Sveitarstjórn, fundur nr. 34

17.04.2013 20:00

Miðvikudaginn 17. apríl 2013 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Helgi Þór Helgason, Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.

 

Þetta gerðist:

 

1. Ársreikningur sveitarsjóðs fyrir árið 2012, fyrri umræða

Lagður fram ársreikningur sveitarsjóðs fyrir árið 2012. Skv. ársreikningnum urðu rekstrartekjur sveitarsjóðs alls 430,5 millj. kr. og rekstrargjöld 415,8 millj. kr. á árinu 2012. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 8,5 millj. kr. Heildarrekstrarniðurstaða sveitarsjóðs á árinu varð því jákvæð upp á 6,2 millj. kr. Veltufé frá rekstri á árinu var 32,0 millj. kr. Handbært fé í árslok var 56,8 millj. kr. og lækkaði um 8,9 millj. kr. milli ára.

Aðalheiður Eiríksdóttir frá PriceWaterhouseCoopers kom á fundinn, fór yfir ársreikninginn og svaraði fyrirspurnum um hann.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa ársreikningi sveitarsjóðs fyrir 2012 til síðari umræðu.

 

2. Veikindaleyfi sveitarstjóra

Á fundinn kom Hjalti Jóhannesson til viðræðna um að taka að sér afleysingu fyrir sveitarstjóra vegna væntanlegs veikindaleyfis hans.

Sveitarstjórn samþykkti að ráða Hjalta Jóhannesson sem starfandi sveitarstjóra til 1. september 2013.

 

3. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 13. mars 2013

Fundargerðin er í fjórtán liðum, auk afgreiðslu á 10 umsóknum um starfsleyfi. Enginn þessara liða varða Hörgársveit með beinum hætti.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

4. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, 9. apríl 2013

Fundargerðin er í sex liðum. Í fundargerðinni eru fimm tillögur til sveitarstjórnar, þ.e. um að gert verði ráð fyrir efnistökusvæði á Gáseyri, um umsagnir um drög að tillögu að aðalskipulagi, um öflun upplýsinga vegna Blöndulínu 3, um umsögn um frummatsskýrslu vegna umhverfismats á efnistöku á Skútum og um útboð á söfnunarferðum úrgangsefna.

Sveitarstjórn samþykkti tillögur skipulags- og umhverfisnefndar um að gert verði ráð fyrir efnistökusvæði á Gáseyri, um meðferð umsagna um drög að tillögu að aðalskipulagi, um öflun upplýsinga vegna Blöndulínu 3, um umsögn um frummatsskýrslu vegna umhverfismats á efnistöku á Skútum, með breytingu á þeim sem gerð var á fundinum, og um útboð á söfnunarferðum úrgangsefna. Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

5. Fundargerð atvinnumálanefndar, 15. apríl 2013

Fundargerðin er í þremur liðum. Í fundargerðinni eru tvær tillögur til sveitarstjórnar, þ.e. um styrkveitingar til eflingar atvinnulífs í sveitarfélaginu og um útgáfu upplýsingabæklings fyrir ferðamenn. Auk þess er þar gerð gerð grein fyrir skyrslu

Sveitarstjórn samþykkti tillögu atvinnumálanefndar um styrkveitingar til eflingar atvinnulífs í sveitarfélaginu, þ.e. til Hjalteyrar ehf. kr. 350.000 og til Rúnars Gústafssonar kr. 350.000, og tillögu nefndarinnar um að kr. 400.000 verði varið til að gefa út upplýsingabækling um þá þjónustu, sem er í boði í sveitarfélaginu fyrir ferðamenn.Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar

 

6. Þelamerkurskóli, niðurstaða útboðs skólaaksturs

Lögð fram niðurstaða útboðs á skólaakstri í Þelamerkurskóla fyrir skólaárið 2013-2014. Útboðið gerði ráð fyrir að akstursleiðir væru fimm, sem hér segir: Leið 1 (Ytri-Bakki, Fagriskógur, Ós, Þrastarhóll – skóli), leið 2 (Staðartunga – skóli), leið 3 (Auðnir – skóli), leið 4 (Skjaldarvík, Gásir, Tréstaðir – skóli), leið 5 (Lónsbakki, Hraukbær, Pétursborg – skóli).

