Sveitarstjórn, fundur nr. 9

19.01.2011 20:00

Miðvikudaginn 19. janúar 2011 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Þór Helgason, Helgi Bjarni Steinsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.

 

Þetta gerðist:

 

1. Fundargerðir skólanefndar Tónlistarskóla, 23. september og 8. desember 2010

Fyrri fundargerðin er í fimm liðum og sú síðari í fjórum liðum, með henni var lagður fram ársreikningur Tónlistarskóla Eyjafjarðar fyrir árið 2009.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti ársreikning Tónlistarskóla Eyjafjarðar fyrir árið 2009. Að öðru leyti gefa fundargerðirnar ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

2. Fundargerðir samvinnunefndar um svæðisskipulag, 29. nóvember og 13. desember 2010

Báðar fundargerðirnar eru í tveimur liðum.

Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

3. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 1. desember 2010

Fundargerðin er í tíu liðum. Í henni kemur m.a. fram að endurnýjað hefur verið starfsleyfi fyrir vatnsveitu í Brakanda.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

4. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, 13. desember 2010

Fundargerðin er í fimm liðum, með henni var til kynningar lögð fram framkvæmdaáætlun samlagsins fyrir árið 2011.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

5. Fundargerð stjórnar Eyþings, 14. desember 2010

Fundargerðin er í tólf liðum.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

6. Fundargerð atvinnumálanefndar, 12. janúar 2011

Fundargerðin er í þremur liðum. Fyrsti liður hennar fjallar um málefni verksmiðjubygginganna á Hjalteyri og annar liður hennar er um ráðstöfun framlags á fjárhagsáætlun ársins 2011 til atvinnumála.

Sveitarstjórn samþykkti tillögur atvinnumálanefndar um málefni verksmiðjubygginganna og um ráðstöfun áætlaðs framlags til atvinnumála á árinu 2011. Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

7. Þelamerkurskóli, húsnæðismál

Lagðar fram hugmyndir frá VA-arkitektum, dags. í desember 2010, um breytingar á húsnæði Þelamerkurskóla, sem miða að því að bæta aðgengi fatlaðra, færa starfsemi skólans úr heimavistarálmu, svo að hægt sé að nýta hana til annarrar starfsemi, o.fl.

Sveitarstjórn samþykkti að fram fari kostnaðarmat á framlögðum hugmyndum um breytingar á húsnæði Þelamerkurskóla og jafnframt að kannaðir verði möguleikar á annarri nýtingu heimavistarálmunnar.

 

8. Þriggja ára áætlun sveitarsjóðs 2012-2014, fyrri umræða

Lögð fram drög að þriggja ára áætlun sveitarsjóðs 2012-2014.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa drögum að þriggja ára áætlun sveitarsjóðs 2012-2014 til síðari umræðu.

 

9. Hjalteyri, rif á gömlum bryggjuleifum

Lögð fram áætlun um kostnað við að fjarlægja gömlu bryggjuleifarnar á Hjalteyri.

Sveitarstjórn samþykkti að samið verði um fjarlægingu gömlu bryggjuleifanna á Hjalteyri á grundvelli framlagðrar áætlunar um kostnað.

 

10. Íþróttamiðstöðin á Þelamörk, gjaldskrá

Lögð fram tillaga, dags. 10. nóvember 2010, að endurskoðaðri gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk.

Sveitarstjórn samþykkti framlagða tillögu að gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk.

 

11. Arnarnes, umsögn um umsókn um rekstrarleyfi

Lagt fram bréf, dags. 11. janúar 2011, frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn um rekstrarleyfi skv. gististaðaflokki I fyrir heimagistingu í Arnarnesi.

Sveitarstjórn samþykkti að af hennar hálfu verði ekki gerð athugasemd við veitingu rekstrarleyfis fyrir heimagistingu í Arnarnesi.

 

12. Ós, leiga á landi

Tekið fyrir að nýju tölvubréf, dags. 18. október 2010, frá Bernharð Arnarsyni og Þórdísi Þórisdóttur þar sem óskað er eftir viðræðum um leigu á ræktuðu landi sem tilheyrir Ósi, sjá 27. mál fundargerðar sveitarstjórnarfundar 20. október 2010.

Sveitarstjórn samþykkti að fram fari viðræður á grundvelli umræðna á fundinum við hlutaðeigandi aðila um hugsanleg afnot af túnum í eigu sveitarfélagsins og að slík afnot verði framvegis háð skriflegum samningum.

 

13. Framfærsluviðmið

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 3. janúar 2011, frá velferðarráðuneytinu, þar sem því er beint til sveitarstjórna að tryggt verði að einstaklingar hafi að lágmarki sambærilega fjárhæð til framfærslu á mánuði og atvinnuleysisbætur eru.

 

14. Landskerfi bókasafna hf.

Lagður fram tölvupóstur, ódags., frá Landskerfi bókasafna hf. til skólastjóra Þelamerkurskóla þar sem gerð er grein því að kaup hlutafjár í félaginu sé forsenda þess að bókasafn skólans fái aðgang að Gegni, sem er miðlægt bókasafnskerfi landsins. Á árinu 2006 samþykkti sveitarstjórn fyrir sitt leyti að bókasafn skólans fái aðgang að kerfinu, en af því hefur ekki orðið.

Sveitarstjórn samþykkti að keypt verði hlutabréf í Landskerfi bókasafna hf. fyrir allt að 320.000 kr.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 23:20.