Sveitarstjórn, fundur nr. 145

20.12.2022 14:15

Sveitarstjórn Hörgársveitar

145. fundur

Fundargerð

 

Þriðjudaginn 20. desember 2022 kl. 14:15 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir (í fjarfundi), Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri

Þetta gerðist:

1. Álagningarhlutfall útsvars 2023

Lagt fram erindi frá Sambandi isl. Sveitarfélaga þar sem kynnt er samkomulag sem gert hefur verið um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk. Samkomulagið gerir m.a. ráð fyrir breytingu á hámarksútsvari sveitarfélaga.

Sveitarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2023 verði 14,74%.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 14:25