Sveitarstjórn fundur nr. 132

17.12.2021 15:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar

132. fundur

Fundargerð

Föstudaginn 17. desember 2021 kl.15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í Bitrugerði.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, María Albína Tryggvadóttir og Jónas Þór Jónasson.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 15.12.2021

Fundargerðin er í 6 liðum og þarfnast 5 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar. 

a) Í lið 2. Lónsbakki/Dagsbrún, aðal- og deiliskipulag

Sveitarstjórn tekur undir þá bókun skipulags- og umhverfisnefndar að vinna áfram að málinu með hliðsjón af þeim athugasemdum sem borist hafa. Sveitarstjórn áréttar að auglýst skipulagslýsing er fyrsta skref skipulagsvinnunnar. Frekara samráð verður haft áfram við íbúa og hagsmunaaðila eins og skipulagslög áskilja.

b) Í lið 3, Glæsibær/Hagabyggð, aðal- og deiliskipulag

Lögð fram skipulagslýsing aðal- og deiliskipulags.

Sveitarstjórn samþykkti að lýsingin verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

c) Í lið 4, Landsnet, erindi v. Dalvíkurlínu 2

Lagt fram erindi frá Landsneti þar sem lögð er fram skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Hörgársveitar vegna Dalvíkurlínu 2.  Lýsingin er sameiginleg fyrir Hörgársveit, Akureyri og Dalvíkurbyggð. Sveitarstjórn samþykkti að skipulagslýsingin verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

d) Í lið 5, Norðurorka, umsókn um framkvæmdaleyfi

Lagt fram erindi frá Norðurorku þar sem óskað eftir framkvæmdaleyfi til að bora rannsóknarholur við utanverðan Eyjafjörð í Hörgársveit.

Sveitarstjórn samþykkti að framkvæmdaleyfið verði veitt, enda liggi samþykki landeigenda fyrir. Jafnframt bendir sveitarstjórn á vænlegan kost til borunar rannsóknarholu í innanverðum Hörgárdal á Laugareyri.

e) Í lið 6, þéttbýlið Lónsbakka, umferðamerkingar

Rætt um umferðamerkingar í þéttbýlinu við Lónsbakka.

Sveitarstjórn samþykkti að sett verði biðskyldumerki þar sem við á í þéttbýlinu við Lónsbakka.  Jafnframt verði settar niður gangabrautarmerkingar þar sem það á við.

2. Fundargerðir afgreiðslufundar SBE frá 32. og 33. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

3. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar frá 138. fundi

Fundargerðin lögð fram ásamt fylgigögnum.

4. Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 903. og 904. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

5. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 268. fundi

Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 222. fundi

Fundargerðin lögð fram.

7. Jónasarlundur, skýrsla og ársreikningur 2020

Skýrsla stjórnar Jónasarlundar ásamt ársreikningi 2020 lögð fram.

8. Varmadæluvæðing

Framhald umræðu.

9. N4, hugmynd að samstarfssamningi

Lögð fram hugmynd að samstarfssamningi við 5 sveitarfélög, en N4 hefur óskað eftir að Hörgársveit verði eitt af þeim. Afgreiðslu frestað og ákveðið að ræða við forsvarsmenn N4.

10. Viðauki 05/2021

Lögð fram tillaga að viðauka 05 við fjárhagsáætlun 2021.

Sveitarstjórn samþykkti viðauka 05 við fjárhagsáætlun ársins 2021 sem gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 79.207 þús.kr. og handbært fé í árslok verði 68.454 þús.kr.

11. Fjárhagsáætlun 2022-2025, síðari umræða

Fjárhagsáætlun aðalsjóðs, eignasjóðs og veitna fyrir árin 2022-2025 var tekin til síðari umræðu. Fyrir lá endurskoðuð tillaga með breytingum á þeirri tillögu sem var til fyrri umræðu, í samræmi við nýjar upplýsingar og viðbætur. Þá var lögð fram greinargerð sveitarstjóra varðandi tillögu að fjárhagsáætlun.

Sveitarstjórn samþykkti framlagða tillögu að fjárhagsáætlun sveitarsjóðs og stofnana hans fyrir árin 2022-2025.

Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að á árinu 2022 verði rekstrartekjur 892 millj. kr., að heildarrekstrarkostnaður A-hluta verði 855 millj. kr. og að rekstrarhalli veitna verði 2 millj. kr. Heildar rekstrarafgangur verði því 35 millj.kr.

Veltufé frá rekstri verði 70 millj. kr.

Áætlað er að til framkvæmda og annarra eignabreytinga á árinu verði varið 256 millj. kr. Þar ber hæst framkvæmdir við upphaf endurbóta við Þelamerkurskóla og viðbyggingu við leikskólann Álfastein.

Ný lántaka er áætluð 160 millj. kr. á árinu 2022.

Þá er áætlað að handbært fé í árslok 2022 verði 22 millj. kr.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 gerir ráð fyrir að afgangur af rekstri samstæðunnar verði 56 millj. kr., á árinu 2024 verði hann 61 millj. kr. og 68 millj. kr. á árinu 2025.

12. Trúnaðarmál

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 17:50