Sveitarstjórn, fundur nr. 83

11.09.2017 15:00

Sveitarstjórn Hörgársveitar

 83. fundur

 Fundargerð

 

 

Mánudaginn 11. september 2017 kl.15:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson, Jóhanna María Oddsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jón Þór Benediktsson og Ásrún Árnadóttir.

 

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

 

Þetta gerðist:

 

1.      Fundargerð atvinnu- og menningarmálanefndar frá 14. ágúst 2017

Fundargerðin lögð fram.

2.      Fundargerð fjallskilanefndar frá 15. ágúst 2017

Fundargerðin lögð fram.

3.      Fundargerð bygginganefndar Eyjafjarðarsvæðis frá 18. ágúst 2017

Fundargerðin lögð fram.

4.      Fundargerðir stjórnar Eyþings frá 14. ágúst og 22. ágúst 2017

Fundargerðirnar lagðar fram.

5.      Aðalfundur Hjalteyrar ehf.

Lagt fram fundarboð aðalfundar Hjalteyrar ehf sem haldinn verður 13. september n.k.  Kynnt er að tekin verði til umræðu og afgreiðslu á fundinum viljayfirlýsing vegna aðildar Hjalteyrar ehf í því verkefni sem Undirdjúpin ehf hafa verið að þróa um starfsemi á Hjalteyri.

Sveitarstjórn samþykkti að Axel Grettisson oddviti fari með umboð Hörgársveitar á fundinum.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í verkefnið eins og lagt var af stað með það í upphafi og telur mikilvægt að við uppbyggingu á Hjalteyri verði lögð áhersla á samráð við sveitarfélagið, íbúa Hjalteyrar og núverandi rekstraraðila á svæðinu.

Tekið verði fullt tillit til skipulags svæðisins vegna menningarlegrar arfleiðar og náttúru staðarins.

Þá samþykkti sveitarstjórn að leggja fram tilboð í allt það hlutafé Hjalteyrar ehf. sem óráðstafað er eftir hlutafjáraukningu þá sem samþykkt var á hluthafafundi félagsins þann 10. nóvember 2016. Tilboðið miðast við kaup á genginu 1, gegn staðgreiðslu.

6.      Haustfundur AFE

Lagt fram boðun á haustfund AFE 18. september n.k.  Fulltrúi Hörgársveitar á fundinum verður Jóhanna María Oddsdóttir.

7.      Erindi frá Búfesti hsf

Lagt fram erindi varðandi möguleika á samstarfi sveitarfélaga og Búfesti hsf um nýtt framboð hagkvæmra íbúða.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

8.      Erindi frá Valdimar Gunnarssyni varðandi fjallskil.

Erindið lagt fram, en þar er óskað eftir rökstuðningi sveitarstjórnar vegna nokkurra atriða við skipulag á fjallskilum í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn samþykkti þau drög að svörum sem lögð voru fram á fundinum og verða þau send bréfritara sem svör sveitarstjórnar.

9.      Steinstaðir 1, ósk um landskipti og afmörkun lóðar vegna hlöðu

Lagt fram erindi frá eiganda Steinstaða 1 (lnr.152449) þar sem óskað er eftir landskiptum á jörðinni með því að stofna landspildu samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti en hún er um 97 ha að stærð.  Þá er óskað eftir að fá að stofna lóð fyrir fjárhúshlöðu á Steinstöðum 1 samkvæmt meðfylgjandi hnitsettum uppdrætti. Stærð lóðarinnar er 749 fm.

Sveitarstjórn samþykkti umbeðin landskipti sem og stofnun lóðarinnar samkvæmt framlögðum uppdráttum.

Ásrún Árnadóttir og Helgi Bjarni Steinsson véku af fundi undir þessum lið.

10.      Fráveita Lónsbakka

Lögð fram drög að greinargerð KPMG varðandi mögulega yfirtöku Norðurorku á fráveitunni Lónsbakka, en viðræður hafa staðið yfir við Norðurokru um málið.

Sveitarstjórn samþykkti að senda stjórn Norðurorku formlegt erindi þar sem óskað er eftir að Norðurorka yfirtaki fráveituna við Lónsbakka.  Gengið verði sem fyrst til samninga á grundvelli fyrri viðræðna og greinargerðar KPMG um málið.

11.      Fjárhagsáætlun 2018

Lagt fram tímaplan og rætt um fyrirkomulag vinnu við fjárhagsáætlun.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 16:55