Sveitarstjórn, fundur nr. 76

19.01.2017 15:00

Fundargerð

 

Fimmtudaginn 19. janúar 2017 kl. 15:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn:  Axel Grettisson, Jóhanna María Oddsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jón Þór Benediktsson og Ásrún Árnadóttir.

 

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

 

Þetta gerðist:

 

1.        Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 17.1. 2017

Fundargerðin er í fjórum liðum og þarfnast tveir liðir afgreiðslu sveitarstjórnar:

a) Í 1.lið deiliskipulag Fögruvík

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá  29. nóvember 2016 og var athugasemdafrestur til 10. janúar 2017. Ein athugasemd barst, frá Kristjáni Stefánssyni og Andreu Keel, dagsett 10. desember 2016.

Sveitarstjórn samþykkti svör nefndarinnar vegna athugasemdarinnar og samþykkti tillögu að breytingu á deiliskipulagi og felur skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra að annast gildistöku hennar.

b) Í 4.lið reglur vegna lóða og byggingaframkvæmda

Sveitarstjórn samþykkti að undirbúin verði gerð frekari reglna er varðar leyfisveitingar til lóða- og byggingaframkvæmda í sveitarfélaginu og til hvaða aðgerða verði gripið, verði þeim ekki fylgt.

2.        Fundargerðir stjórnar Eyþings frá 16.12.2016 og 6.1.2017

Fundargerðirnar lagðar fram. 

3.        Fundargerðir HNE frá 4.11.2016 og 8.12.2016

Fundargerðirnar lagðar fram.  Í fundargerðinni frá 4.11. eru tvö mál er varða Hörgársveit og í fundargerðinni frá 8.12. eru þrjú mál. Þá fylgir til kynningar kostnaðarskipting vegna áætlaðra framlaga til HNE 2017.

4.        Fundargerð stjórnar Sambands ísl. Sveitarfélaga frá 16.12.2016

Fundargerðin lögð fram.  Í lið nr. 12 er fjallað um umsögn sambandsins um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða. 

Sveitarstjórn Hörgársveitar átelur að frumvarpsdrögin hafi ekki fengið betri kynningu hjá sveitarfélögunum, þar sem þau fara með skipulagsvaldið, og hvetur stjórn sambandsins til að gæta að hagsmunum allra sveitarfélaga.  Sveitarstjórn tekur undir sjónarmið sem fram koma í umsögn Fjarðarbyggðar um umrætt frumvarp og telur mikilvægt að samræmi sé í lögum er varða skipulagsmál.

5.        Fundargerðir byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis frá 15.12.2016

Fundargerðirnar lagðar fram.  Í fundargerðunum er ein afgreiðsla er varðar Hörgársveit beint.

6.        Skipun í fulltrúaráð Eyþings

Lagt fram erindi frá framkvæmdastjóra Eyþings þar sem bent er á að kjósa eigi í fulltrúaráð Eyþings til tveggja ára í senn.

Fulltrúar Hörgársveitar í fulltrúaráð Eyþings voru kjörnir:

Aðalmaður:        Axel Grettisson

Varamaður:       Jóhanna María Oddsdóttir

7.        Samstarf sveitarfélaga, erindi frá bæjarstjórn Akureyrar

Lagt fram erindi þar sem kynnt er bókun bæjarstjórnar Akureyrar frá 6. desember 2016 þar sem óskað er eftir samstarfi við önnur sveitarfélög í Eyjafirði um að gera fýsileikakönnun á sameiningu sveitarfélaga.  Með erindinu vill forseti bæjarstjórnar Akureyrar kanna hug sveitarstjórnar Hörgársveitar til samstarfs við gerð könnunar þeirrar sem rætt er um í bókuninni.

Sveitarstjórn Hörgársveitar telur ekki tímabært að fara í slíka könnun að þessu sinni.

8.        Skipulags- og byggingarfulltrúi EyjafjarðarsvæðisKynnt var ráðning Vigfúsar Björnssonar í nýtt embætti skiplags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðarsvæðis.  Vigfús mun taka formlega við embætti 1. apríl n.k.

9.        Flokkun ehf, breyting á starfsemi

Kynnt var breyting á starfsemi Flokkunar ehf sem samþykkt var á hlutahafafundi þann 13. jan. s.l.og lagður fram samningur sem gerður var milli Flokkunar ehf og Moltu ehf.

Axel Grettisson vék að fundi undir þessum lið.

10.        Reykjavíkurflugvöllur – lokun neyðarbrautar

Sveitarstjórn Hörgársveitar leggur áherslu á nauðsyn þess að sé ávallt greið leið með sjúklinga að eina hátæknisjúkrahúsi landsins, sjúkrahúsi allra landsmanna, sem staðsett er í miðborg Reykjavíkur. Lokun Neyðarbrautarinnar svokölluðu á Reykjavíkurflugvelli hefur á undangengnum vikum leitt til þess að sjúkraflugvélar hafa ekki getað lent í Reykjavík né annars staðar á Suðvestur horninu með alvarlega veika einstaklinga, sem hafa þurft á bráðnauðsynlegri umönnun að halda. Það er því ófrávíkjanleg krafa að Neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar verði opnuð aftur þar til önnur og jafngóð lausn finnst. 
Sveitarstjórn Hörgársveitar skorar á Borgarstjórn Reykjavíkur, nýjan Samgöngu-ráðherra og Alþingi að stuðla að því að svo geti orðið.

11.            Íþróttamaður UMSE 2016, styrkumsókn

Lagt fram erindi frá UMSE þar sem óskað er eftir styrk vegna kostnaðar við kjör íþróttamanns UMSE sem haldið er í Hlíðarbæ 19. janúar 2017.

Sveitarstjórn samþykkti að veita styrk að upphæð kr. 30.000,-

12.        Bændur græða landið, styrkumsókn

Lagt fram erindi frá Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir styrk til verkefnisins.

Sveitarstjórn samþykkti að veita styrk að upphæð kr, 20.000,-

13.        Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, umsókn um tækifærisleyfi

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi til skemmtanahalds vegna þorrablóts í Íþróttamiðstöðinni Þelamörk þann 4. febrúar n.k.

Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd fyrir sitt leiti við að leyfið verði veitt.

14.        Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, umsókn um nýtt rekstarleyfi

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar, veitingu veitinga og útiveitinga að Richardshúsi Hjalteyri.

Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd fyrir sitt leiti við að leyfið verði veitt.

15.        Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, umsókn um nýtt rekstarleyfi

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar og veitingu veitinga að Ytri-Bægisá 2.

Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd fyrir sitt leiti við að leyfið verði veitt.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 16:30