Sveitarstjórn, fundur nr. 142

26.10.2022 09:00

Sveitarstjórn Hörgársveitar

142. fundur

Fundargerð

Miðvikudaginn 26. október 2022 kl. 09:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Axel Grettisson, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri

Þetta gerðist:

1. Fundargerð fræðslunefndar frá 18.10.2022

Fundargerðin lögð fram og er hún í 9 liðum og þarfnast 2 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 4, reglur um inntöku barna - endurskoðun

Lögð var fram tillaga að breytingum á reglum um inntöku barna í Álfastein.

Sveitarstjórn samþykkti reglurnar.

b) Í lið 5, gjaldskrá – afsláttarreglur

Lögð var fram tillaga að reglum um afslætti gjalda fyrir Álfastein. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

2. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 25.10.2022

Fundargerðin lögð fram og er hún í 13 liðum og þarfnast 9 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 3, Norðurorka, hitaveitulögn frá Hjalteyri að sveitarfélagamörkum við Dalvíkurbyggð

Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar um framkvæmdina sem og matskyldu.

Sveitarstjórn samþykkti að skipulagsfulltrúa verði falið að senda umsögn þar sem meðal annars komi fram að Hörgársveit telji framkvæmdina ekki matskylda.

b) Í lið 4, efnistaka í Skriðu, umsókn um framkvæmdaleyfi

Lagt fram erindi þar sem sótt erum framkvæmdaleyfi vegna efnistöku og landmótunar í landi Skriðu. Um er að ræða efnistöku á svæði E8 í aðalskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkti að framkvæmdaleyfið verði veitt þegar skriflegt samþykki allra landeigenda sem eiga hlutdeild í efnistökusvæði E8 liggur fyrir.

c) Í lið 5, Hjalteyrarvegur 16, nafnabreyting umsækjanda

Lagt fram erindi þar sem sótt er um nafnabreytingu á umsókn um lóðina Hjalteyrarvegur 16. En Páll Rúnar Pálsson hefur staðfest að hann hefur fallið frá umsókn sinni.

Sveitarstjórn samþykkti að í stað Lene Zachariassen og Páli Rúnari Pálssyni, verði Lene Zachariassen kt. 240661-7649 og Nikola Zdenko Peros kt. 200277-2289 skráðir lóðarhafar á lóðinni Hjalteyrarvegur 16, enda verði búið að gefa út byggingarleyfi fyrir hús á lóðinni innan árs frá úthlutun.

d) Í lið 6, Arnarholtsvegur 7, umsókn um lóð

Lögð fram umsókn þar sem sótt er um frístundahúsalóðina Arnarholtsveg 7, Hjalteyri.

Sveitarstjórn samþykkti að Sean Thomasi Fraser kt. 220269-2809 og Sharron Andreu Fraser kt. 020371-3159 verði úthlutuð lóðin nr. 7 við Arnarholtsveg, Hjalteyri.

e) Í lið 8, Skipulagsstofnun, bréf vegna endurskoðunar aðalskipulags

Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun með fyrirspurn um áform um endurskoðun aðalskipulags.

Sveitarstjórn samþykkti að farið verði í endurskoðun aðalskipulags og skipulagsfulltrúa falið að svara erindinu.

f) Í lið 9, Glæsibær, erindi vegna efnislosunar og landmótunar

Lagt fram erindi frá eigendum Glæsibæjar varðandi efnislosun og landmótun í landi Glæsibæjar.

Sveitarstjórn samþykkti að erindið verði grenndarkynnt. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki verði gerð athugasemd. Ef ekki koma athugasemdir á grenndarkynningartímabilinu þá telst erindið samþykkt.

g) Í lið 10, Glæsibær 2, umsókn um byggingareit

Lögð fram umsögn sóknarnefndar vegna umsóknar eigenda Glæsibæjar 2 um samþykki við byggingarreit fyrir aðstöðuhús/geymslu á lóðinni Glæsibær 2. Sóknar-nefnd setur sig ekki upp á móti fyrirhugaðri framkvæmd enda verði passað uppá að húsið verði ekki lýti á staðnum og falli að ásýnd kirkjunnar eftir því sem hægt er.

