Sveitarstjórn, fundur nr. 73

27.10.2016 15:00

Fimmtudaginn 27. október 2016 kl. 15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins á nýjum stað í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn:  Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir, Jón Þór Benediktsson og Ásrún Árnadóttir.

 

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

 

Þetta gerðist:

 

1.        Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis frá 20.9.2016

Fundargerðin lögð fram en þar eru fjögur mál er varða Hörgársveit.

2.        Fundargerð HNE frá 15.9.2016

Fundargerðin lögð fram ásamt fjárhagsáætlun embættisins fyrir árið 2017.

3.        Fundargerðir Tónlistarskóla Eyjafjarðar frá 4.5., 23.6. og 6.10.2016

Fundargerðirnar lagðar fram ásamt yfirliti yfir áætlaðan hlut Hörgársveitar í rekstri skólans 2017.

4.        Íbúðalánasjóður – framkvæmd laga um almennar íbúðir

Bréf Íbúðalánasjóðs lagt fram.

5.        Brunabótafélag Íslands – ágóðahlutagreiðsla 2016

Lagt fram bréf frá Eignarhaldfélaginu Brunabótafélag Íslands þar sem kynnt er að ágóðahlutagreiðsla Hörgársveitar 2016 að upphæð kr. 71.500,-

6.        Málefni Menntaskólans á Tröllaskaga

Á ágúst fundi var frestað afgreiðslu erindis þar sem fram kemur annars vegar ósk um að Hörgársveit taki þátt í kostnaði við byggingaframkvæmdir við MTR og hinsvegar er um að ræða drög að samningi um þátttöku Hörgársveitar í leigu á húsnæði fyrir kennsluaðstöðu.

Sveitarstjórn samþykkti fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að undirrita hann.

7.        Hallfríðarstaðakot – íbúðarhús

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild sveitarfélagsins til að skráningunni á húseigninni að Hallfríðarstaðakoti verði breytt úr sumarhúsi í íbúðarhús.

Sveitarstjórn samþykkti erindið fyrir sitt leiti.

8.         Moldhaugar – landsspilda

Lagt fram erindi ásamt uppdrætti þar sem óskað er eftir heimild til að stofna landsspildu út úr jörðinni Moldhaugar.

Sveitarstjórn samþykkti erindið fyrir sitt leiti.

9.        Lækjarvellir 3-5, samningar 

Lagðir fram samningur um lóðirnar og lóðaleigusamningur milli Hörgársveitar og Kiðholts ehf vegna lóðanna. 

Sveitarstjórn samþykkti samningana.

10.        Heimavistarálma Þelamerkurskóla

Rætt um um breytta nýtingu heimavistarálmu.

Oddvita og sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

11.        Flokkun Eyjafjörður ehf

Farið yfir áform um breytingar á umfangi starfsemi Flokkunar.

Sveitarstjórn samþykkti að veita sveitarstjóra umboð til að fara með hlut sveitarfélagsins á fyrirhuguðum hluthafafundi.

Axel Grettisson vék af fundi undir þessum lið.

12.        Dysnes þróunarfélag ehf.

Rætt um framtíðaráform um uppbyggingu á Dysnesi og möguleika á vegtengingu að svæðinu.

Sveitarstjórn Hörgársveitar lýsir áhuga sínum á aðkomu sveitarfélagsins að Dysnesi þróunarfélagi ehf.

13.        Greið leið ehf. – hlutafjáraukning

Lagt fram bréf frá Greiðri leið ehf.  dags. 4. október 2016 þar sem boðinn er forkaupsréttur í hlutafjáraukningu félagsins.

Sveitarstjórn samþykkti að nýta forkaupsrétt Hörgársveitar í 38,9 milljón kr. hlutafjáraukningu. Hlutur sveitarfélagsins í aukningunni er 1,33%, eða kr. 518.134,-.

14.        Hjalteyri ehf – hluthafafundur

Lagt fram fundarboð á hluthafafund hjá Hjalteyri ehf þann 10. nóvember n.k.

Sveitarstjórn samþykkti að Jón Þór Benediktsson fari með hlut Hörgársveitar á fundinum.

15.        Kjörskrá vegna alþingiskosninganna 29. október 2016

Kjörskráin lögð fram.

Sveitarstjóra er veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem upp kunna að koma, fram að kjördegi vegna alþingiskosninganna 29. október n.k. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

16.        Fjárhagsáætlun 2017 – 2020, fyrri umræða.

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2017 og yfirlit rekstraráætlana fyrir árin 2017-2020. Tillagan gerir fyrir ráð fyrir að á árinu 2017 verði rekstrarafgangur kr. 15,6 millj. kr og að veltufé frá rekstri á árinu verði 38,5 millj. kr.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun áranna 2017-2020 til síðari umræðu.

17.        Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 20:00