Sveitarstjórn, fundur nr. 69

25.05.2016 15:00

Sveitarstjórn Hörgársveitar

 

69. fundur

 

Fundargerð

 

Miðvikudaginn 25. maí 2016 kl. 15:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn:  Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir, Jón Þór Benediktsson og Ásrún Árnadóttir.

 

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

 

Þetta gerðist:

1.        Ársreikningur Hörgársveitar 2015, síðari umræða

Fyrir fundinum lá endurskoðunarskýrsla frá PWC. Fyrri umræða um ársreikning sveitarsjóðs fyrir árið 2015 fór fram 20. apríl 2016. Þá var hann afgreiddur til síðari umræðu.

Sveitarstjórn staðfesti ársreikning sveitarsjóðs fyrir árið 2015 með undirritun sinni á ársreikninginn.

2.        Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 23. maí 2016

Fundargerðin er í sjö liðum og þarfnast þrír liðir afgreiðslu sveitarstjórnar,

a) Í 1.lið, Deiliskipulagsbreyting venga Skógarhlíðar 14

Sveitarstjórn samþykkti svör nefndarinnar vegna grenndarkynningar og samþykkti tillögu að breytingu á deiliskipulagi og felur skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra að annast gildistöku hennar.

b) Í 2. lið, Náma í landi Flögu, umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi

Sveitarstjórn samþykkti það mat nefndarinnar að framkvæmd við efnistöku úr námu í landi Flögu muni ekki hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Sveitarstjórn samþykkti að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku á allt að 3.000 m3 af efni úr námu í landi Flögu með fyrirvara um samþykki landeigenda.

c) Í 7. lið, Erindi Orkustofnunar varðandi umsókn um leyfi til leitar og rannsókna á málmum í Hörgárdal, Öxnadal og nágrenni á Tröllaskaga.

Sveitarstjórn samþykkti að ekki verði gerð athugasemd við umsóknina.

3.        Fundargerð fræðslunefndar frá 23. maí 2016

Fundargerðin er í sjö liðum og þarfnast þrír liðir afgreiðslu sveitarstjórnar,

a) Í 1.lið, skóladagatal Álfasteins 2016-2017, umræður og afgreiðsla

Sveitarstjórn samþykkti skóladagatalið og ársáætlun Álfasteins 2016-2017.

b) Í 4 lið, Skólastefna Hörgársveitar

Sveitarstjórn samþykkti skólastefnu Hörgársveitar og felur sveitarstjóra að sjá til þess að hún fái almenna kynningu.

c) Í 5. lið, Skóladagatal Þelamerkurskóla 2016-2017, umræður og afgreiðsla

Sveitarstjórn samþykkti skóladagatalið og ársáætlun Þelamerkurskóla 2016-2017.

4.        Fundargerð bygginganefndar Eyjafjarðarsvæðis frá 20. apríl 2016

Fundargerðin lögð fram.  Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.  

5.        Vinnuskóli 2016

Fyrir fundinum lá minnisblað með upplýsingum um fjölda í vinnuskólanum og fyrirhugað fyrirkomulag hans.

Sveitarstjórn samþykkti að laun í vinnuskóla sumarið 2016 verði 770 kr./klst. fyrir börn fædd 2002, 880 kr./klst. fyrir börn fædd 2001 og 1.120 kr./klst. fyrir börn fædd 2000. Orlof er innifalið.

6.        Gatnaframkvæmdir Hjalteyri

Umræður um gatnaframkvæmdir Hjalteyri í framhaldi af samþykkt í viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2016 sem gerð var á síðasta fundi.

7.        Bréf frá Landgræðslu ríkisins varðandi vöktun úthaga

Bréfið lagt fram til kynningar ásamt meðfylgjandi ásamt fylgigögnum.

8.        Hagaganga, leyfisveitingar

Lagt fram yfirlit yfir umsóknir um hagagönguleyfi 2016.

Sveitarstjórn samþykkti að veita leyfi fyrir hagagöngu til eins árs á grundvelli    fyrirliggjandi umsókna enda liggi fyrir samþykki viðkomandi landeiganda. Þá liggi fyrir mat fulltrúa Landgræðslu ríkisins á þoli hlutaðeigandi jarða.

9.        Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, nýtt rekstrarleyfi

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um nýtt starfsleyfi fyrir sölu veitinga í Verksmiðjunni Hjalteyri.

Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd fyrir sitt leiti við að rekstrarleyfið verði veitt.

10.        Flugklasinn Air66N

Lagt fram bréf dags. 19. maí 2016 þar sem m.a. er óskað eftir áframhaldandi aðkomu sveitarfélagsins á árinu 2017 með framlagi sem nemur 300 kr. á íbúa.

Sveitarstjórn samþykkti að veita til verkefnisins kr. 300 á íbúa vegna ársins 2017.

11.        Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 17:40