Sveitarstjórn, fundur nr. 147

23.02.2023 09:15

Sveitarstjórn Hörgársveitar

147. fundur

Fundargerð

Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 kl. 09:15 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri

Þetta gerðist:

1. Kynning frá SSNE, framkvstj. kynnir starf samtakanna.

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkv.stj. SSNE mætti til fundarins ásamt Elvu Gunnlaugsdóttur verkefnastjóra og kynntu þær starfsemi samtakanna.

2. Fundargerð fræðslunefndar frá 13.02.2023

Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 20.02.2023

Fundargerðin lögð fram og er hún í 6 liðum og þarfnast 1 liður afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 1, erindi frá foreldrafélagi Þelamerkurskóla

Foreldrafélagið óskar eftir að fá veittan styrk fyrir nemendur í 7. -10. Bekk ásamt þremur fylgdaraðilum til þess að fara á menningingarviðburðinn Footloose sem Menntaskólinn á Akureyri frumsýnir þann 3. mars. Áætlaður kostnaður er 128.000 kr.

Sveitarstjórn samþykkti tillögu nefndarinnar um að veittur verði fullur styrkur fyrir miðakaupum af liðnum styrkir til menningarmála.

4. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 21.02.2023

Fundargerðin lögð fram og er hún í 8 liðum og þarfnast 5 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 1, Moldhaugar/Skútar, aðal- og deiliskipulag

Auglýsingartímabili aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir athafna-, efnistöku- og afþreyingar- og ferðamannasvæði á Moldhaungahálsi lauk þann 7. febrúar 2023 og bárust átta erindi vegna málsins. Nefndin fór yfir innkomin erindi í þeirri röð sem á eftir fer.

1. erindi, sendandi Minjastofnun

Athugasemd a) sendandi gerir athugasemd við að bæta þurfi við upplýsingum og uppfæra upplýsingar sem fyrir eru í auglýstri skipulagstillögu með hliðsjón af nýrri fornleifaskráningu sem unnin var á vegum Byggðasafns Skagafjarðar.

Sveitarstjórn samþykkti að upplýsingar um menningarminjar í deiliskipulaginu séu uppfærðar með hliðsjón af fornleifaskráningu Byggðasafns Skagafjarðar í samræmi við erindi sendanda.

Athugasemd b) hliðra þarf byggingarreit sem staðsettur er fast upp við fornleif „Skútar 2776-2“ út fyrir 15 m friðhelgi fornleifarinnar. gróðurbelti sem skipulagt er við fornleifar „Skútar 2776-4, 5, 6 og 8“ þarf að færa vegna 15 m friðhelgi fornminjanna. Samkvæmt skipulagsdrögunum á að leggja veg um 2 metra frá fornleif Skútar 2776-16 sem er þar með innan 15 m friðhelgi hennar. Þar þarf að færa veginn þannig að hann raski ekki fornleifum.

Sveitarstjórn samþykkti að byggingarreitir og framkvæmdir á deiliskipulagi skuli aðlaga að helgunarsvæði friðlýstra menningarminja sbr. erindi sendanda.

Athugasemd c) Gömul fornleifanúmer eru inná skipulagsuppdrættinum, EY217:009 og EY-271:007 (2x). Þau eru óþörf þar sem skráningin hefur nú verið uppfærð.

Sveitarstjórn samþykkti að merkingar á deiliskipulagsuppdrætti verði uppfærðar miðað við ný skráningarnúmer.

Athugasemd d) Í kafla 2.7 þarf að taka fram að eftir eigi að skrá fornleifar á hluta skipulagssvæðisins og hvenær verði gengið frá þeirri skráningu.

Sveitarstjórn samþykkti að tekið skuli fram í kafla 2.7 í greinargerð deiliskipulags að eftir sé að skrá fornminjar á hluta skipulagssvæðisins.

Athugasemd e) Sendandi vekur athygli á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 þar sem fram kemur að ef áður ókunnar minjar finnist við framkvæmdir skuli framkvæmd stöðvuð og Minjastofnun tilkynnt um minjarnar.

Gefur ekki tilefni til bókunar.

2. erindi, sendandi Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra

athugasemd a) Sendandi telur að umgengisreglur innan geymslusvæðis þurfi að vera skýrari og að þar þurfi að koma fram að vélum, tækjum og bílum skuli raðað upp á snyrtilegan hátt svo auðveldlega megi hafa eftirlit með ástandi þeirra.

