Sveitarstjórn, fundur nr. 8

15.12.2010 20:00

Miðvikudaginn 15. desember 2010 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Þór Helgason, Helgi Bjarni Steinsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.

 

Þetta gerðist:

 

1. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2011, síðari umræða

Fjárhagsáætlun aðalsjóðs, eignasjóðs og veitna fyrir árið 2011 var tekin til síðari umræðu.

Fyrir lágu drög að fjárhagsáætluninni, sem til umræðu voru á fundi sveitarstjórnar 8. desember 2010 og listi yfir breytingar sem gera þarf á þeim miðað við nýjar upplýsingar.

Sveitarstjórn samþykkti fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun aðalsjóðs, eignasjóðs og veitna fyrir árið 2011 með þeim breytingum sem gerðar voru á þeim á fundinum. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að skatttekjur verði 334.900 þús. kr., að heildarrekstrarkostnaður A-hluta (nettó) verði 312.576 þús. kr. og að rekstrarhalli B-hluta sveitarsjóðs (veitna) verði 1.967 þús. kr., þannig að afgangur af rekstri samstæðunnar verði 20.357 þús. kr. og að veltufé frá rekstri verði 41.444 þús. kr. Til framkvæmda og annarra eignabreytinga eru áætlaðar 6,7 millj. kr. og áætlað er að í lok ársins 2011 verði handbært fé sveitarsjóðs 61.390 þús. kr.

 

2. Ráðning menningar- og atvinnumálafulltrúa

Starf menningar- og atvinnufulltrúa hjá Hörgársveitar var auglýst var í október sl. Umsækjendur um starfið voru 31.

Sveitarstjórn samþykkti að ráða Skúla Gautason í starf menningar- og atvinnumálafulltrúa hjá Hörgársveit og fól sveitarstjóra að gera við hann ráðningarsamning.

 

3. Fundargerð stjórnar búfjáreftirlits á svæði 18, 3. desember 2010

Fundargerðin er í sex liðum. Í 5. lið hennar er gerð grein fyrir fjárhagsáætlun búfjáreftirlitsins og kostnaðarskiptingu milli aðildarsveitarfélaganna fyrir árið 2011. Þar kemur fram að framlag Hörgársveitar á árinu 2011 er áætlað um 887 þús. kr.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt fjárhagsáætlun búfjáreftirlits á svæði 18 fyrir árið 2011. Fundargerð stjórnar búfjáreftirlitsins frá 3. desember 2010 gerir ekki að öðru leyti ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

4. Flutningur úrgangs til Stekkjarvíkur

Lagt fram uppkast að samningi við Gámaþjónustu Norðurlands ehf. um móttöku og flutning á úrgangi til Stekkjarvíkur.

Sveitarstjórn fól sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.

 

5. Meðhöndlun dýrahræa og sláturúrgangs

Lagt fram minnisblað frá Flokkun ehf. um meðhöndlun dýrahræa og sláturúrgangs eftir að förgun úrgangs á Glerárdal verður hætt.

 

6. Aðalskipulag Hörgárbyggðar 2006-2026, breyting

Skv. ákvörðun sveitarstjórnar Hörgárbyggðar 24. mars 2010 og að fenginni heimild Skipulagsstofnunar, sbr. bréf, dags. 21. apríl 2010, var auglýst breytingartillaga við aðalskipulag Hörgárbyggðar 2006-2026.  Auglýsingin birtist í fréttabréfi Hörgárbyggðar, Lögbirtingablaðinu, heimasíðu Hörgárbyggðar og Dagskránni.

Umsagnir bárust frá Akureyrarbæ, Fornleifavernd ríkisins, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Landsneti hf., Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Í þeim eru ekki gerðar athugasemdir við breytingartillöguna. Heilbrigðiseftirlit og Umhverfisstofnun benda á að gæta skuli fyllstu varúðar við framkvæmdir innan vatnsverndarsvæða. Athugasemdir bárust frá þremur aðilum.

Skipulags- og umhverfisnefnd afgreiddi breytingartillöguna fyrir sitt leyti á fundi sínum 13. desember 2010.

Sveitarstjórn samþykkti tillögur skipulags- og umhverfisnefndar um afgreiðslu á framkomnum formlegum athugasemdum við fyrirliggjandi breytingartillögu á aðalskipulagi Hörgárbyggðar 2006-2026. Jafnframt samþykkti sveitarstjórn aðalskipulagstillöguna eins og hún liggur fyrir, enda verði gerðar þær breytingar á umhverfisskýrslu hennar sem Skipulagsstofnun telur nauðsynlegar og fól sveitarstjóra að annast gildistöku hennar.

 

7. Aðalskipulag Arnarneshrepps 1997-2017, breyting

Skv. ákvörðun hreppsnefndar Arnarneshrepps 20. apríl 2010 og að fenginni heimild Skipulagsstofnunar, sbr. bréf, dags. 28. maí 2010, var auglýst breytingartillaga við aðalskipulag Arnarneshrepps 1997-2017.  Auglýsingin birtist í Lögbirtingablaðinu, heimasíðu Arnarneshrepps og Dagskránni.

