Sveitarstjórn, fundur nr. 47

18.06.2014 15:00

Miðvikudaginn 18. júní 2014 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Niðurstaða kosninga til sveitarstjórnar í Hörgársveit þann 31. maí 2014 urðu þau að J-listi Grósku fékk 139 atkvæði og þrjá menn kjörna, L-listi Lýðræðislistans fékk 80 atkvæði og einn mann kjörinn og N-listi Nýrra tíma 78 atkvæði og einn mann kjörinn. Skv. því voru eftirtaldir kosnir i sveitarstjórnina: Axel Grettisson, Ásrún Árnadóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir og Jón Þór Bendiktsson.

 

Fundarmenn voru allir nýkjörnir fulltrúar í sveitarstjórninni.

 

Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.

 

Helgi Bjarni Steinsson setti fundinn og stjórnaði honum uns oddviti hafði verði kosinn.

 

Þetta gerðist:

 

1. Kosning oddvita

Við kosningu oddvita hlaut Axel Grettisson 5 atkvæði. Samkvæmt því var Axel Grettisson lýstur réttkjörinn oddviti til loka kjörtímabilsins.

 

Nýkjörinn oddviti, Axel Grettisson, tók nú við stjórn fundarins.

 

2. Kosning varaoddvita

Við kosningu varaoddvita hlaut Jóhanna María Oddsdóttir 3 atkvæði, Helgi Steinsson 1 atkvæði og Jón Þór Benediktsson 1 atkvæði. Samkvæmt því var Jóhanna María Oddsdóttir lýst réttkjörin varaoddviti til loka kjörtímabilsins.

 

3. Ráðning sveitarstjóra

Sveitarstjórn samþykkti að Guðmundur Sigvaldason verði ráðinn sveitarstjóri og fól oddvita og varaoddvita að gera við hann ráðningarsamning út kjörtímabilið, sem lagður verði fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

 

4. Kosning í fastanefndir

Sveitarstjórn kaus eftirtalda í fastanefndir sveitarfélagsins:

 

Fræðslunefnd

aðalmenn:                                      varamenn: 

Axel Grettisson, formaður                Garðar Lárusson

María Albína Tryggvadóttir               Jóhanna María Oddsdóttir

Ásrún Árnadóttir                             Ingibjörg Stella Bjarnadóttir

 

Skipulags- og umhverfisnefnd

aðalmenn:                                      varamenn:

Jón Þór Benediktsson, formaður        Helgi Þór Helgason

Róbert Fanndal                                Stefán Magnússon

Jóhanna María Oddsdóttir                 Sigríður Guðmundsdóttir

 

Fjallskilanefnd, með fyrirvara um staðfestingu ráðuneytis á breytingu á samþykkt  um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar, sbr. 5. lið í þessari fundargerð

aðalmenn:                                       varamenn:

Aðalsteinn H. Hreinsson, formaður     Stefán Lárus Karlsson

Jónas Þór Jónasson                           Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir

Sigríður Kr. Sverrisdóttir                   Davíð Jónsson

 

Félagsmála- og jafnréttisnefnd

aðalmenn:                                       varamenn:

Bragi Konráðsson, formaður              Sigmar Bragason

Ingibjörg Stella Bjarnadóttir              Ingibjörg Arnsteinsdóttir

Andrea R. Keel                                 Sunna Hlín Jóhannesdóttir

 

Atvinnu- og menningarmálanefnd,með fyrirvara um staðfestingu ráðuneytis á breytingu á samþykkt  um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar, sbr. 5. lið í þessari fundargerð

aðalmenn:                                       varamenn:

Jóhanna María Oddsdóttir, formaður  Jón Þór Bendiktsson

Bernharð Arnarson                           Gústav Geir Bollason

Sigríður Guðmundsdóttir                   María Albína Tryggvadóttir

Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir                 Helgi Þór Helgason

Þórður R Þórðarson                          Jónas Ragnarsson

 

Atvinnumálanefnd

Með fyrirvara um staðfestingu ráðuneytis á breytingu á samþykkt  um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar, sbr. 5. lið í þessari fundargerð, fór ekki fram kosning í nefndina

 

Kjörstjórn

aðalmenn:                                        varamenn:

Helgi B. Steinsson, formaður              Stefán Magnússon

Jónína B. Grétarsdóttir                       Bryndís Olgeirsdóttir

Viðar Þorsteinsson                             Jónína Garðarsdóttir

 

Í stjórn Hafnasamlags Norðurlands

aðalmaður:                                       varamaður:

Axel Grettisson                                  Jón Þór Benediktsson

 

Í bygginganefnd Eyjafjarðarsvæðis

aðalmaður:                                       varamaður:

Egill Bjarnason                                  Klængur Stefánsson

 

Í svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar:

aðalmenn:                                        varamenn:

Guðmundur Sigvaldason                    Axel Grettisson

Jón Þór Benediktsson                         Jóhanna María Oddsdóttir

 

Í skólanefnd Tónlistarskóla Eyjafjarðar

aðalmaður:                                       varamaður:

Sigríður Guðmundsdóttir                    María Albína Tryggvadóttir

 

Í þjónusturáði vegna þjónustu við fatlað fólk

aðalmaður:                                       varamaður:

Guðmundur Sigvaldason                     Axel Grettisson

 

Í stjórn Minjasafnsins á Akureyri (aðalmaður/varamaður)

Bernharð Arnarson

 

Fulltrúi á landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga

aðalmaður:                                       varamaður:

Axel Grettisson                                  Jóhanna María Oddsdóttir

 

Fulltrúar á aðalfund Eyþings

aðalmenn:                                        varamenn:

Guðmundur Sigvaldason                    Axel Grettisson

Jón Þór Benediktsson                         Ásrún Árnadóttir

 

Fulltrúi á haustfund Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar

aðalmaður:                                      varamaður:

Axel Grettisson                                 Jóhanna María Oddsdóttir

 

5. Breyting á samþykkt um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar, fyrri umræða

Sveitarstjórn samþykkti að gerðar verði eftirfarandi breytingar á 40. gr. gildandi samþykktar um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar:

·  5. töluliður A.-liðar orðist svo: Fjallskilanefnd. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara, sbr. 2. gr. laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986. Fjallskilanefnd hefur heimild til fullnaðarákvarðana um skipulag fjallskila í sveitarfélaginu, þ.m.t. að jafna niður gangnadagsverkum, sbr. 29. gr. þessarar samþykktar.