Sveitarstjórn samþykkt að ákvæði um að bílum, tækjum og vélum inni á geymslusvæði skuli raðað reglulega upp svo unnt sé að komast að öllum munum og meta ástand þeirra skuli bætt við umgengisreglur í deiliskipulagi.

Athugasemd b) Sendandi telur mikilvægt að ekki verið heimilt að geyma á svæðinu aðra lausamuni en bíla, vélar og tæki sem hafa verið tæmd af olíum og öðrum spilliefnum.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að búnaður og munir sem þörf verður á að geyma á geymslusvæðinu verði fjölbreyttari en svo að hægt sé að einskorða skipulagsskilmálana við að einungis sé heimilt að geyma vélar, bíla og tæki. Skipulags- og umhverfisnefnd telur afar brýnt að fyrirbyggja að spilliefni berist frá geymslusvæði út í umhverfið og bendir á að skilmálar um yfirborðsfrágang geymslusvæðis í kafla 3.11 í greinargerð deiliskipulags miði að því marki.

Sveitarstjórn samþykkti að fulltrúar sveitarfélagsins fundi með HNE til að fara yfir athugasemdina.

Athugasemd c) Að mati sendanda þarf að gera grein fyrir því hvaða framkvæmdir og aðgerðir felast í fyrsta áfanga geymslusvæðisins.

Sveitarstjórn samþykkti að afmörkun á umfangi fyrsta áfanga, nákvæmari afmörkun framkvæmdatíma sem og upplýsingum um yfirborðsfrágang og uppbyggingu og fráveitu geymsluplans sé fært inn í deiliskipulagsgögnin.

Athugasemd d) Gera hefði þurft grein fyrir því í umhverfisskýrslu sem fylgdi skipulagstillögunum hvaða áhrif þættir á borð við hávaða, ryk og lykt frá iðnarstarfsemi s.s. efnisvinnslu, steypustöð og malbikunarstöð kunna að hafa á aðra starfsemi sem fyrirhuguð er innan svæðisins, þar á meðal söfn, markaðstorg, starfsmannabústaði og íbúðarhús.

Sveitarstjórn samþykkti að mati á áhrifum hávaða, ryks og lyktar frá athafnasvæði á aðra starfsemi innan svæðisins sé bætt við umhverfisskýrslu.

Athugasemd e) Fram kemur ýmsar lagnir liggi um svæðið þar á meðal aðveitulögn fyrir neysluvatn til Akureyrar. Mikilvægt er að settar verði verklagsreglur sem tryggja að neysluvatnslagnir og aðrar lagnir á svæðinu skemmist ekki vegna vinnu eða framkvæmda á svæðinu.

Sveitarstjórn samþykkti að upplýsingum um helgunarsvæði hverrar lagnar sé bætt við greinargerð deiliskipulags sem og ákvæði um að framkvæmdir innan helgunarsvæðisins og ráðstafanir sem geta haft áhrif á viðkomandi lögn séu háðar samþykki eiganda langarinnar.

Athugasemd f) Sendandi telur upp þær framkvæmdir og starfsemi sem fram koma í deiliskipulagstillögunni sem háðar eru starfsleyfi eða eru eftirlitsskyldar af hálfu heilbrigðiseftirlits.

Sveitarstjórn samþykkti að upplýsingum um leyfisskylda og eftirlitsskyldar framkvæmdir og starfsemi sé bætt við greinargerð deiliskipulags.

3. erindi, sendandi Umhverfisstofnun

Athugasemd a) Umhverfisstofnun telur að leggja eigi áherslu á að langtíma geymsla verði eins innarlega í námunni og kostur er. Ljóst má verða að það taka mun langan tíma að reisa þau mannvirki sem skilgreind eru í skipulaginu. Því þarf að leggja megináherslu á að koma tækjum, vélum og öðru dóti sem best fyrir þannig að ekki verði til lýta því hér eru fyrirhugaðar framkvæmdir sem munu hafa langan aðdraganda og mikilvægt að leggja mikla áherslu á að ásýnd svæðisins verði sem best.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að komið sé til móts við athugasemd sendanda á fullnægjandi hátt í auglýstri skipulagstillögu.

