Sveitarstjórn, fundur nr. 38

18.09.2013 15:00

1. Fundargerð menningar- og tómstundanefndar, 29. ágúst 2013

Fundargerðin er í þremur liðum, þ.e. yfirferð yfir stöðu menningar- og tómstundamála, um umsókn í styrktarsjóð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands (EBÍ) og um starfslok menningar- og atvinnumálafulltrúa. Gerð er tillaga til sveitarstjórnar um framlag að fjárhæð allt að 450.000 kr. á móti hugsanlegum styrk frá EBÍ vegna verkefnis um uppbyggingarmöguleika á Möðruvöllum.

Sveitarstjórn samþykkti tillögu menningar- og tómstundanefndar um mótframlag sem nemur allt að 450 þús. kr vegna styrkumsóknar til EBÍ, sem þó verði að mestum hluta í formi vinnuframlags. Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

2. Fundargerðir skipulags- og umhverfisnefndar, 3. og 12. september 2013

Fyrri fundargerðin er í fimm liðum, um álit Skipulagsstofnunar á matsskýrslu umhverfismats vegna efnistöku á Moldhaugahálsi, um umsögn Umhverfisstofnunar um deiliskipulag Skúta/Moldhauga, um bréf Umhverfisstofnunar, dags. 16. ágúst 2013, um friðlýsingu Hólahóla og Hóladals, um tillögu að breytingu á skipulagslögum og um bréf, dags. 15. ágúst 2013, frá Akureyrarbæ um breytingu á aðalskipulagi Akureyrar.

Seinni fundargerðin er í fjórum liðum, um endurnýjun á umsókn, dags. 4. september 2013, frá GV-Gröfum ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku á Björgum II, um umsókn, dags. 3. september 2013, frá Skútabergi ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku á Moldhaugahálsi, um tölvubréf, dags. 9. september 2013, frá Ólafi Valssyni um opinn fund hjá nefndinni og um bréf, dags. 9. september 2013, frá Umhverfisstofnun um friðlýsingu á hluta Glerárdals. Gerðar eru tillögur til sveitarstjórnar um að framkvæmdaleyfi verði gefin út fyrir framangreindum framkvæmdum.

Sveitarstjórn samþykkti tillögur skipulags- og umhverfisnefndar um ítarlegri svör en áður hafa verið gefin við framkomnum athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi Skúta/Moldhauga, sbr. ábendingu Skipulagsstofnunar, og að af hálfu sveitarfélagsins fari fram undirbúningur að friðlýsingu Hólahóla og Hóladals.

Sveitarstjórn samþykkti, að tillögu skipulags- og umhverfisnefndar, að gefið verði út framkvæmdaleyfi með gildistíma til 31. mars 2029 fyrir efnistöku í landi Bjarga II, sbr. fyrirliggjandi umsókn, matsskýrslu mats á umhverfisáhrifum, álit Skipulagsstofnunar á matsskýrslunni og drög að framkvæmdaleyfi. Framkvæmdaleyfisgjald, kr. 90.000, greiðist, auk þess að eftirlit og mælingar vegna magntöku greiðist skv. reikningi, sbr. gjaldskrá.Ennfremur samþykkti sveitarstjórn, að tillögu skipulags- og umhverfisnefndar, að gefið verði út framkvæmdaleyfi með gildistíma til 31. desember 2063 fyrir efnistöku í landi Moldhauga og Skúta, sbr. fyrirliggjandi framkvæmdalýsingu og efnistökuáætlun, matsskýrslu mats á umhverfisáhrifum, álit Skipulagsstofnunar á matsskýrslunni og drög að framkvæmdaleyfi. Framkvæmdaleyfisgjald, kr. 90.000, greiðist, auk þess að eftirlit og mælingar vegna magntöku greiðist skv. reikningi, sbr. gjaldskrá.

Að öðru leyti gefa fundargerðirnar ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

Sunna H. Jóhannesdóttir óskaði bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu umsóknar um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku á Moldhaugahálsi.

 

3. Hjalteyri ehf., uppsögn samnings

Rætt um áhrif starfsloka menningar- og atvinnumálafulltrúa á efndum á samningi Hjalteyrar ehf. og Hörgárveitar, dags. 26. janúar 2012, um framkvæmdastjórn og húsvörslu fyrir félagið.

Sveitarstjórn samþykkti að samningi við Hjalteyri ehf., dags. 26. janúar 2012, um framkvæmdastjórn og húsvörslu verði sagt upp frá og með mánaðamótum september/október nk. og að sveitarstjóra væri falið að vinna að útfærslu á samningnum á uppsagnartíma hans, þ.e. til næstkomandi áramóta.

 

4. Umsókn um framlag til tónlistarnáms

Lögð fram umsókn um framlag til tónlistarnáms í öðru sveitarfélagi.

Sveitarstjórn samþykkti að veitt verði framlag til tónlistarnáms í öðru sveitarfélagi, hjá nemenda á framhaldsskólaaldri, á skólaárinu 2013-2014, sbr. fyrirliggjandi gögn, og að sótt verði um framlag til Jöfnunarsjóðs á móti.

 

5. Fjárhagsáætlun 2013, viðauki

Lögð fram drög að viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2013, sbr. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga. Auðkenni viðaukans er 02/2013.

Sveitarstjórn samþykkti viðauka nr. 02/2013 við fjárhagsáætlun 2013, sem gerir ráð fyrir hækkun heildarkostnaðar að fjárhæð kr. 9.673.000.

 

6. Torfnes, landskipti

Lagt fram tölvubréf, dags. 22. ágúst 2013, frá Önnu Þ. Gísladóttur með ósk um samþykki fyrir breyttum landskiptum á Torfnesi. Á fundi sveitarstjórnar 21. nóvember 2012 voru fyrri landskipti jarðarinnar samþykkt.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti breytt landskipti á Torfnesi eins og þeim er lýst í framlögðum gögnum.

 

7. Háls, umsögn um umsókn um rekstrarleyfi

Lagt fram tölvubréf, dags. 3. september 2013, frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn um rekstrarleyfi skv. gististaðaflokki II fyrir sumarhús að Hálsi.

Sveitarstjórn samþykkti að af hennar hálfu verði ekki gerð athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis skv. gististaðaflokki II fyrir sumarhús að Hálsi.

 

8. Fundargerð byggingarnefndar 20. ágúst 2013

Lögð fram til kynningar fundargerð bygginganefndar 20. ágúst 2013. Hún er í ellefu liðum. Þrír síðustu liðirnir varða Hörgársveit, um lengingu tveggja sumarhúsa í Fögruvík og um tvo færanlega vatnstanka á efnistökusvæði á Moldhaugahálsi.

 

9.        Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 23:00.