Sveitarstjórn fundur nr. 149

27.04.2023 09:15

Sveitarstjórn Hörgársveitar

149. fundur

Fundargerð

Fimmtudaginn 27. apríl 2023 kl. 09:15 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri

Þetta gerðist:

1. Ársreikningur Hörgársveitar 2022, síðari umræða

Lagður fram ársreikningur fyrir árið 2022 til síðari umræðu en fyrri umræða um ársreikninginn fór fram 23. mars 2023. Fyrir fundinum lá einnig endurskoðunarskýrsla frá PWC og staðfestingarbréf sem var yfirfarið á fundinum og er oddvita og sveitarstjóra falið að undirrita bréfið. Rúnar Bjarnason og Aðalheiður Eiríksdóttir frá PriceWaterhouseCoopers komu á fundinn og fóru yfir ársreikninginn og svöruðu fyrirspurnum um hann.

Samkvæmt ársreikningnum urðu rekstrartekjur alls 1.088,2 millj. kr. og rekstrargjöld 1.009,6 millj. kr. á árinu 2022. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 23,8 millj. kr. Hlutdeild minnihluta var jákvæð um 1,7 millj. kr. Heildarrekstrarniðurstaða á árinu varð því jákvæð upp á 56,5 millj. kr. Eigið fé í árslok er 1.056,6 millj. kr. og jókst um 100,8 millj. frá árinu áður. Veltufé frá rekstri á árinu var 114,9 millj. kr. eða 10,6% af heildartekjum. Handbært fé í árslok var 52,7 millj. kr.

Nettó fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum var 292,7 millj. kr. á árinu og skuldir og skuldbindingar voru á árslok kr. 495,2 millj. kr. og hækkuðu á árinu vegna lántöku til fjárfestinga og hækkunar verðbóta vegna aukinnar verðbólgu. Skuldahlutfall Hörgársveitar í árslok 2022 er 45,5%.

Sveitarstjórn samþykkti ársreikning Hörgársveitar fyrir árið 2022 og staðfesti hann með undirritun sinni.

2. Fundargerð fræðslunefndar frá 17.04.2023

Fundargerðin lögð fram og er hún í 11 liðum og þarfnast 3 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 4, hlutfall sérkennslustjóra við leikskólann

Rætt um þörf fyrir að starfshlutfall sérkennslustjóra, en fræðslunefnd leggur til að starfshlutfall sérkennskustjóra verði aukið frá hausti.

Sveitarstjórn samþykkti að auka starfshlutfall sérkennslustjóra frá hausti í 100% starfshlutfall.

b) Í lið 6, skóladagatal Álfasteins 2023-2024

Lögð fram tillaga að skóladagatali.

Sveitarstjórn samþykkti skóladagatal leikskólans Álfasteins 2023-2024 eins og það liggur fyrir.

c) Í lið 7, skóladagatal Þelamerkurskóla 2023-2024

Lögð fram tillaga að skóladagatali.

Sveitarstjórn samþykkti skóladagatal Þelamerkurskóla 2023-2024 eins og það liggur fyrir.

3. Fundargerð félagsmála og jafnréttisnefndar frá 18.04.2023

Fundargerðin lögð fram og er hún í 2 liðum og þarfnast 1liður afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 1, jafnréttisáætlun Hörgársveitar 2022-2026

Lögð fram drög að áætlun og breytingum á eldri áætlun.

Sveitarstjórn samþykkti jafnréttisáætlun Hörgársveitar 2022-2026.

4. Fundargerð rekstrar – og framkvæmdanefndar frá 24.04.2023

Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar 24.04.2023

Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 25.04.2023

Fundargerðin lögð fram og er hún í 12 liðum og þarfnast 8 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 1, Moldhaugar/Skútar, deiliskipulag

Sveitarstjórn hélt áfram umfjöllun um breytingar á skilmálum í greinargerð deiliskipulags eftir fund skipulagsfulltrúa með fulltrúum Skútabergs. Fyrir fundinum liggja uppfærð skipulagsgögn þar sem fram koma tillögur Skútabergs að breytingum á áður samþykktum skipulagsgögnum.

Sveitarstjórn samþykkti að áður samþykktri skipulagsgreinargerð skuli breytt á eftirfarandi hátt:

  • umorða ákvæði varðandi rafgeyma í 2. mgr. kafla 3.11,
  • bæta við ákvæði um óvilhallan matsmann í 5. mgr. kafla 3.11,
  • umorða málsgrein um framfylgd skipulagsskilmála gjaldheimtu, starfsleyfi og jafnræði í 6. mgr. kafla 3.11
  • umorða lýsingu á uppbyggingu geymsluplans í 9. og 10. mgr. kafla 3.11

Svo breytt deiliskipulagstillaga er samþykkt skv. 3. gr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010 og er skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku deiliskipulagsins.

b) Í lið 2, Akureyrarbær, umsögn um svæði fyrir litabolta í landi Blómsturvalla

Lagðar fram niðurstöður grenndarkynningar.

Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd við staðsetningu litaboltasvæðis í landi Blómstursvalla, enda verði tryggt að bílastæði verði að þeirri stærð að ekki þurfi að leggja bílum í vegkanti Blómsturvallavegar. Jafnframt að landeigandi og leyfisveitandi rekstrarleyfis skuli hafa eftirlit með því að góð umgengni og frágangur svæðisins verði tryggð af rekstaraðila.

c) Í lið 4, Hörgá E-2, umsókn um framlengingu á leyfi til efnistöku

Lagt fram álit Fiskistofu varðandi umsókn um framlengingu á leyfi til efnistöku á svæði E-2, í Hörgá.

Sveitarstjórn samþykkti að fundað verði með fulltrúum landeigenda / efnistökuaðila um ráðstafanir sem grípa þarf til, til að færa framkvæmdina til samræmis við fyrra framkvæmdaleyfi og að leyfið verði framlengt þegar fyrir liggur samkomulag um viðbrögð.

d) Í lið 5, Syðra-Brekkukot, umsókn um byggingarreiti

Lögð fram umsókn um byggingarreiti fyrir 3 ferðaþjónustuhús í samræmi við uppdrátt sem er meðfylgjandi.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndar-kynningartímabilinu telst erindið samþykkt.

Axel Grettisson vék af fundi undir þessum lið.

e) Í lið 6, Grjótgarður, umsókn um byggingareiti

Lögð fram umsókn um byggingarreiti fyrir 3 gestahús í samræmi við uppdrátt sem er meðfylgjandi.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndar-kynningartímabilinu telst erindið samþykkt.

f) Í lið 7, Landsnet, Blöndulína 3 vegna lands í eigu sveitarfélagsins

Lagt fram erindi frá Landsneti þar sem leitað er eftir áliti sveitarfélagsins á staðsetningu mastra og slóða að möstrum á línuleið Blöndulínu 3, á landareignum í eigu Hörgársveitar í Öxnadal.

Sveitarstjórn Hörgársveitar gerir ekki sem landeigandi athugasemd við þær staðsetningar sem sýndar eru á meðfylgjandi uppdráttum. Bent er þó á að í aðalskipulagi sveitarfélagsins er lögð áhersla á að flutningslínur raforku séu í jörðu.

g) Í lið 8, Hagatún 2, umsókn um breytt staðfang

Lagt fram erindi frá GBL17 ehf þar sem óskað er eftir breytingu á staðfangi í Hagabyggð þannig að lóðin sem til þessa hefur verið Hagatún 2, heiti framvegis Hagaskógur 1.

Sveitarstjórn samþykkti erindið.

h) Í lið 10, Dalvíkurlína 2, hjóla- og göngustígur

Lögð fram tillaga með uppdrætti um endurskoðaða legu strengs og stígs.

Sveitarstjórn samþykkti að aðalskipulagstillaga vegna Dalvíkurlínu 2 verði uppfærð m.t.t. breyttrar strengleiðar og að svo breyttri skipulagstillögu er vísað í auglýsingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sé þess þörf.

7. Fundargerðir skólanefndar TE frá 141. fundi

Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerðir stjórnar SSNE frá 50. og 51. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

9. Fundargerð stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands frá 278. fundi

Fundargerðin lögð fram.

10. Fundargerð Svæðisskipulagsnefndar frá 11. fundi

Fundargerðin lögð fram.

11. Fundargerðir stjórnar Norðurorku frá 284. og 285. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

12. Fundargerðir stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá 921. – 924. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

13. Fundargerðir stjórnar Minjasafnsins á Akureyri frá 6. og 7. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

14. Skipan í stjórn SSNE

Lagt fram erindi frá SSNE þar sem óskað er eftir tilnefningu frá Hörgársveit um stjórnarmann og annan til vara í stjórn SSNE.

Sveitarstjórn tilnefnir Axel Grettisson sem aðalmann og Jón Þór Benediktsson sem varamann.

15. Lónsbakki – yfirborðsfrágangur, verksamningur

Lögð fram fundargerð þar sem fram kemur niðurstaða útboðs um yfirborðsfrágang á götum í Lónsbakkahverfi. Jafnframt lagður fram verksamningur við lægsbjóðanda, GV gröfur ehf.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

16. Lánasjóður sveitarfélaga, lántaka

Lögð fram drög að lánasamningi uppá 50 milljónir sem koma til greiðslu 28.4.2023. Til viðbótar liggur fyrir lánsloforð um 30 milljónir til viðbótar sem greiðast í byrjun maí. Lánsheimild er því 80 milljónir í heildina.

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 80.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. mars 2039. Lánið verður tekið í tvennu lagi og tekur mið af þeim kjörum sem standa til boða á hverjum tíma. Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar framkvæmdum við leikskóla og grunnskóla í sveitarfélaginu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Snorra Finnlaugssyni, sveitarstjóra Hörgársveitar, kt. 210260-3829, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hörgársveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

17. Skólaakstur

Lögð fram drög að útboðsgögnum vegna fyrirhugaðs úboðs um skólaakstur.

Sveitarstjórn samþykkti útboðsgögnin eins og þau liggja fyrir.

Jón Þór Benediktsson og Ásrún Árnadóttir véku af fundi undir þessum lið.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 12:10