Sveitarstjórn samþykkti að gengið verði til samninga við Skíðarútuna ehf. um skólaakstur á leið 1, við FAB Travel ehf. um skólaakstur á leið 2, við Sigurð B. Gíslason um skólaakstur á leið 3, við Klæng Stefánsson um skólaakstur á leið 4 og við Hópferðabíla Akureyrar ehf. á leið 5.

 

7. Leiga á túnum og landspildu, niðurstaða útboðs

Lögð fram niðurstaða útboðs á afnotum á túnum og landspildu á árinu 2013.

Sveitarstjórn samþykkti að gengið verði til samninga við Margréti V. Magnúsdóttur um afnot af túnum á Hjalteyri og Ytri-Bakka, við Sturlu Eiðsson um afnot af túnum á Ósi og við Guðröð Ágústsson um afnot landspildu á Syðri-Bakka, á grundvelli fyrirliggjandi tilboða frá viðkomandi aðilum.

Axel Grettisson tók ekki þátt í afgreiðslu á tilboðum í landspildu á Syðri-Bakka.

 

8. Spónsgerði, framkvæmdaleyfi vegna efnistöku

Lagt fram bréf, dags. 9. apríl 2013, frá HGH verki ehf. þar sem andmælt er því að félaginu hafi verið gert að leggja fram tryggingu vegna framkvæmdaleyfis fyrir efnistöku í landi Spónsgerðis, sbr. fundargerð sveitarstjórnar 15. febrúar 2012.

Meirihluti sveitarstjórnar samþykkti að fallið verði frá því að trygging fyrir frágangi, sbr. 48. gr. laga um náttúruvernd, væri skilyrði fyrir því framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í landi Spónsgerðis, sem samþykkt var að gefa út 15. febrúar 2012. Jafnframt samþykkti meirihluti sveitarstjórnar að fallið verði frá því að trygging fyrir frágangi, sbr. 48. gr. laga um náttúruvernd, væri skilyrði fyrir því framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í landi Hlaða, sem samþykkt var að gefa út 20. mars 2013.

 

9. Sláturhús B. Jensen, viðbygging

Lagt fram bréf, dags. 12. apríl 2013, frá B. Jensen ehf. þar sem óskað er eftir leyfi fyrir viðbyggingu við sláturhús B. Jensen, sem fyrirhugað er að verði í suðaustur frá núverandi húsnæði, sem m.a. þýðir að hugsanlega þurfi að færa farveg Lónsins.

Sveitarstjórn samþykkti að fresta afgreiðsla umsóknar um leyfi fyrir viðbyggingu við sláturhús B. Jensen ehf. og jafnframt að viðræður fari fram við Akureyrarbæ um hugsanlega tilfærslu á farvegi Lónsins á móts við sláturhúsið.

 

10. Liðsstyrkur, atvinnuátaksverkefni

Rætt um fjárhagsatriði varðandi atvinnuátaksverkefni sveitarfélaga, ríkis, atvinnurekenda og stéttarfélaga, sem heitir Liðstyrkur, sbr. fundargerð sveitarstjórnar 20. mars 2013.

Sveitarstjórn samþykkti að gert verði ráð fyrir að kostnaður sveitarfélagsins við atvinnuátaksverkefnið „Liðstyrk“ á árinu 2013 verði allt að kr. 500.000 og gerð verði grein fyrir því hvernig þeim kostnaði verði mætt í viðauka við fjárhagsáætlun, sbr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga, sem lagður verði fram á næsta fundi sveitarstjórnar.

 

11. Sumarstörf fyrir námsmenn

Rætt um sumarstörf fyrir námsmenn á grundvelli samþykktar ríkisstjórnarinnar þar þar að lútandi.