Umsagnir bárust frá Akureyrarbæ, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Landsneti hf., Siglingastofnun, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Í þeim eru ekki gerðar athugasemdir við breytingartillöguna. Ein athugasemd barst.

Skipulags- og umhverfisnefnd afgreiddi breytingartillöguna fyrir sitt leyti á fundi sínum 13. desember 2010.

Sveitarstjórn samþykkti tillögur skipulags- og umhverfisnefndar um afgreiðslu á framkominni formlegri athugasemd við fyrirliggjandi breytingartillögu á aðalskipulagi Arnarneshrepps 1997-2017. Jafnframt samþykkti sveitarstjórn aðalskipulagstillöguna eins og hún liggur fyrir og fól sveitarstjóra að annast gildistöku hennar.

 

8. Skútar/Moldhaugar, deiliskipulag

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Skúta og landspildu úr landi Moldhauga, ásamt bréfi, dags. 29. nóvember 2010, frá Skútabergi ehf., þar sem gerð er grein fyrir deiliskipulagstillögunni og jafnframt óskað eftir að gert verði breyting á aðalskipulagi að því er varðar þann hluta Tréstaðalands, sem er sunnan Hringvegar. Tillagan er eftir HSÁ teiknistofu og er dagsett 7. desember 2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1998, jafnframt því að óskað verði eftir að tillögunni fylgi skýringarmynd í þrívídd sem sýnir m.a. fyrirhugaðar húsgerðir á svæðinu og að áskilinn verði réttur til að leggja fram breytingartillögur við tillöguna áður en hún kemur til lokaafgreiðslu.

Sveitarstjórn samþykkti tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi fyrir Skúta og landspildu úr landi Moldhauga verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1998, gerð verði skýringarmynd í þrívídd, sem sýni m.a. fyrirhugaðar húsgerðir á svæðinu, og fylgi deiliskipulagstillögunni og jafnframt að hafinn verði undirbúningur að gerð tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna landspildu úr landi Tréstaða, sem er sunnan Hringvegar.

Sunna Hlín Jóhannesdóttiróskaði að fram komi:

“Ég mótmæli þessu deiliskipulagi í landi Skúta en leggst ekki gegn því að það fari í kynningu. Þetta land tel ég henta mun betur sem framtíðarbyggingaland sveitarfélagsins, fallegt útsýni inn og út fjörðinn, nálægð við skóla og íþróttamannvirki og frábær aðstaða til útivistar.

Mikið er af efnistökusvæðum í sveitarfélaginu og á þann hátt að gestir og íbúar sveitarfélagsins hafa orð á. Það gæti verið erfitt að fela ummerki iðnaðar með mönum þar sem hæðarmismunur er nokkur. Auk þess tel ég öryggis vegna þetta svæði ekki henta fyrir umferð þungaflutninga þar sem aðkeyrsla er á erfiðum stað.

Nú þegar við erum með iðnaðar- og þjónustulóðir í boði að Lækjarvöllum og óvíst um framtíð þeirra er það mitt mat að eins og stendur sé ekki vöntun á fleiri iðnaðarlóðum og efnistökusvæðum um sinn.”

 

9. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, 13. desember 2010

Fundargerðin er í fimm liðum. Þrír þeirra voru til afgreiðslu í dagskrárliðunum hér á undan (nr. 6-8). 5. liður fundargerðarinnar er um framlengingu á áður útgefnu rannsóknaleyfi vegna efnistöku í landi Skúta/Moldhauga.

Sveitarstjórn samþykkti tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um að áður útgefið rannsóknaleyfi vegna efnistöku í landi Skúta/Moldhauga verði framlengt til 30. júní 2012, þannig að heimilað heildarefnismagn verði 15.000 m3, sem er óbreytt frá fyrri leyfisveitingu.

 

10. Samþykkt um fráveitur í Hörgársveit, síðari umræða

Drög að “Samþykkt um fráveitur í Hörgársveit” tekin til síðari umræðu. Fyrri umræða um drögin fór fram 8. desember 2010, sjá 11. lið fundargerðar fundar sveitarstjórnar þann dag.

Sveitarstjórn samþykkti fyrirliggjandi drög að “Samþykkt um fráveitur í Hörgársveit” og fól sveitarstjóra að annast gildistöku samþykktarinnar.

 

11. Gjaldskrá rotþróagjalds

Lögð fram drög að “Gjaldskrá rotþróagjalds í Hörgársveit”, sbr. drög að “Samþykkt um fráveitur í Hörgársveit”.

Sveitarstjórn samþykkti fyrirliggjandi drög að gjaldskrá rotþróagjalds.

 

12. Öryggiskerfi fasteigna, samningur

Lagt fram minnisblað um kostnað við vöktun á öryggiskerfi fasteigna í eigu sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkti að ekki verði gerðar á fyrirkomulagi vöktunar á öryggiskerfum fasteigna að svo stöddu.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið 00:25.