Sveitarstjórn, fundur nr. 70

16.06.2016 15:00

Sveitarstjórn Hörgársveitar

 

70. fundur

 

 Fundargerð

 

Fimmtudaginn 16. júní 2016 kl. 15:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn:  Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir, Jón Þór Benediktsson og Ásrún Árnadóttir.

 

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

 

Þetta gerðist:

1.        Fundargerðir Eyþings frá 20. apríl og 11. maí 2016

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

2.        Fráveita Lónsbakka

Lögð fram áætlun frá KPMG vegna verðmatsútreikninga fyrir Norðurorku og Hörgársveit vegna könnunar á fráveitumálum Lónsbakka.

Sveitarstjórn samþykkti að láta framkvæma verðmatsútreikningana á grundvelli áætlunarinnar.

3.        Heimavistarálma Þelamerkurskóla

Lagt fram uppkast að auglýsingu.

Sveitarstjórn samþykkti að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að koma að breyttri nýtingu heimavistarálmu Þelamerkurskóla.

4.        Ósk um afmörkun lóðar í landi Steinstaða II

Lagt fram er erindi þar sem óskað er eftir stofnun lóðar í landi Steinstaða II.  Umsókninni fylgir uppdráttur.

Sveitarstjórn samþykkti að veita heimild til að stofna lóð fyrir íbúðarhús, bílskúr og geymslu úr jörðinni Steinstaðir II skv. framlögðum gögnum.

Ásrún Árnadóttir vék af fundi undir þessum lið.

5.        Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, nýtt rekstrarleyfi

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um nýtt starfsleyfi fyrir sölu gistingar á Búlandi.

Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd fyrir sitt leiti við að rekstrarleyfið verði veitt.

6.        Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, breyting á forsvarsmanni á rekstarleyfi

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um breytingu á forsvarsmanni á rekstarleyfi að Engimýri III.

Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd fyrir sitt leiti við að breytingin verði gerð.

7.        Aðalfundur Hjalteyrar ehf

Boðað er til aðalfundar Hjalteyrar ehf fimmtudaginn 16. júní kl. 17.00

Sveitarstjórn samþykkti að Jón Þór Benediktsson fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

8.        Fjárhagsáætlun 2017

Lögð fram tímaáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2017.

9.        Skólaakstur

Lögð fram áætlun um skólaakstur næsta skólaár.

Sveitarstjórn samþykkti að semja við núverandi samningsaðila um skólaakstur á næsta skólaári á grundvelli fyrri samninga.

Ásrún Árnadóttir og Jón Þór Benediktsson véku af fundi undir þessum lið.

10.        Kjörskrá vegna forsetakosninga 2016

Lögð fram kjörskrá fyrir Hörgársveit vegna forsetakosninga 25. júní 2016.

Sveitarstjórn samþykkti framlagða kjörskrá. Sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 25.júní nk.  í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

11.        B. Jensen uppsetning brennsluofns

Lagt fram erindi ásamt fylgigögnum þar sem óskað er eftir afstöðu til fyrirhugaðrar uppsetningar.

Sveitarstjórn tekur undir álit skipulags- og umhverfisnefndar frá 23. maí 2016 og felur sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að vinna að lausn í samvinnu við önnur sveitarfélög á Norðurlandi og í samræmi við Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015 - 2026.

Þar sem vinna að þeirri lausn tekur einhvern tíma er ekki gerð athugasemd við að starfsleyfi verði veitt í eitt ár vegna umrædds brennsluofns til að brenna áhættuvefjum eingöngu úr flokki 1 og 2 á athafnalóð kjötvinnslu B. Jensen að Lóni í Hörgársveit. Farið er fram á að á þeim tíma verði rækilega haft af hendi HNE eftirlit með notkun ofnsins og gerðar þær mælingar sem þarf til að fá fullvissu um að starfræksla hans standist kröfur um loft- lyktar- og hávaðamengun.  Komi í ljós að ofninn standist ekki slíkar kröfur er farið fram á að starfsleyfið verði skilyrt því ákvæði að stöðva megi notkun hans þá þegar.   Að ári liðnu verði starfsleyfið ekki framlengt nema að undangenginni umsögn sveitarstjórnar Hörgársveitar og ef ekki verða aðrar samræmdar lausnir um brennslu áhættuvefja í flokki 1 og 2 komnar fram á Norðurlandi.

12.        Tónlistarskólinn á Akureyri – tónlistarnám á grunnstigi.

Erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri varðandi ósk um þátttöku sveitarfélagsins í kostnaði við nám á grunnstigi.

Sveitarstjórn samþykkti að hafna erindinu.

13.        Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 17:05