Sveitarstjórn, fundur nr. 65

21.01.2016 15:00

Sveitarstjórn Hörgársveitar

65. fundur

 

Fundargerð

 

Fimmtudaginn 21. janúar 2016 kl. 15:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn:  Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir, Jón Þór Benediktsson og Ásrún Árnadóttir.

 

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

 

Þetta gerðist:

1.        Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 18.1.2016

Fundargerðin er 9 liðum.  Afgreidd var tillaga nefndarinnar í 5 lið.

Sveitarstjórn tekur undir það mat skipulags- og umhverfisnefndar að skilyrði um sameiginlegt umhverfismat séu ekki uppfyllt og samþykkir að mæla ekki með sameiginlegu mati enda hefur Blöndulína 3 þegar farið í umhverfismat og því er ekki ástæða til þess að meta umhverfisáhrif hennar að nýju.

 

2.        Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra 15.12.2015 og 13.1.2016

Fundargerðirnar lagðar fram. Ekkert í fundargerðunum varðar Hörgársveit beint.

 

3.        Fundargerð framkvæmdastjórnar byggingarfulltrúaembættis Eyjafjarðar frá 24.11.2015

Fundargerðin lögð fram ásamt ársreikningi 2014 og áætlun 2016.

Sveitarstjórn staðfesti ársreikning 2014 og áætlun 2016 fyrir sitt leiti.

 

4.        Fundargerðir byggingarfulltrúa Eyjafjarðarsvæðis frá 16.12.2015

Fundargerðin lögð fram. 

Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

5.        Fundargerð stjórnar Eyþings frá 8. desember 2015

Fundargerðin lögð fram.

 

6.        Bréf frá Eyjafjarðarsveit varðandi uppsögn á samningi um byggingar-fulltrúaembætti Eyjafjarðarsvæðis og skipan svæðis-byggingarnefndar.

Bréfið lagt fram ásamt svarbréfi sem sent var Eyjafjarðarsveit eftir fund oddvita og sveitarstjóra Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps.

Sveitarstjórn Hörgársveitar móttekur uppsögn Eyjafjarðarsveitar og staðfestir svar oddvita og sveitarstjóra Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps skv. bréfi dags. 11.janúar 2016.

 

7.        Reglur um niðurgreiðslu þátttökugjalda barna í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi.

Umræður um hvort breyta eigi upphæð styrksins.

Sveitarstjórn samþykkti að upphæð styrksins sem gildir fyrir árið 2016 verði

kr. 12.000,-. 

 

8.        Kosning aðalmanns í kjörstjórn

Sveitarstjórn samþykkti að kjósa Jónínu Garðarsdóttur sem aðalmann í kjörstjórn í stað Jónínu Grétarsdóttur og að kjósa Halldóru Elínu Jóhannsdóttur sem varamann í kjörstjórn.

 

9.        Bréf frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna tilnefningar í stjórn Legatssjóðs Jóns Sigurðssonar

Bréfið lagt fram.

Sveitarstjórn samþykkti að mæla með því að Eyþing verði falið að tilnefna í stjórn sjóðsins í stað Héraðsnefndar Eyjafjarðar.

 

10.        Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands varðandi framlengingu á samstarfssamningi.

Erindið þar sem óskað er eftir framlengingu á samstarfssamningi lagt fram.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að ræða við Markaðsstofuna um framlengingu samstarfssamnings.

 

11.        Umsókn um stækkun á byggingareit fyrir ferðaþjónustuhús Ytri-Bægisá.

Lagt fram erindi frá Stefáni Lárusi Karlssyni þar sem hann óskar heimildar til að stækka byggingareit (verði 24x40) fyrir ferðaþjónustuhús að Ytri-Bægisá, en sveitarstjórn samþykkti staðsetninguna og byggingareit (12x18) fyrir sitt leiti á fundi sínum þann 19.11.2015. Umsókninni fylgir uppdráttur ásamt skriflegu samþykki annarra eigenda að Ytri-Bægisá.

Sveitarstjórn samþykkti erindið fyrir sitt leiti.

 

12.        Laugaland, breyting á eignarhaldi

Farið áfram yfir stöðu mála.  Oddviti og sveitarstjóri vinna áfram að málinu í samvinnu við tækniþjónustu og lögmann.

 

13.        Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 17:10