4. erindi, sendandi Skógræktin

Athugasemd a) Í tillögu að deiliskipulagi sést að hluti skógræktarsvæðis á Moldhaugum fer undir byggingar m.m. (t.d. byggingar 1, 3 og 7) á hluta svæðis sem á uppdrætti er merkt safnsvæði. Nú er ekki fyllilega ljóst skv. greinagerð með deiliskipulagsbreytingartillögunni, að hvaða leyti þarf að ryðja þennan skóg, og vissulega væri eðlilegt að því væri meiri gaumur gefinn í deiliskipulagstillögunni. Þá bendir Skógræktin á að þurfi að ryðja skóg undir mannvirki eða annað, og þannig að þar með sé ekki mögulegt að rækta skóg upp á sama stað, fellur það undir 19. gr. laga um skóga og skógrækt nr. 33/2019, þar sem segir að varanleg eyðing skóga sé óheimil nema til komi mótvægisaðgerðir, og að framkvæmdaleyfi sé háð því að Skógræktin samþykki mótvægisaðgerðir.

Sveitarstjórn samþykkti að upplýsingum sem fram koma í erindi sendanda um eyðingu skógar og mótvægisaðgerðir verði bætt við skilmála deiliskipulags.

5. erindi, sendandi Vegagerðin

Athugasemd a) Vegagerðin óskar eftir því að skilyrði verði sett um að samráð verði haft við Vegagerðina við hönnun jarðvegsmana til að forðast óþarfa snjósöfnun á þjóðvegi 1.

Sveitarstjórn samykkti að skilmála verði bætt við deiliskipulag um að samráð við Vegagerðina skuli fara fram áður en framkvæmdaleyfi vegna jarðvegsmana við þjóðveg 1 er gefið út.

Athugasemd b) Í greinagerð kemur fram að endurskoða þarf gatnamót við þjóðveg 1 í

samráði við Vegagerðina, sem er í samræmi við fyrri umsagnir.

Á auglýsingartímabili skipulagstillögunnar kom einnig annað erindi frá sendanda þar sem þess var óskað að vegamót skipulagssvæðisins við þjóðveg 1 væru skilin frá skipulagstillögunni til að unnt væri að útfæra vegamótin á fullnægjandi hátt síðar án deiliskipulagsbreytingar.

Sveitarstjórn telur óheppilegt að gatnamótin verði skilin frá deiliskipulaginu.

6. erindi, sendandi Norðurorka

Athugasemd a) sendandi upplýsir að stofnlögn hitaveitu og vatnsveitu frá Vöglum/Þelamörk að Akureyri liggi um skipulagssvæðið og að ekki sé heimilt að fergja hana eða raska á annan hátt.

Sveitarstjórn samþykkti að upplýsingum um helgunarsvæði hitaveitu- og vatnsveitulagna á skipulagssvæðinu verði bætt við greinargerð deiliskipulags sem og ákvæði um að framkvæmdir innan helgunarsvæðisins eða framkvæmdir sem geta haft áhrif á lögnina séu háðar leyfi Norðurorku.

Athugasemd b) sendandi upplýsir að verið sé að meta hvort hitaveitulögn sem um svæðið liggur anni væntanlegu byggingarmagni á skipulagssvæðinu.

Gefur ekki tilefni til bókunar.

7. erindi, sendandi Rarik

Athugasemd a) sendandi bendir á vegna fyrirhugaðra framkvæmda geti þurft að færa tvo 11 kv jarðstrengi sem liggja um skipulagssvæðið og fer fram á samráð vegna nýrra lagnaleiða fyrir strengina.

Sveitarstjórn samykkti að ákvæði um samráð við Rarik vegna færslu jarðstrengjanna verði bætt við deiliskipulagsgreinargerðina.

8. erindi, sendandi Náttúrufræðistofnun Íslands

Athugasemd a) Sendandi bendir á að tveir votlendisflákar sem fram koma í lýsingu Harðar Kristinssonar frá 1999 skarist að einhverju leyti við lóðir nr. 21 og 23 og að það fari ekki saman við það sem fram kemur í töflu 11 í matsskýrslu aðalskipulagstillögu.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að skörun við votlendisfláka við lóðir 21 og 23 sé svo óveruleg að það gefi ekki tilefni til breytinga á auglýstum skipulagstillögum.

Athugasemd b) sendandi bendir á að gömul skráning bendi til að Maríulykill finnist á Moldhaugnahálsi, en Maríulykill er á válista NÍ. Sendandi telur að kanna þurfi fyrirhugað framkvæmdasvæði í júní mánuði til að ganga úr skugga um að verndaðar gróðurtegundir raskist ekki vegna framkvæmdaráforma.

