Sveitarstjórn, fundur nr. 2

30.06.2010 20:00

Miðvikudaginn 30. júní 2010 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í Leikhúsinu Möðruvöllum.

 

Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Þór Helgason, Helgi Bjarni Steinsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.

 

Þetta gerðist:

 

1. Ráðningarsamningur sveitarstjóra

Lagður fram ráðningarsamingur við Guðmund Sigvaldason vegna starfs sveitarstjóra, sbr. 8. lið fundargerðar fundar sveitarstjórnar 18. júní 2010.

Sveitarstjórn samþykkti ráðningarsamninginn.

Sveitarstjóri óskaði að eftirfarandi verði bókað:

Ég þakka það mikla traust sem mér er sýnt með því að ráða mig sem sveitarstjóra Hörgársveitar á nýju kjörtímabili. Um leið vil ég hvetja til þess að stefnt verði markvisst að Green Globe vottun, eða annarri sambærilegri vottun, fyrir sveitarfélagið á kjörtímabilinu, með vísan til þess að í aðdraganda kosninganna lögðu bæði framboðin til sveitarstjórnar áherslu á vinnu að umhverfismálum í anda Staðardagskrár 21. Ég persónulega er reiðubúinn að stuðla eftir megni að því að þetta takist, m.a. með því afsala mér tveggja mánaða launum, takist að ná slíkri vottun fyrir 1. júní 2013.

 

2. Laun sveitarstjórnarfulltrúa

Samþykkt að laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarfólks hjá Hörgársveit á kjörtímabilinu verði sem hér segir:

Oddviti: 10% af þingfararkaupi á mánuði og 3% af þingfararkaupi fyrir setinn fund  

Aðrir fulltrúar í sveitarstjórn: 5% af þingfararkaupi á mánuði og 2% af þingfararkaupi fyrir setinn fund

Varamenn í sveitarstjórn: 2% af þingfararkaupi fyrir setinn fund

Formaður nefndar: 3% af þingfararkaupi fyrir setinn fund 

Aðrir nefndarmenn:2% af þingfararkaupi fyrir setinn fund

Kjörnir skoðunarmenn:4% af þingfararkaupi hvor

Fulltrúi á aðalfundi Eyþings: 4% af þingfararkaupi

Greiðslur fyrir akstur verði skv. akstursdagbók.

 

3. Skipan í nefndir

Sveitarstjórn kaus eftirtalda í nefndir sveitarfélagsins:

 

Fræðslunefnd

aðalmenn:                                             varamenn: 

Axel Grettisson, formaður                       Anna Berglind Pálmadóttir

Stefanía G. Steinsdóttir                           Einar Kristinn Brynjólfsson

Garðar Lárusson                                    Jón Þór Benediktsson

Líney Diðriksdóttir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir

 

Skipulags- og umhverfisnefnd

aðalmenn:                                            varamenn:

Hanna Rósa Sveinsdóttir, formaður        Helgi Þór Helgason

Jón Þór Benediktsson                            Aðalheiður Eiríksdóttir

Anna Dóra Gunnarsdóttir                       Stefán Magnússon

Birna Jóhannesdóttir                                                      

Róbert Fanndal

 

Fjallskilanefnd

aðalmenn:                                           varamenn:

Guðmundur T. Skúlason, formaður        Sigríður Kristín Sverrisdóttir

Aðalsteinn H Hreinsson                         Halldóra E. Jóhannsdóttir

Helgi Bjarni Steinsson                           Davíð Jónsson

Jósavin Gunnarsson

Stefán Lárus Karlsson

 

Félagsmála- og jafnréttisnefnd

aðalmenn:                                           varamenn:

Elisabeth J. Zitterbart, formaður             Unnar Eiríksson

Sunna Hlín Jóhannesdóttir                      Ingibjörg Arnsteinsdóttir

Bragi Konráðsson                                  Pálína Jóhannesdóttir

Jóhanna María Oddsdóttir          

Sigmar Bragason

 

Menningarmála- og tómstundanefnd

aðalmenn:                                           varamenn:

Árni Arnsteinsson, formaður                  Solveig Lára Guðmundsdóttir

Bernharð Arnarson                               Jónína Garðarsdóttir

Halldóra Vébjörnsdóttir                         Jósavin Arason           

Gústav G. Bollason

Hanna Rósa Sveinsdóttir

 

Atvinnumálanefnd

aðalmenn:                                           varamenn:

Guðmundur Sturluson, formaður            Jón Þór Brynjarsson

Helgi Þór Helgason                                Lene Zachariassen

Inga Björk Svavarsdóttir                       Bryndís Óskarsdóttir

Þórður Ragnar Þórðarson

Aðalheiður Eysteinsdóttir

 

Fulltrúi á landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga

aðalmaður:                                          varamaður:

Hanna Rósa Sveinsdóttir                        Axel Grettisson

 

Fulltrúar á aðalfund Eyþings

aðalmenn:                                           varamenn:

Guðmundur Sigvaldason                       Axel Grettisson

Hanna Rósa Sveinsdóttir                       Sunna Hlín Jóhannesdóttir

 

Fulltrúi á haustfund Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar

aðalmaður:                                          varamaður:

Hanna Rósa Sveinsdóttir                       Axel Grettisson

 

Fulltrúi í stjórn Hafnasamlags Norðurlands

aðalmaður:                                          varamaður:

Guðmundur Sigvaldason                        Hanna Rósa Sveinsdóttir

 

Fulltrúi í skólanefnd Tónlistarskóla Eyjafjarðar

aðalmaður:                                           varamaður:

Axel Grettisson                                      Hanna Rósa Sveinsdóttir

 

Kjörstjórn

aðalmenn:                                            varamenn:

Guðmundur Víkingsson, formaður           Sturla Eiðsson

Þórhildur Sigurbjörnsdóttir                      Bryndís Olgeirsdóttir

Herborg Sigfúsdóttir                               Sverrir Haraldsson

 

Skoðunarmenn:

aðalmenn:                                             varamenn:

Eva María Ólafsdóttir                               Ásbjörn Valgeirsson

Vignir Sigurðsson                                    Þorlákur Aðalsteinsson

 

Í bygginganefnd Eyjafjarðarsvæðis

aðalmaður:                                            varamaður:

Egill Bjarnason                                       Klængur Stefánsson

 

Í stjórn búfjáreftirlits á svæði 18

aðalmaður:                                            varamaður:

Helgi Bjarni Steinsson                             Árni Arnsteinsson

 

Aðalmaður/varamaður í stjórn Minjasafnsins

Árni Arnsteinsson

 

Við skipan í nefndirnar var jafnrétti kynjanna haft í huga og að í fastanefndum sitji a.m.k. einn sveitarstjórnarfulltrúi.

 

4. Kennitala sveitarfélagsins

Samþykkt var að kennitala Hörgársveitar verði 510101-3830.

 

5. Byggðarmerki

Samþykkt var að taka upp byggðarmerki Hörgárbyggðar sem byggðarmerki Hörgársveitar.

 

6. Heimasíða sveitarfélagsins

Samþykkt var að hafinn verði undirbúningur að gerð heimasíðu fyrir sveitarfélagið.

 

7.  Fundargerð heilbrigðisnefndar, 17. maí 2010

Fundargerðin er í sextán liðum. Liður 15e varðar Hörgársveit, hann er um útleigu á íbúð að Litla-Dunhaga I.

Sveitarstjórn samþykkti afgreiðslu nefndarinnar á lið 15e í fundargerðinni. Aðrir liðir hennar gefa ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

8. Fundargerð samvinnunefndar um svæðisskipulag, 20. maí 2010

Fundargerðin er í fjórum liðum.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.

Lagt fram bréf, dags. 13. júní 2010, frá formanni samvinnunefndarinnar, þar sem óskað er eftir tilkynningu um fulltrúa sveitarfélagsins í nefndinni.

Með vísan til framangreinds bréfs voru Guðmundur Sigvaldason og Hanna Rósa Sveinsdóttir kosin sem fulltrúar Hörgársveitar í samvinnunefndinni. Axel Grettisson og Birna Jóhannesdóttir voru kosin til vara.

 

9. Fundargerð framkvæmdastjórnar byggingarfulltrúaembættisins, 2. júní 2010

Fundargerðin er í þremur liðum.

Fyrsti og þriðji liður gefa ekki tilefni til ályktunar.

Annar liður er um endurskoðun á samningi aðildarsveitarfélaganna um rekstur byggingarfulltrúaembættisins. Með vísan til hans var lagður fram á fundinum endurskoðaður samningur. Sveitarstjórn samþykkti að veita sveitarstjóra umboð til að undirrita samninginn fyrir sitt leyti.

 

10. Fundargerð bygginganefndar, 8. júní 2010

Fundargerðin er í 21 lið. Liðir 20 og 21 varða Hörgársveit. Sá fyrri varðar stöðuleyfi í 2 ár fyrir 3-4 íbúðargáma í Staðartungu. Sá síðar er um leyfi til að byggja reiðskemmu, viðbyggingu við bogaskemmu og hesthús í Litlu-Brekku.

Sveitarstjórn samþykkti afgreiðslu nefndarinnar á liðum 20 og 21 í fundargerðinni. Aðrir liðir hennar gefa ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

11. Fundargerðir stjórnar Eyþings, 11. maí og 10. júní 2010

Fyrri fundargerðin er í fimm liðum og sú síðari í fjórum liðum.

Hvorug fundargerðanna gefa tilefni til ályktunar.

 

12. Vinnuskóli, laun

Lagt fram minnisblað um laun í vinnuskólum Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar 2009.

Samþykkt var að laun í vinnuskóla Hörgársveitar sumarið 2010 verði sem hér segir:

14 ára: 459 kr. á klst.