Sveitarstjórn samþykkti að gert verði ráð fyrir að verja allt að kr. 200.000 vegna sumarstarfa námsmanna á árinu 2013 og að gerð verði grein fyrir því hvernig þeim kostnaði verði mætt í viðauka við fjárhagsáætlun, sbr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga, sem lagður verði fram á næsta fundi sveitarstjórnar.

 

12. Syðri-Bakki, landskipti

Lagt fram bréf, dags. 19. mars 2013, frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, þar sem óskað er eftir samþykki fyrir fyrirhuguðum landskiptum úr jörðinni Syðri-Bakka, sem ganga út á að 1,1 ha landspilda, þar sem bæjarhús jarðarinnar standa, verði tekin undan jörðinni.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti þau landskipti á Syðri-Bakka, sem lýst er í framlögðum gögnum.

 

13. Aðstaða fyrir þjálfun hunda

Lagt fram bréf, dags. 20. mars 2013, frá Heiðrúnu Villu Ingudóttur, þar sem óskað er eftir aðstoð við að útvega aðstöðu fyrir þjálfun hunda.

Sveitarstjórn samþykkti boðist yrði til að auglýsa í fréttabréfi eftir aðstöðu fyrir þjálfun hunda, en sveitarfélagið hefur á eigin vegum ekki aðstöðu sem í því sambandi.

 

14. Strýta, bygging fjarskiptahúss

Lagt fram bréf, dags. 21. mars 2013, frá Neyðarlínunni ohf., þar sem óskað er leyfi til að reisa lítið hús fyrir neyðar- og öryggisfjarskiptasendi á Strýtu.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa umsókn um leyfi fyrir neyðar- og öryggisfjarskiptasendahús á Strýtu til byggingarfulltrúa til fullnaðarafgreiðslu.

 

15. Bakkabraut 2, fyrirspurn um lóð

Lagt fram bréf, dags. 11. apríl 2013, frá Kollgátu ehf., f.h. Björns M. Rögnvaldssonar, þar sem spurst er fyrir um viðhorf sveitarstjórnar til mögulegra skilmálabreytinga á lóðinni Bakkabraut 2 á Hjalteyri.

Sveitarstjórn samþykkti að hafna því að byggingarskilmálum lóðarinnar verði breytt.

 

16. Hjalteyri, endurbætur fráveitu

Gerð grein fyrir tillögu Verkís hf. að endurbótum á fráveitu Hjalteyrar, sbr. fundargerð sveitarstjórnar 19. september 2012, 20. mál.

Sveitarstjórn samþykkti að endurbætur á fráveitu Hjalteyrar verði gerðar á grundvelli fyrirliggjandi tillögu.

 

17. Hjalteyri, fyrirspurn um leyfi til búfjárhalds

Lagt fram afrit af bréfi, dags. 1. mars 2013, til Hjalteyrar ehf. frá Guðröði Ágústssyni þar sem spurst er fyrir um hvort möguleiki er á að nota hluta af gömlu verksmiðjunum á Hjalteyri undir ferðatengda hestamennsku og sölustöð.

Sveitarstjórn samþykkti að fresta afgreiðslu málsins og að aflað verði nánari upplýsinga um málið.

Axel Grettisson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

 

18. Kjörskrá vegna alþingskosninga

Samband ísl. sveitarfélaga hefur vakið athygli á að rétt sé að gætt sé ítrustu formsatriða við samningu kjörskráa.

Sveitarstjórn samþykkti að fela sveitarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 27. apríl 2013 í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

 

19. Arnarnes land, skipting landspildu

Lagt fram bréf, ódags., frá Birnu Jóhannesdóttur o.fl., þar sem óskað er eftir umsögn um fyrirhugaða skiptingu á landspildu úr jörðinni Arnarnes, sbr. uppdrátt frá Búgarði, dags. 17. nóvember 2011.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti þau landskipti á landspildu úr jörðinni Arnarnesi sem lýst er í framlögðum gögnum.

