Sveitarstjórn, fundur nr. 91

18.05.2018 15:00

Föstudaginn 18. maí 2018 kl.15:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn:  Axel Grettisson, Jóhanna María Oddsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Ásrún Árnadóttir, Jón Þór Benediktsson, Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir (vm 3. og 4. liður) og Jónas Þór Jónasson (vm 4. liður).

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri. 

Þetta gerðist:

  1. Ný heimasíða Hörgársveitar.Opnuð var formlega ný heimasíða sveitarfélagins, horgarsveit.is.  Fulltrúi Stefnu, sem eru hönnuðir síðunnar, mætti á fundinn og kynnti síðuna.

  2. Ársreikningur Hörgársveitar 2017, síðari umræða
    Fyrir fundinum lá endurskoðunarskýrsla frá PWC. Fyrri umræða um ársreikninginn fór fram 10. apríl 2018. Þá var hann afgreiddur til síðari umræðu.
    Sveitarstjórn samþykkti ársreikning Hörgársveitar fyrir árið 2017 og staðfesti hann með undirritun sinni.

  3. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 9. maí 2018
    Fundargerðin lögð fram ásamt fylgigögnum, en 5 atriði þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
    a) Í 1.lið, deiliskipulag Hjalteyrar
    Sveitarstjórn samþykkti að gerðar verði þær lagfæringar á skipulagsuppdrætti og greinargerð sem fram koma í fylgiskjali fundargerðar skipulags- og umhverfisnefndar og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda Skipulagsstofnun deiliskipulag Hjalteyrar svo breytt.
    b) Í 2. lið, breytingar á aðalskipulagi vegna Glæsibæjar
    Sveitarstjórn samþykkti að ekki verði haldið áfram með vinnslu við aðalskipulags-breytinguna nema að fyrir liggi heimild um lausn landsins úr landbúnaðarnotkun samkv. 6. gr. jarðarlaga nr. 81 frá 2004.
    c) Í 3. lið, erindi frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir framlengingu á framkvæmdaleyfi frá 2017 vegna Dagverðareyrarvegar.
    Sveitarstjórn samþykkti að framlengja leyfið til 08.05.2019.
    d) Í 4. lið, Umsókn um frístundalóð Hjalteyri
    Sveitarstjórn samþykkti að Páli Rúnari Pálssyni kt. 131261-3309 og Lene Zachariassen kt. 240661-7649 verði úthlutuð frístundahúsalóðin Hvammsvegur 1, Hjalteyri.
    e) Í 6. lið, umsókn um heimild til byggingu tveggja gestahúsa Ytri-Bakka
    Sveitarstjórn samþykkti að heimildin verði veitt með fyrirvara um breytingu á lóðarmörkum.
    Jón Þór Benediktsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið og sæti hans tók Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir.

  4. Skólaakstur næsta skólaár
    Lagt fram yfirlit yfir skipulag skólaaksturs síðustu ára.
    Sveitarstjórn samþykkti að leita samninga við núverandi samningsaðila um skólaakstur á næsta skólaári á grundvelli fyrri samninga.
    Ásrún Árnadóttir vék af fundi undir þessum lið og tók Jónas Þór Jónasson sæti hennar. Jón Þór Benediktsson vék af fundi undir þessum lið og tók Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir sæti hans.

  5. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis frá 18.4.2018
    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 2. maí 2018
    Fundargerðin lögð fram.

  7. Erindi frá AFE varðandi framlög sveitarfélaga til félagsins
    Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti upphæð framlags 2018, sem er kr. 1.716,- pr. íbúa. 

  8. Minjasafnið á Akureyri, aðalfundarboð
    Aðalfundarboðið lagt fram.
    Sveitarstjórn samþykkti að Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.

  9. Landskerfi bókasafna, aðalfundarboð
    Aðalfundarboðið lagt fram.

  10. Skóladagatöl Þelamerkurskóla og Álfasteins 2018-2019
    Skóladagatölin lögð fram, en afgreiðslu þeirra var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar.
    Sveitarstjórn samþykkti framlögð skóladagatöl.

  11. Gatnaframkvæmdir við Reynihlíð, Lónsbakka
    Lagt fram yfirlit yfir áæltuð gatnagerðargjöld vegna 1. áfanga Reynihlíð.  Jafnframt lagt fram minnisblað byggt á kostnaðaráætlun frá verkfræðistofunni Verkís er varðar hlutdeild sveitarfélagsins í kostnaði við gatnagerð og lagnir í Reynihlíð, Lónsbakka 1. áfanga.
    Sveitarstjórn samþykkti að láta fara fram útboð á þessum verkþætti sem fyrst og felur sveitarstjóra að semja við verkfræðistofuna Verkís um að annast útboðið í samvinnu við þau veitufyrirtæki sem að framkvæmdinni koma. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að taka afstöðu til framkvæmdarinnar í ljósi niðurstöðu útboðs.