15 ára: 510 kr. á klst.

16 ára: 639 kr. á klst.

Orlof er innifalið.

 

13. Starfsemi SÁÁ

Tekið fyrir tölvubréf, dags. 19. apríl 2010, frá bæjarstjóranum á Akureyri, sem sveitarstjórn Hörgárbyggðar frestaði afgreiðslu á á fundi sínum 19. maí 2010. Þar er sett fram hugmynd um fjármögnun sem ætlað er að tryggja starfsemi SÁÁ á Akureyri út árið 2011.

Samþykkt var að veita kr. 70.000 til verkefnisins á árinu 2010 og kr. 100.000 á árinu 2011. Sveitarstjórnin lítur svo á að um tímabundið framlag að ræða, þar sem viðkomandi rekstur er á ábyrgð ríksins.

 

14. Flokkun Eyjafjörður ehf., staða og framtíð

Lagt fram minnisblað, dags. 25. maí 2010, um stöðu og framtíð Flokkunar Eyjafjörður ehf., fyrst og fremst í ljósi þess að rekstri urðunarstaðarins á Glerárdal lýkur innan tíðar.

Til kynningar.

 

15. Tónlistarskóli Eyjafjarðar, innritun haustannar 2010

Lagðar fram tvær útgáfur af áætlun um launakostnað á haustönn 2010 í Tónlistarskóla Eyjafjarðar, annars vegar án umsókna frá fullorðnum og hins vegar þar sem þær eru teknar með. Þá var lögð fram ársskýrsla Tónlistarskólans fyrir skólaárið 2009-2010.

Samþykkt var að hafna umsóknum fullorðinna um námsvist í Tónlistarskólanum.

 

16. Styrkbeiðni vegna sumardvalar

Tölvubréf, dags. 1. júní 2010, þar sem óskað er eftir styrk vegna dvalar barns í sumarbúðum í sumar.

Samþykkt var að hafna erindinu og jafnframt var menningar- og tómstundanefnd falið að móta reglur um stuðning sveitarfélagsins við tómstundastarf.

 

17. Skógrækt á Ósi

Bréf, dags. 4. júní 2010, frá Jóhannesi Hermannssyni og Brynjari Ragnarssyni með eindregnum tilmælum um að framhaldið verði trjáplöntun á Ósi, sem þar hófst árið 2002.

Samþykkt var að vísa efni bréfsins til skipulags- og umhverfisnefndar.

 

18. Hjalteyri, lagning háspennujarðstrengs

Bréf, dags. 14. júní 2010, frá RARIK þar sem óskað er eftir leyfi landeiganda fyrir lagningu jarðstrengs frá dælustöð hitaveitu að jarðspennistöð á Hjalteyri.

Samþykkt var að veita umbeðið leyfi.

 

19. Bitrugerði, umsögn um leyfi fyrir litboltavöll

Bréf, dags. 22. júní 2010, frá Sýslumanninu á Akureyri, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn um leyfi fyrir litboltavelli í landi Bitrugerðis.

Samþykkt var að leggjast ekki gegn því að umbeðið leyfi verði veitt.

 

20. Íþróttavöllurinn Lónsbakka, beiðni um afnot

Tölvubréf, dags. 24. júní 2010, frá Garðari Þorsteinssyni o.fl. þar sem óskað er eftir leyfi fyrir afnotum af íþróttavellinum á Lónsbakka fyrir knattspyrnuiðkun.

Samþykkt var að fela sveitarstjóra að gera samning við bréfritara um umbeðin afnot. Efni samningsins verði í samræmi við umræður á fundinum.

 

21. Eyrarbakki, Hjalteyri, rotþró

Tölvubréf, dags. 24. júní 2010, frá Guðrúnu Helgu Stefánsdóttur o.fl., þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið taki þátt í kostnaði við nýja rotþró við Eyrarbakka á Hjalteyri.

Samþykkt var að orðið verði við erindinu á sama hátt og tíðkast hefur í Arnarneshreppi og jafnframt að skipulags- og umhverfisnefnd verði falið að móta samræmdar reglur og gjaldskrá um rotþróarmál í sveitarfélaginu.

 

22. Álfasteinn, starfsmannamál

Bréf, dags. 25. júní 2010, frá leikskólastjóra og deildarstjóra á Álfasteini um starfsmannamál.

Samþykkt var að vísa erindinu til fræðslunefndar.

 

23. Björg, skipting lands

Lögð fram skiptayfirlýsing, dags. 28. júní 2010, um stofnun landspildu úr jörðinni Björgum fyrir íbúðarhúsið að Björgum II.

Sveitarstjórn samþykkti skiptayfirlýsinguna fyrir sitt leyti.

 

24. Fundargerð búfjáreftirlitsnefndar á svæði 18, 7. júní 2010

Fundarerðin er í þremur liðum.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 23:45.