 

20. Tækifæri hf., aðalfundarboð

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 4. apríl 2013, frá Tækifæri hf., sem felur í aðalfundarboð félagsins. Aðalfundurinn verður 19. apríl 2013.

 

21. Þrastarhóll, deiliskipulag

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir landspildu úr landi Þrastarhóls sem var auglýst 4. febrúar 2013 skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. fundargerð sveitarstjórnar 16. janúar 2013. Athugasemdafrestur rann út 25. mars 2013. Engar athugasemdir bárust.

Sveitarstjórn samþykkti fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi fyrir landspildu í landi Þrastarhóls.

 

22. Syðri-Reistará, deiliskipulag

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi vegna íbúðarhúss á Syðri-Reistará sem var auglýst 4. febrúar 2013 skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. fundargerð sveitarstjórnar 16. janúar 2013. Athugasemdafrestur rann út 25. mars 2013. Engar athugasemdir bárust.

Sveitarstjórn samþykkti fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi vegna íbúðarhúss á Syðri-Reistará.

 

23. Gloppa, deiliskipulag

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundahús í landi Gloppu sem var auglýst 4. febrúar 2013 skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. fundargerð sveitarstjórnar 16. janúar 2013. Athugasemdafrestur rann út 25. mars 2013. Engar athugasemdir bárust.

Sveitarstjórn samþykkti fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundahús í landi Gloppu.

 

24. Sílastaðir, deiliskipulag

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi vegna ferðaþjónustuhúsa að Sílastöðum sem var auglýst 4. febrúar 2013 skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. sbr. fundargerð sveitarstjórnar 16. janúar 2013. Athugasemdafrestur rann út 25. mars 2013. Engar athugasemdir bárust.

Sveitarstjórn samþykkti fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi vegna ferðaþjónustuhúsa að Sílastöðum.

 

25. Hjalteyri, deiliskipulag

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir hluta af Hjalteyri, sem var auglýst 4. febrúar 2013 skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. sbr. fundargerð sveitarstjórnar 16. janúar 2013. Athugasemdafrestur rann út 25. mars 2013. Engar athugasemdir bárust.

Sveitarstjórn samþykkti fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi fyrir hluta af Hjalteyri.

 

26. Moldhaugar, deiliskipulag

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi vegna fjósbyggingar á Moldhaugum, sem var auglýst 4. febrúar 2013 skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. sbr. fundargerð sveitarstjórnar 16. janúar 2013. Athugasemdafrestur rann út 25. mars 2013. Engar athugasemdir bárust.

Sveitarstjórn samþykkti fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi vegna fjósbyggingar á Moldhaugum.

 

27. Hraukbær, deiliskipulag

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir vélageymslu í Hraukbæ, sem var auglýst 4. febrúar 2013 skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. fundargerð sveitarstjórnar 16. janúar 2013. Athugasemdafrestur rann út 25. mars 2013. Engar athugasemdir bárust.

Sveitarstjórn samþykkti fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi fyrir vélageymslu í landi Hraukbæjar.

 

28. Þátttaka í heimsleikum unglinga 2013, beiðni um styrk

Lagt fram tölvubréf, dags. 28. mars 2013, frá Freyju Vignisdóttur, Helga Pétri Davíðssyni, Huldu Kristínu Helgadóttir, Katrínu Ólafsdóttur og Oddrúnu Ingu Marteinsdóttur, þar sem óskað er eftir styrk til þátttöku á heimsleikum unglinga sem haldnir verða í Gautaborg í Svíþjóð 28.-30. júní 2013.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa beiðni um styrk til þátttöku á heimsleikum unglinga 2013 til menningar- og tómstundanefndar, sem móti stefnu um meðferð styrkbeiðna vegna þátttöku í íþróttamótum.

Helgi Steinsson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

 

29. Trúnaðarmál

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 00:35.