Sveitarstjórn, fundur nr. 17

19.10.2011 20:00

Miðvikudaginn 19. október 2011 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Þór Helgason, Helgi Bjarni Steinsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.

 

Þetta gerðist:

 

1. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2011, endurskoðun

Lögð fram drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun sveitarsjóðs fyrir árið 2011.

Sveitarstjórn samþykkti framlögð drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 með breytingum sem gerðar voru á þeim á fundinum. Helstu niðurstöðutölur fjárhagsáætlunarinnar eru að rekstrarafgangur verði 14,0 millj. kr., veltufé frá rekstri verði 34,9 millj. kr. og að handbært fé í árslok verði 45,9 millj. kr.

 

2. Fundargerð menningar- og tómstundanefndar, 28. september 2011

Fundargerðin er í tveimur liðum, um málefni Íþróttamiðstöðvarinnar og um fjárhagsramma nefndarinnar fyrir árið 2012.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

3. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands bs., 10. október 2011

Fundargerðin er í átta liðum.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

 

4. Fundargerð félagsmála- og jafnréttisnefndar, 10. október 2011

Fundargerðin er í fimm liðum, um framfylgd jafnréttisáætlunar, skýrslu um þjónustu við fatlað fólk, fjárhagsramma nefndarinnar fyrir árið 2012, reglur um félagslega heimaþjónustu og aðgerðaáætlun gegn ofbeldi í nánum samböndum.

Sveitarstjórn samþykkti tillögu félagsmála- og jafnréttisnefndar að reglum um félagslega heimaþjónustu. Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

5. Gloppa, deiliskipulag

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi vegna frístundahúss á landspildu í landi Gloppu, sbr. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 11. október 2011 (sjá 7. lið þessarar dagskrár). Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn samþykkti tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi vegna frístundahúss á landspildu í landi Gloppu verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

6. Um gerð aðalskipulags

Skv. samþykkt sveitarstjórnar 17. ágúst 2011, að tillögu skipulags- og umhverfisnefndar 11. ágúst 2011, var auglýst eftir aðilum sem hefðu áhuga á að taka að sér gerð aðalskipulags fyrir Hörgársveit. Frestur var til 30. september 2011. Skipulags- og umhverfisnefnd hefur lagt til að samið verði við Landmótun sf. um aðalskipulagsgerðina, sbr. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 11. október 2011 (sjá 7. lið þessarar dagskrár).

Sveitarstjórn samþykkti tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um að samið verði við Landmótun sf. um gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið. Jafnframt samþykkti sveitarstjórnin að sótt verði um framlag úr Skipulagssjóði vegna aðalskipulagsgerðarinnar.

 

7. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, 11. október 2011

Fundargerðin er í tólf liðum. Tveir þeirra eru til afgreiðslu í dagskrárliðunum hér að framan (nr. 5-6). Í öðrum liðum fundargerðarinnar eru tillögur til sveitarstjórnar um afgreiðslu á deiliskipulagstillögum í Garðshorni á Þelamörk og á Syðri-Reistará, um framkvæmdaleyfi fyrir rofvörnum við Hringveginn í Öxnadal og um lýsingu á skipulagsverkefninu „Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2011-2023“.

Sveitarstjórn samþykkti tillögur skipulags- og umhverfisnefndar um afgreiðslu á deiliskipulagstillögum í Garðshorni á Þelamörk og á Syðri-Reistará, um framkvæmdaleyfi fyrir rofvörnum við Hringveginn í Öxnadal og um lýsingu á skipulagsverkefninu „Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2011-2023“. Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

8. Samþykkt um búfjárhald

Rætt um gerð samþykktar um búfjárhald í sveitarfélaginu. Fram kom að þær reglur sem settar hafa verið um búfjárhald eru mismunandi eftir því hvar er í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn samþykkti að fela fjallskilanefnd að gera drög að samþykkt um búfjárhald í sveitarfélaginu.

 

9. Snjóhreinsun veturinn 2011-2012

Fram kom á fundinum að G.Hjálmarsson hf. hefur dregið til baka tilboð sitt í snjóhreinsun á Hjalteyri, að því er varðar minni vélar (sbr. 9. lið fundargerðar sveitarstjórnar 21. september 2011).

Sveitarstjórn samþykkti að samið verði við Þórð R. Þórðarson um snjóhreinsun og hálkuvarnir á Hjalteyri, þegar um er að ræða traktorsgröfu/traktor.

 

10. Garnaveikibólusetning, tilboð

Lagt fram tilboð frá Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar (Dýrey), dags. 13. október 2011, vegna garnaveikibólusetningar á líflömbum og hundahreinsun.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tilboð Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar vegna garnaveikibólusetningar og að á yfirstandandi ári verði sami háttur á kostnaðarþátttöku sveitarsjóðs í henni og var á árinu 2010.

 

11. Syðri-Bakki, landskipti

Lagt fram bréf, dags. 26. september 2011, frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögn/samþykki vegna fyrirhugaðra landskipta á Syðri-Bakka, sbr. 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti fyrirhuguð landskipti Syðri-Bakka.

 

12. Þrastarhóll, afmörkun landspildu

Lagður fram uppdráttur sem sýnir afmörkun landspildu úr landi Þrastarhóls til stækkunar á landi Þrastarhóls 1. Stækkunin nemur 17,5 ha. Axel Grettisson vék af fundi undir þessum lið.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti fyrirliggjandi afmörkun á landspildu úr landi Þrastarhóls til stækkunar á landi Þrastarhóls 1.

 

13. Menningarfélagið Hof, aðalfundarboð

Lagt fram bréf, dags. 4. október 2011, frá Menningarfélaginu Hofi, þar sem boðað er til aðalfundar félagsins 20. október 2011.

Sveitarstjórn samþykkti að Guðmundur Sigvaldason og Hanna Rósa Sveinsdóttir fari með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi Menningarfélagsins Hofs 2011.

 

14. Fundargerð byggingarnefndar, 20. september 2011

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis 20. september 2011. Fimm síðustu liðir hennar varða Hörgársveit: um gestamóttökuhús við fyrirhugað Konnasafn á Moldhaugahálsi, geymslu- og vinnuskúr á E-götu 9 á Steðja, bílskúr á Skriðu 2, einbýlishús á Syðri-Reistará og flutning á símaskúr á sumarhúsalóð 4 á Hjalteyri.

 

15. Fundargerðir stjórnar Eyþings, 12. júlí og 7. september 2011

Fyrri fundargerðin er í tólf liðum og sú síðari er í átta liðum.

Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 23:05.