samþykkti að laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna á kjörtímabilinu verði sem hér segir:
  Oddviti: 15% af þingfararkaupi á mánuði og 3% af þingfararkaupi fyrir setinn fund           
  Aðrir fulltrúar í sveitarstjórn: 5% af þingfararkaupi á mánuði og 2% af þingfararkaupi fyrir setinn fund
  Varamenn í sveitarstjórn: 2% af þingfararkaupi fyrir setinn fund
  Formaður nefndar: 3% af þingfararkaupi fyrir setinn fund      
  Aðrir nefndarmenn: 2% af þingfararkaupi fyrir setinn fund.

 7. Fundargerð kjörstjórnar frá 4. júní 2018
  Fundargerðin lögð fram.

 8. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 23. maí 2018
  Fundargerðin lögð fram.

 9. AFE aðalfundarboð
  Aðalfundarboðið lagt fram.

  Sveitarstjórn samþykkti að Axel Grettisson verði fulltrúi Hörgársveitar á fundinum.

 10. Stofnlögn Hjalteyri, umsögn til Skipulagsstofnunar vegna matskyldu
  Erindi Skipulagsstofnunar lagt fram ásamt fylgigögnum.  Jafnframt lögð fram tillaga að umsögn frá skipulagasfulltrúa.

  Sveitarstjórn samþykkir tillögu að umsögn og felur sveitarstjóra að senda hana Skipulagsstofnun.

 11. Erindi varðandi landbreytingarnotkun Glæsibæ
  Lagt fram erindi frá eigendum Glæsibæjar þar sem óskað er eftir lausn tveggja jarðarhluta úr jörðinni Glæsibæ úr landbúnaðarnotkun.

  Sveitarstjórn samþykkti að leita sérfræðiálits varðandi mat landsins með tilliti til landbúnaðarnota. 

 12. Samband íslenskra sveitarfélaga varðandi kosningu á landsþing
  Erindið lagt fram.

 13. Breytingar á sveitarfélagamörkum og samningar í tengslum við þau
  Lagður fram samningur og afsöl vegna breytinga á sveitarfélagamörkum við Lón.
  Sveitarstjórn samþykkti samninginn og afsölin.

 14. Aldaraafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands
  Erindið lagt fram.

 15. Styrkbeiðnir vegna hestaíþrótta
  Lögð fram erindi þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna þátttöku tveggja ungmenna í hestaíþróttamóti í Svíþjóð.
  Sveitarstjórn samþykkti að hafna erindunum.

 16. Erindi vegna leiktækja á Hjalteyri
  Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna kaupa á hoppudýnu sem sett yrði niður á Hjalteyri.
  Sveitarstjórn samþykkti að styrkja verkefnið um kr. 250.000,-.

 17. Búland, stofnun lóðar
  Lagt fram erindi þar sem óskað er heimild til stofnunar lóðar á jörðinni Búland lnr. 152-305.  Erindinu fylgir uppdráttur.
  Sveitarstjórn samþykkti heimild til stofnunar lóðar í samræmi við meðfylgjandi gögn.

 18. Skólaakstur
  Lögð fram drög að samningum varðandi skólaakstur veturinn 2018-2019.
  Sveitarstjórn samþykkti fyrirliggjandi drög að samningum og felur sveitarstjóra fullnaðar frágang þeirra.
  Ásrún Árnadóttir og Jón Þór Benediktsson véku af fundi undir þessum lið.

 19. Stóri-Dunhagi, heimild til fjósbyggingar
  Lagt fram erindi þar sem óskað er heimild til fjósbyggingar á jörðinni Stóri-Dunhagi lnr. 152-415.  Erindinu fylgir uppdráttur.
  Sveitarstjórn samþykkti heimild til fjósbyggingar í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

 20. Efnistaka Spónsgerði, umsögn til Skipulagsstofnunar vegna matskyldu
  Erindi Skipulagsstofnunar lagt fram ásamt fylgigögnum. 
  Sveitarstjórn telur að umrædd framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum og felur skipulagsfulltrúa að senda umsögn þar af lútandi til Skipulagsstofnunar.

 21. Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 17:50