Sveitarstjórn samþykkti að erindið verði grenndarkynnt. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki verði gerð athugasemd. Ef ekki koma athugasemdir á grenndarkynningartímabilinu þá telst erindið samþykkt með þeim skilyrðum að veggir verði hvítmálaðir og þak rauðmálað í samræmi við kirkjuna.

h) Í lið 12, útgáfa framkvæmdaleyfa og eftirlit með bakkavörnum

Umræður um bakkavarnir í Hörgá og skilyrði í framkvæmdaleyfum fyrir efnistöku.

Sveitarstjórn samþykkti að ráðinn verði eftirlitsaðili með efnistöku og bakkavörnum í sveitarfélaginu og samþykkti að við útgáfu framkvæmdaleyfa og við efnistöku úr Hörgá verði alltaf hugað að bakkavörnum hennar.

i) Í lið 13, ofanflóðahætta í Hörgársveit

Umræður um ofanflóðahættur í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn óskar eftir því við Veðurstofuna að Hörgársveit fái kynningu á þeim skýrslum sem til eru um ofanflóðahættur í sveitarfélaginu sem allra fyrst.

3. Fundargerð rekstrar – og framkvæmdanefndar frá 18.10.2022

Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa frá 17. fundi

Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð aðalfundar Flokkunar frá 20.9.2022

Fundargerðin lögð fram ásamt ársreikningi 2021.

6. Fundargerðir stjórnar Norðurorku frá 278. og 279. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

7. Fundargerðir stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá 913. og 914. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

8. Málefni fatlaðs fólks, samningur um samstarf á þjónustusvæðinu

Umræður um stöðu málaflokksins. Lagður fram samningur frá 2010 um samstarf á þjónustusvæðinu og samskipti og svör varðandi starfsemina.

9. Ungmennaráð, skipun ráðsins

Endurskipa þarf fulltrúa í Ungmennaráðið þar sem sú sem tilnefnd var á síðasta fundi óskar eftir að taka ekki sæti í ráðinu.

Sveitarstjórn samþykkti að skipa Jónatan Smára Guðmundsson í ungmennaráðið.

10. Velferðar- og skólaþjónusta, verkefnistillaga ráðgjafa

Lögð voru fram drög að samningi og verkefnistillagu KPMG varðandi skoðun á sameiginlegri velferðar- og skólaþjónustu og stöðu mála í dag.

Sveitarstjórn samþykkti að Hörgársveit verði aðili að verkefninu og greiði kostnað við það í samræmi við íbúatölu.

11. Samkomulag um styttingu vinnuvikunnar í Þelamerkurskóla

Lögð fram tillaga að samningi um styttingu vinnuvikunnar í Þelamerkurskóla í samræmi við kjarasamninga.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

12. Reglur um launalaust leyfi

Lögð fram tillaga að reglum um launalaust leyfi starfsmanna sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkti reglurnar.

13. Umsókn um launalaust leyfi

Lögð fram beiðni frá leikskólastjóra Álfasteins um launalaust leyfi fyrir starfsmann Álfasteins.

Sveitarstjórn samþykkti erindið.

Jón Þór Benediktsson vék af fundi undir þessum lið.

14. Samstarfssamningur um Almannavarnir

Lögð fram tillaga að endurnýjuðum samningi vegna fækkunar á sveitarfélögum við sameiningar.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

15. Flugklasinn, ósk um áframhaldandi samning um stuðning

Erindið lagt fram.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

16. Unicef á Íslandi, bréf

Erindið lagt fram en það varðar starfsemi ungmennaráðs.

17. Fjárhagsáætlun 2023, fyrri umræða

Tillaga að fjárhagsáætlun lögð fram og rædd.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa tillögunni til síðari umræðu.

18. Hagabyggð, samstarfssamningur um 2. áfanga

Samningurinn lagður fram.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

19. Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 12:30