Sveitarstjórn samþykkti að ákvæði um verndun Maríulykils verði bætt við greinargerð deiliskipulags og að áður en til útgáfu framkvæmdaleyfis komi skuli liggja fyrir úttektarskýrsla þar til bærs aðila þar sem staðsetning gróðurtegunda á válista komi fram.

Athugasemd c) Til að draga úr búsvæðatapi vaðfugla við framkvæmdir vill Náttúrufræðistofnun hvetja til þess að sem mestu af óröskuðum svæðum verði hlíft og trjágróður notaður sparlega og staðsettur sem næst þeim mannvirkjum sem honum er ætlað að fela.

Sveitarstjórn bendir á að fyrirhuguð skjólbelti/skógrækt á svæðinu þjóni þeim tilgangi að takmarka innsýn á svæðið. Því er óheppilegt að draga úr umfangi þeirra.

Athugasemd d) Hins vegar mætti setja skilyrði um snyrtilegan frágang námunnar þar sem vinnslu er lokið og áfangaskipta frekari námuvinnslu. Skógrækt og manngerð landmótun munu aldrei bæta fyrir horfin landslagsform en gætu dregið úr neikvæðri ásýnd námuvinnslunnar á landslagið.

Sveitarstjórn bendir á að áfangaskiptingu efnistöku og frágangi námusvæðis að starfsemi lokinni er lýst í deiliskipulagsgögnum. Sveitarstjórn bendir ennfremur á að landmótun og skógrækt dragi úr innsýn á svæðið og stuðli því að öðrum umhverfistengdum markmiðum skipulagsins. Því sé ekki heppilegt frá umhverfislegu sjónarmiði að draga úr umfangi þeirra framkvæmda.

Sveitarstjórn samþykkti að auglýstum aðal- og deiliskipulagstillögum verði breytt í samræmi við afgreiðslu nefndarinnar á athugasemdum 1a, 1b, 1c, 1d, 2a, 2c, 2d, 2e, 2f, 4a, 5a, 6a, 7a og 8b.

Sveitarstjórn samþykkti að svo breytt aðalskipulagstillaga verði samþykkt skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku aðalskipulagsbreytingarinnar.

Sveitarstjórn samþykkti að fundað verði með HNE vegna athugasemda sem fram koma í erindi þess áður en deiliskipulagstillaga verður afgreidd endanlega.

b) Í lið 3, Lækjarvellir, breyting á deiliskipulagi

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Lækjarvalla unnin af Landmótun dags. 9.2.2023. Fyrir liggur samþykki annara landeigenda á skipulagssvæðinu á tillögunni.

Sveitarstjórn samþykkti að vinnslu tillagan verði sett í kynningarferli.

c) Í lið 4, Lónsá, hugmyndir um ofanvatnslausnir frá Móahverfi á Akureyri

Framhald umræðu um kynningu frá Akureyrarbæ um Móahverfi. Blágrænar ofanvatnslausnir verða hafðar í hávegum í hönnun á hverfinu. Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi gerðu skipulags- og umhverfisnefnd grein fyrir rýni sínu á ofanvatnslausnum í Móahverfi.

Sveitarstjórn samþykkti að þar sem að það er ljóst að ofanvatnið muni renna að sveitarfélagamörkum Akureyrar og Hörgársveitar þá geri Hörgársveit kröfu um að öll útfærsla blágrænna ofanvatnslausna verði unnin í samráði við skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar. Jafnframt bendir skipulags- og umhverfisnefnd á að til að hverfið geti að fullu talist blágrænt þá þarf að gera kröfu um að öll þök séu græn.

d) Í lið 5, Vaglir, ósk um breytingu á skráningu

Ármann Halldórsson sækir f.h. Framkvæmdasýslunnar - Ríkiskaupa um samþykki sveitarstjórnar við hnitsetningu lóðar fyrir vatnsból á Vöglum (Vaglir lóð, L152545). Erindinu fylgir uppdráttur dags. 17. janúar 2022.

Sveitarstjórn samþykkti erindið.

e) Í lið 7, Akureyrarbær, svæði fyrir litabolta í landi Blómsturvalla

Erindi frá Akureyrarbæ þar sem kynntar eru hugmyndir um litaboltavöll í landi í eigu Akureyrarbæjar að Blómsturvöllum í Hörgársveit.