·  6. töluliður A.-liðar falli niður.

·  7. töluliður A.-liðar orðist svo: Atvinnu- og menningarmálanefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.

·  Í B.-lið bætist við töluliður, sem verði númer 7 (númer annarra breytast til samræmis) svohljóðandi: Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar. Tveir aðalmenn og tveir varamenn skv. 2. gr. starfsreglna fyrir svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar nr. 501/2014.

· Í C.-lið bætist við 13. töluliður: Menningarráð Eyþings

Sveitarstjórnin samþykkti að 1. mgr. 8. gr. samþykktarinnar verði breytt þannig að reglulegir fundir sveitarstjórnar verði þriðja fimmtudag í mánuði, kl. 15:00, nema í júlímánuði.

 

6. Laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna

Sveitarstjórn samþykkti að laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna á kjörtímabilinu verði sem hér segir:

Oddviti: 15% af þingfararkaupi á mánuði og 3% af þingfararkaupi fyrir setinn fund

Aðrir fulltrúar í sveitarstjórn: 5% af þingfararkaupi á mánuði og 2% af þingfararkaupi fyrir setinn fund

Varamenn í sveitarstjórn: 2% af þingfararkaupi fyrir setinn fund

Formaður nefndar: 3% af þingfararkaupi fyrir setinn fund   

Aðrir nefndarmenn:2% af þingfararkaupi fyrir setinn fund

 

7. Innanríkisráðuneytið, álit á framkvæmd útboðs á skólaakstri

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 26. maí 2014, frá Prima lögmönnum þar sem fyrir  hönd FAB Travel ehf. er boðin sátt um framkvæmd skólaaksturs 2013-2014.

 

8. Verbúðalóðir á Hjalteyri, úthlutun

Rætt um fyrirkomulag við úthlutun þeirra verbúðalóða, sem fyrirliggjandi tillaga að breyttu deiliskipulagi á Hjalteyri gerir ráð fyrir. Um er að ræða níu verbúðir í þremur húsum.

Sveitarstjórn samþykkti að nýjar verbúðalóðir á Hjalteyri verði auglýstar lausar til umsóknar með umsóknarfresti til 10. ágúst 2014. Ennfremur samþykkti sveitarstjórnin að gatnagerðargjald vegna hverrar verbúðar verði 350.000 kr.

 

9. Tónlistarskóli Eyjafjarðar, ársskýrsla

Lögð fram til kynningar árskýrsla Tónlistarskóla Eyjafjarðar 2013-2014, ásamt áætlun um launakostnað á haustönn 2014. Áætlunin fyrir Hörgársveit er 5.615 þús. kr. (4 mánuðir). Þá voru lagðar fram til kynningar fundargerðir skólanefndar Tónlistarskólans 14. apríl, 7. maí og 11. júní 2014.

 

10. Þrastarhóll, stöðuleyfi geymslugáms

Lagt fram afrit af umsókn til byggingarnefndar um stöðuleyfi fyrir geymslugám í landi Þrastarhóls.

Sveitarstjórn samþykkti að leggjast gegn því að fyrirliggjandi umsókn um stöðuleyfi geymslugáms í landi Þrastarhóls verði samþykkt og ennfremur að settar verði reglur um útfærslu ákvæða byggingareglugerðar um gáma og annað bráðabirgðahúsnæði.

Axel Grettisson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

 

11. Neðri-Vindheimar, landskipti

Lögð fram afstöðumynd sem sýnir afmörkun á 30 ha landspildu sem fyrirhugað er að taka undan jörðinni Neðri-Vindheimum. Óskað er eftir umsögn um landskiptin, sbr. 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti þau landskipti að Neðri-Vindheimum sem lýst er í framlögðum gögnum.

 

12. Skriðuland, landskipti

Lögð fram fram afstöðumynd sem sýnir afmörkun á landspildu, sem er 10.545 m2, sem fyrirhugað er að taka undan jörðinni Skriðulandi. Óskað er eftir umsögn um landskiptin sbr. 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

Sveitarstjórn samþykkti að fyrir sitt leyti þau landskipti að Skriðulandi sem lýst er í framlögðum gögnum.

 

13. Molta ehf., aðalfundarboð

Lagt fram aðalfundarboð Moltu ehf. Aðalfundurinn verður 30. júní 2014.

Sveitarstjórn samþykkti að Guðmundur Sigvaldason fari með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi Moltu ehf. 30. júní 2014 og Jóhanna María Oddsdóttir til vara.

 

14. Atvinnuþróunarfélag  Eyjafjarðar bs., aðalfundarboð

Lögð fram aðalfundarboð Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar bs. Aðalfundurinn verður 27. júní 2014.

Sveitarstjórn samþykkti að Guðmundur Sigvaldason fari með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar bs. 27. júní 2014.

 

15. Tækifæri hf., skráning hlutabréfa

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 26. maí 2014, frá Tækifæri hf. um skráningu hlutabréfa í félaginu.

 

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 22:40.