Sveitarstjórn, fundur nr. 59

16.06.2015 15:00

Sveitarstjórn Hörgársveitar

 

59. fundur

 

Fundargerð

 

Þriðjudaginn 16. júní 2015 kl. 15:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn:  Axel Grettisson, Ásrún Árnadóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir og Jón Þór Benediktsson,  

 

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

 

Þetta gerðist:

 

1.        Fundargerð skipulags og umhverfisnefndar 10. júní 2015

Fundargerðin er í 6 liðum. Þar af eru fjórir liðir til afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) í 2. lið Lækjarvellir 2, fyrirspurn um lóð.

Sveitarstjórn samþykkti að fá forsvarsmenn Íslenska gámafélagsins ehf á fund til að ræða erindið.

b) í 3. lið Lækjarvellir ósk frá Ómari Má Þóroddssyni um viðræður varðandi breytingu á deiliskipulagi og lóðarúthlutun  Lækjarvöllum.

Sveitarstjórn samþykkti að fá bréfritara á fund til að ræða erindið.

c) í 4 lið Skútar/Moldhaugar, framkvæmdaleyfi fyrir geymslusvæði.

Sveitarstjórn samþykkti að veita framkvæmdaleyfi fyrir geymslusvæðið enda verði það tryggt að sjónmanir verði það háar að þær uppfylli ákvæði deiliskipulags um sjónræn áhrif á svæðinu og verði að lágmarki 3 metrar.

d) í 5. lið Arnarnes umsókn um framkvæmdaleyfi frá Norðurorku ehf.

Sveitarstjórn samþykkti að veita framkvæmdaleyfið.

2.        Aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024

Farið var yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á aðalskipulagstillögunni að ábendingu Skipulagsstofnunar.

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti aðalskipulagstillöguna og umhverfisskýrsluna með áorðnum breytingum.  Jafnframt samþykkti sveitarstjórn að senda tillöguna með áorðnum breytingum til Skipulagsstofnunar að nýju til formlegrar afgreiðslu fyrir auglýsingu í samræmi við skipulagslög 123/2010.

3.        Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra

Fyrir fundinum lágu fundargerðir frá 172. og 173. fundi nefndarinnar. Í þeim eru tvö atriði sem varða Hörgársveit. Umsögn til Skipulagsstofnunar vegna frummatsskýrslu um efnistöku í Hörgá og samþykkt starfsleyfis  vegna reksturs á Hótel Hjalteyri.

Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

4.        Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar, 19.maí 2015

Fyrir fundinum lá fundargerð frá 112. fundi nefndarinnar.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

5.        Framkvæmdir ársins 2015.

Lagt fram yfirlit yfir fyrirhugaðar framkvæmdir ársins og hvernig þær rúmast innan samþykktrar fjárhagsáætlunar.

6.        Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

Fyrir fundinum lá lánasamningur frá Lánasjóði sveitarfélaga vegna lántöku sveitarfélagsins til framkvæmda samkvæmt fjárhagsáætlun 2015.

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 50.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem lágu fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna endurbætur á skólahúsnæði í sveitarfélaginu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Snorra Finnlaugssyni, kt. 210260-3829 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hörgársveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

7.        Laugaland, breyting á eignarhaldi

Farið var áfram yfir stöðu mála.

8.        Berghóll II, sala

Fyrir fundinum lágu samningsdrög vegna sölu á eigninni til Skútabergs ehf.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

9.        Fræðslunefnd, fyrirkomulag námshópa í Þelamerkurskóla næsta skólaár.

Á síðasta fundi sveitarstjórnar var afgreiðslu á þessu máli frestað.  Fyrir fundinum lá tillaga að skiptingu námshópa og stöðugildi umsjónarkennara.

Sveitarstjórn samþykkti tillögu að skiptingu námshópa og að stöðugildi umsjónarkennara verði óbreytt frá síðasta skólaári eða 6 stöðugildi.

10.        Fjárhagsáætlun 2016, tímaáætlun

Lögð var fram tímaáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2016.

11.        Skógræktarfélag Eyjafjarðar, erindi dags. 8. júní 2015

Fyrir fundinum lá erindi þar sem hvatt er til þátttöku sveitarfélaga á starfssvæði félagsins í hátíðahöldum 27. – 28. júní n.k. með gróðursetningu trjáa í tilefni af því að 35 ár eru liðin síðan Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands.  Samsvarandi erindi frá framkvæmdastjóra sambands íslenskra sveitarfélaga lá líka fyrir fundinum.

Sveitarstjórn samþykkti að verða við erindinu.

12.        Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, starfsleyfi.

Fyrir fundinum lá erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um starfsleyfi fyrir Gistiheimilið Lónsá.

Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd fyrir sitt leiti við að rekstrarleyfið verði veitt.

13.        Ályktun vegna Aflsins

Fyrir fundinum lá ályktun varðandi starfsemi Aflsins.

Sveitarstjórn samþykkti að taka undir fyrirliggjandi ályktun varðandi starfssemi Aflsins.

14.        Trúnaðarmál.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl.17:55