Sveitarstjórn óskar eftir uppdrætti sem sýnir á greinilegan hátt skipulag svæðisins og staðsetningu bílastæða, salernisaðstöðu og aðstöðuhúss. Eins með hvaða hætti fyrirhugað er að uppfylla reglur sem eru grundvöllur starfsleyfis, umgengni varðandi nærliggjandi starfsemi er hugsuð og með hvaða hætti er hugsað að ganga frá svæðinu þegar starfsemi lýkur.

Sveitarstjórn samþykkti að þegar þær upplýsingar liggja fyrir verði erindið tekið fyrir að nýju í skipulags- og umhverfisnefnd.

5. Fundargerð afgreiðslufundar SBE frá 50. fundi

Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerðir stjórnar SSNE frá 46. og 47. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

7. Fundargerðir stjórnar Minjasafnsins frá 1. til 5. fundar

Fundargerðirnar lagðar fram.

8. Fundargerð HNE frá 227. fundi

Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerðir stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá 917. og 918 fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

10. SSNE, líforkuver – viljayfirlýsing

Lagt fram erindi frá SSNE ásamt drögum að viljayfirlýsingu sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra um frekari undirbúning að líforkuveri á Dysnesi í Hörgársveit.

Sveitarstjórn Hörgársveitar lýsir yfir vilja til að taka þátt í frekari vinnu við verkefnið sem leiði betur í ljós forsendur fyrir líforkuveri með nákvæmari útreikningum á kostnaðaráætlun og rekstraráætlun. Eins verði skoðað betur stærð og staðarval sem fallið getur að nærumhverfi líforkuvers.

11. Barnaverndarþjónusta, samningur

Lagður fram samningur Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar.
Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti samninginn fyrir sitt leyti.

12. Samþykktir um stjórn Hörgársveitar breytingar, fyrri umræða

Sveitarstjórn samþykkti að gerðar verði eftirfarandi breytingar á gildandi samþykkt um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar:

 1. gr. (2.mgr.)

Sveitarstjórn heldur reglulega fundi á skrifstofu sveitarfélagsins fjórða fimmtudag í mánuði, kl. 09:15, nema sveitarstjórn ákveði annað. Þó heldur sveitarstjórn ekki reglulegan fund í júlí mánuði.

 1. gr.
 2. Auk þess tekur sveitarstjórn þátt í kosningu og starfsemi við eftirtaldar nefndir, stjórnir, ráð og þjónustu á sameiginlegum vettvangi sveitarstjórna í Eyjafirði, eftir því sem við á hverju sinni:
 3. Barnaverndarnefnd.
 4. Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra.
 5. Skólanefnd Menntaskólans á Akureyri.
 6. Skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga.
 7. Skólanefnd Verkmenntaskólans á Akureyri.
 8. Gróðurverndarnefnd.
 9. Byggingarnefnd Menntaskólans á Akureyri.
 10. Byggingarnefnd Menntaskólans á Tröllaskaga.
 11. Byggingarnefnd Verkmenntaskólans á Akureyri.
 12. Stjórn Flokkunar Eyjafjarðar ehf.
 13. Stjórn Moltu ehf.

Við C-lið bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:

 1. Umdæmisráð barnaverndar. Samkvæmt samningi um rekstur umdæmisráðs landsbyggða skipa aðildarsveitarfélögin fimm manna valnefnd sem fer með umboð sveitarfélaganna til skipunar í umdæmisráð barnaverndar. Skipunartími umdæmisráðs er fimm ár.
 2. Barnaverndarþjónusta Eyjafjarðar. Samkvæmt samningi um rekstur barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar, sbr. auglýsingu (samningur Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar), fer Akureyrarbær með verkefni barnaverndarþjónustu samkvæmt 10.gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 sem ekki eru falin öðrum.

13. Samningur um sorphirðu.

Rætt um breytingar á fyrirkomulagi úrgangsmála, sorphirðu ofl.

Sveitarstjórn samþykkti að segja upp núverandi samningi um sorphirðu og mun þá þeim samningi ljúka 30.6.2023.

Sveitarstjórn samþykkti að leita samstarfs við nágrannasveitarfélögin um samræmt fyrirkomulag úrgangsmála, undirbúning útboðs sorphirðu og útboðsgögn.

14. Trúnaðarmál

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 12:30