  12. Hagaganga
    Lagt fram yfirlit yfir umsóknir um hagagönguleyfi 2018.
    Sveitarstjórn samþykkti að veita leyfi fyrir hagagöngu til eins árs á grundvelli fyrirliggjandi umsókna enda liggi fyrir samþykki viðkomandi landeiganda. Þá liggi fyrir mat fulltrúa Landgræðslu ríkisins á þoli hlutaðeigandi jarða.
    Helgi Bjarni Steinsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

  13. Erindi frá Skákfélaginu Hróknum
    Erindið lagt fram en þar óskað eftir stuðningi vegna 20 ára afmæli Hróksins og heimsóknum í öll sveitarfélög landsins.
    Sveitarstjórn samþykkti að hafna styrkbeiðninni.

  14. Vinnuskóli 2018
    Fyrir fundinum lá minnisblað með upplýsingum um fjölda í vinnuskólanum og fyrirhugað fyrirkomulag hans.
    Sveitarstjórn samþykkti að laun í vinnuskóla sumarið 2018 verði 900 kr./klst. fyrir börn fædd 2004, 1.020 kr./klst. fyrir börn fædd 2003 og 1.310 kr./klst. fyrir börn fædd 2002. Orlof er innifalið.

  15. Athugasemdir við fjallskilamál
    Lagt fram erindi Adel lögmönnum f.h. Valdimars Gunnarsson er varðar athugasemd við fjallskilamál í Arnarnesdeild.
    Fjallskilamál í Hörgársveit hafa verið til umræðu í sveitarstjórn Hörgársveitar m.a. vegna umræddra athugasemda. Ákveðið hefur verið að fela nýrri fjallskilanefnd sveitarfélagsins að fjalla um og taka til skoðunar skipulag fjallskila í sveitarfélaginu strax í upphafi nýs kjörtímabils sem hefst í júní n.k. 
    Að lokinni þeirri skoðun mun sveitarfélagið svara erindinu í ljósi þeirrar niðurstöðu sem þar fæst.

  16. Umsókn um heimild til niðurrifs húsa Steinsstöðum
    Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir að fá að rífa og fjarlægja fjórar eignir að Steinsstöðum í Hörgársveit.
    Sveitarstjórn samþykkti niðurrif á eignum með þremur tilgreindum fastanúmerum.
    Helgi Bjarni Steinsson vék af fundi undir þessum lið.

  17. Umsókn um heimild til niðurrifs og enduruppbyggingu Syðri-Bakka
    Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir að rífa hlöðu að Syðri-Bakka Hörgársveit og reisa í staðinn skemmu samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.
    Sveitarstjórn samþykkti erindið.

  18. Umsókn um heimild til viðbyggingar á nautgripahúsi Öxnhóli
    Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir að byggja viðbyggingu við nautgripahús að Öxnhóli Hörgársveit samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.
    Sveitarstjórn samþykkti erindið.

  19. Umsókn um stöðuleyfi – Hjalteyri
    Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir tímabundnu stöðuleyfi fyrir söluskúr samakvæmt meðfylgjndi uppdrætti.
    Sveitarstjórn samþykkti að hafna erindinu.

  20. Skjalavistun og ný persónuverndarlög
    Sveitarstjóri kynnti stöðu mála varðandi úrbætur í skjalavistun og löggjöf um persónuvernd. Stefnt er að samvinnu við Svalbarðsstrandarhrepp, Eyjafjarðarsveit og Grýtubakkahrepp við innleiðingu löggjafarinnar og samræmt skjalavistunarkerfi. Sveitarstjórn samþykkti að sveitarstjóri vinni málið áfram á þeim grundvelli, m.a. er stefnt að ráðningu sameiginlegs persónuverndarfulltrúa.

  21. Norðurorka vegna Laugalands
    Lögð fram samningsdrög frá Norðurorku vegna leigu og samskipta á jörðinni Laugaland.
    Sveitarstjórn samþykkti að oddviti og sveitarstjóri vinni áfram fyrir hönd sveitarfélagsins að gerð samnings í samráði við tækniþjónustu og lögmann.

  22. Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 2018
    Lögð fram kjörskrá fyrir Hörgársveit vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018.
    Sveitarstjórn samþykkti framlagða kjörskrá. Sveitarstjóra og formanni kjörstjórnar veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí n.k.í samræmi við 10 gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.

  23. Kosning varamanns í kjörstjórn.
    Sveitarstjórn samþykkti að kjósa Líney S Diðriksdóttur sem varamann í kjörstjórn í stað Halldóru Jóhannsdóttur.

  24. Erindi frá umhverfisnefnd Þelamerkurskóla
    Erindið lagt fram en þar er óskað eftir aðstoð sveitarfélagsins við að laga og snyrta svæðið við útileiksvæði skólans.
    Sveitarstjórn samþykkti að fela sveitarstjóra og forstöðumanni þjónustumiðstöðvar að vinna að lagfæringu á svæðinu í samstarfi við nemendur.

  25. Trúnaðarmál

 

Þar sem um síðasta fund sveitarstjórnar á kjörtímabilinu var að ræða þökkuðu sveitarstjórnarfulltrúar hver öðrum og sveitarstjóra fyrir gott og farsælt samstarf á undanförnum árum.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 18:15