Sveitarstjórn, fundur nr. 90

10.04.2018 16:00

Þriðjudaginn 10. apríl 2018 kl.15:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn:  Axel Grettisson, Jóhanna María Oddsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Ásrún Árnadóttir og Jón Þór Benediktsson.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

 

Þetta gerðist:

1.        Ársreikningur Hörgársveitar 2017, fyrri umræða

Lagður fram ársreikningur fyrir árið 2017. Samkvæmt ársreikningnum urðu rekstrartekjur alls 620,7 millj. kr. og rekstrargjöld 586,2 millj. kr. á árinu 2017. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 5,5 millj. kr.  Heildarrekstrarniðurstaða á árinu varð því jákvæð upp á 29,0 millj. kr.

Eigið fé í árslok er 598,6 millj. kr. Veltufé frá rekstri á árinu var 72,0 millj. kr.

Nettó fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum var 11,0 millj. kr. og skuldir og skuldbindingar lækkuðu um kr. 21,2 millj á árinu og eru skuldir í árslok 34,8% af tekjum. Handbært fé í árslok var 72,5 millj. kr. og jókst um 40,2 millj. kr. milli ára.

Aðalheiður Eiríksdóttir og Rúnar Bjarnason frá PriceWaterhouseCoopers komu á fundinn, fóru yfir ársreikninginn og svöruðu fyrirspurnum um hann.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa ársreikningi Hörgársveitar fyrir árið 2017 til síðari umræðu.

2.        Fundargerð atvinnu- og menningarmálanefndar frá 5. apríl 2018

Fundargerðin lögð fram ásamt fylgigögnum. Tvö atriði þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 4, erindi frá Kvenfélagi Hörgdæla

Sveitarstjórn samþykkti að Kvenfélagi Hörgdæla verði gefnar 100.000,- kr. í tilefni af afmæli félagsins þann 7. júlí 2018.

b) Í lið 5, erindi frá kirkjukór Möðruvallaklausturssóknar

Sveitarstjórn samþykkti að kórinn verði styrktur um kr.100.000,- í tilefni af tónleikum kórsins þann 7. maí n.k.

3.        Fundargerð fræðslunefndar frá 9. apríl 2018

Fundargerðin lögð fram ásamt fylgigögnum. Tvö atriði þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 6, skóladagatal beggja skóla 2018-2019.

Þar sem endanlegt skóladagatal lá ekki fyrir var afgreiðslu frestað til næsta fundar.

b) Í lið 9, ráðning skólastjóra til afleysingar í eitt ár

Auglýst var staða skólastjóra Þelamerkurskóla vegna afleysingar í eitt ár í námsleyfi skólastjóra.

Sveitarstjórn samþykkti að Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir verði ráðin skólastjóri Þelamerkurskóla til afleysingar frá 1.8.2018 til 31.7.2019.

4.        Fundargerð stjórnar Eyþings frá 21. mars 2018

Fundargerðin lögð fram.

5.        Fundargerðir heilbrigðisnefndar frá 8.12.2017, 5.2.2018 og 14.3.2018

Fundargerðirnar lagðar fram.

6.        Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 19. mars 2018

Fundargerðin lögð fram.

7.        Aðalfundarboð Hafnarsamlags Norðurlands

Fundarboðið lagt fram þar sem fram kemur að aðalfundinn verður 16. maí n.k.

Sveitarstjórn samþykkti að sveitarstjóri verði fulltrúi Hörgársveitar á fundinum.

8.        Lóðaveitingar í Hörgársveit

Lögð fram drög að reglum um lóðaveitingar í Hörgársveit ásamt eyðublaði fyrir lóðarumsóknir.

Sveitarstjórn samþykkir reglurnar og felur sveitarstjóra að annast gildistöku þeirra og kynningu á heimasíðu sveitarfélagsins.

9.        Erindi frá Búfesti hsf

Erindið lagt fram en þar er spurst fyrir um mögulegt samstarf og breytingar á deiliskipulagi vegna lóða við Reynihlíð og Víðihlíð.

Sveitarstjórn samþykkti að halda óbreyttu deiliskipulagi, í það minnsta að sinni.

10.        Erindi vegna leiktækja ofl. á Hjalteyri

Erindið sem er frá Guðbirni Þór Ævarssyni lagt fram ásamt fylgigögnum en þar er óskað eftir leyfi og stuðningi sveitarfélagisins fyrir að fá að setja niður barnaleiktæki, loftpúða á Hjalteyri.

Þá er óskað eftir heimild til að setja upp stóran myndaramma á dæluhús á Hjalteyri.

Sveitarstjórn samþykkti að heimila uppsetningu á loftpúða á leiksvæðinu á Hjalteyri.  Þá var samþykkt að heimila uppsetningu á myndaramma á dæluhús.

11.        Umsókn um frístundahúsalóð við Arnarholtsveg

Umsóknin lögð fram en hún er frá Jóni Kr. Kristjánssyni þar sem hann sækir um frístundahúsalóðina nr. 5 við Arnarholtsveg við Hjalteyri.

Sveitarstjórn samþykkti að úthluta frístundahúsalóðinni nr. 5 við Arnarholtsveg, Hjalteyri til Jóns Kr. Kristjánssonar kt. 031050-2279.

12.        Erindi vegna uppbyggingar á Hjalteyri og nágrenni

Lagt fram erindi frá erlendum aðila sem lýsir yfir áhuga á samstarfi við sveitarfélagið um uppbyggingu í sveitarfélaginu í formi rannsóknar- og þróunarmiðstöðvar.

Sveitarstjórn samþykkti að taka jákvætt í erindið og lýsir yfir áhuga á frekari viðræðum og óskar eftir frekari upplýsingum.

13.        Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 18:22