Sveitarstjórn, fundur nr. 141

22.09.2022 09:15

Sveitarstjórn Hörgársveitar

141. fundur

Fundargerð

Fimmtudaginn 22. september 2022 kl. 09:15 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn:  Axel Grettisson, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri

Þetta gerðist:

1. Fundargerð fræðslunefndar frá 6.9.2022

Fundargerðin lögð fram og er hún í 16 liðum og þarfnast 1 liður afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 12, reglur um launalaust leyfi

Rætt um reglur um launalaust leyfi hjá starfsmönnum sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkti að reglur um launalaust leyfi verði endurskoðaðar og komi til afgreiðslu á næsta fundi.

2. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 20.9.2022

Fundargerðin lögð fram og er hún í 14 liðum og þarfnast 8 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 1, Dalvíkurlína 2

Lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa skipulagstillögu á vinnslustigi í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

b) Í lið 2, Moldhaugar/Skútar, aðal- og deiliskipulag

Tillaga að breytingu á aðal- og deiliskipulagi.  Lögð fram umhverfisskýrsla vegna deiliskipulagstillögu.

Sveitarstjórn samþykkti að tímasettri aðgerðaáætlun skuli bætt við deiliskipulags-tillöguna.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa aðal- og svo breyttri deiliskipulagstillögu vegna Moldhaugnaháls í auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

c) Í lið 4, Geirhildargarðar land, umsókn um stöðuleyfi

Lögð fram skýrsla um staðbundið hættumat frá Veðurstofunni.

Sveitarstjórn samþykkti byggingarreit fyrir stöðuhýsi á Geirhildargörðum.

Ásrún Árnadóttir vék af fundi undir þessum lið.

d) Í lið 5, Ásláksstaðir umsókn um byggingarreit

Lögð fram umsókn um byggingarreit fyrir stöðuhýsi.

Sveitarstjórn samþykkti byggingarreit fyrir stöðuhýsi að Ásláksstöðum.

e) Í lið 6, efnistaka á svæði 9 í Hörgá, umsókn um framkvæmdaleyfi

G.V. gröfur sækja um framkvæmdaleyfi vegna 100.000 rúmmetra efnistöku á svæði E9 í Hörgá á tímabilinu 1. október 2022 til 31. desember 2023.

Sveitarstjórn samþykkti að framkvæmdaleyfið verði veitt, enda liggi fyrir skriflegt samþykki allra landeigenda áður en framkvæmdaleyfið er gefið út.

f) Í lið 7, Sólbakki, umsókn um byggingarreit

Piltur og stúlka ehf. kt. 510118-0730 sækir um samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir 100 fm sumarbústað á landeigninni Sólbakka úr landi Ytri-Bakka. Erindinu fylgir uppdráttur dags. 19.09.2022.

Sveitarstjórn samþykkti að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við byggingar-áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt.

Jón Þór Benediktsson vék af fundi undir þessum lið.

g) Í lið 8, Hagabyggð 2. áf. gatnagerð, umsókn um framkvæmdaleyfi

Ólafur Aðalgeirsson óskar f.h. GLB 17 ehf. eftir framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar og fráveitu í öðrum áfanga Hagabyggðar.

Sveitarstjórn samþykkti erindið, enda liggi fyrir tilskildar teikningar, samstarfssamningur við sveitarfélagið og gildistaka skipulags áður en framkvæmdaleyfi er gefið út.

h) Í lið 10, gatnamót þjóðvegar 1 við Álfastein

Umræður um vegabætur við leikskóla sem áttu að framkvæmast í sumar.

Sveitarstjórn Hörgársveitar ítrekar við Vegagerðina að vegabætur verði gerðar nú þegar á þjóðvegi 1 við leikskólann Álfastein. Jafnframt verði þéttbýlisskilti við þjóðveg 1 sett upp til samræmis við sveitarfélagamörk, með þeim hætti að skilti varðandi þéttbýlið Lónsbakka verði sett við þéttbýlismörk þess.

h) Í lið 14, umhverfisstefna

Aðgerðaráætlun – fjárhagsáætlun 2023.

Sveitarstjórn samþykkti að í fjárhagsáætlun 2023 verði gert ráð fyrir fjármagni til þess að uppfylla betur aðgerðaráætlun í umhverfismálum.

3. Fundargerð félagsmála- og jafnréttisnefndar frá 20.9.2022

 Fundargerðin lögð fram. 

4. Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa frá 45. og 46. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

5. Fundargerð aðalfundar SBE frá 6.9.2022

Fundargerðin og ársreikningur 2021 lögð fram.

6. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 277. fundi

Fundargerðin lögð fram. 

7. Fundargerð stjórnar SSNE frá 39. fundi

Fundargerðin lögð fram. 

8. Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni

Samningsdrög lögð fram.

Sveitarstjórn samþykkti að taka þátt í umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Hörgársveitar.

9. Ungmennaráð, skipun ráðsins

Samkvæmt reglum um ungmennaráð Hörgársveitar skipar sveitarstjórn eftirtöld ungmenni í ráðið til tveggja ára:

Tilnefnd af Þelamerkurskóla:

Aðalfulltrúar:                                                      Varafulltrúar:

Juliane Liv Sörensen 10. bekk.                           Rafael Hrafn Keel Kristjánsson 6. bekk.

Lilja Lind Torfadóttir 10. bekk.                           Ylva Sól Agnarsdóttir 6. bekk.

Arnsteinn Ýmir Hjaltason 7. bekk.

Tilnefnd af Ungmennafélaginu Smáranum:

Aðalfulltrúi:                                                          Varafulltrúi:

Ævar Ottó Arnarsson                                           Liv Sólrún B. Stange

Tilnefnd af sveitarstjórn:

Ólöf Eyrún Bragadóttir

10. N4 samningur um þáttagerð og sýningar

Samningurinn lagður fram.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn sem gerir ráð fyrir að Hörgársveit greiði kr. 179.910,- vegna hans.

11. Áfangastaðaáætlun Norðurlands, tillaga að áfangastöðum 2021-2023

Lögð fram tillaga frá atvinnu- og menningarnefnd um hvaða fimm áfangastaðir í Hörgársveit fari inn í áfangastaðaáætlunina að þessu sinni. En þeir eru:

  1. Hjóla- og göngustígur
  2. Hraun í Öxnadal
  3. Davíðslundur í Fagraskógi
  4. Baðstaður á Hjalteyri
  5. Áningarstaður á Myrká

Sveitarstjórn samþykkti tillöguna.

12. Þelamerkurskóli, tengibygging áfangi 2

Lagður fram verksamningur við Tréverk ehf. um framkvæmdir við áfanga 2 við tengibyggingu við Þelamerkurskóla.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

13. Aðalfundur Hjalteyrar ehf. fundarboð

Fundarboðið lagt fram.

Sveitarstjórn samþykkti að Jón Þór Benediktsson verði fulltrúi Hörgársveitar á fundinum.

14. Atvinnu- og menningarnefnd, breyting á nefndaskipan

Sveitarstjórn samþykkti með þremur atkvæðum gegn tveimur þær breytingar að Jóhanna María Oddsdóttir komi inn í atvinnu- og menningarnefnd í stað Kolbrúnar Lind Malmquist, sem er orðin starfsmaður sveitarfélagsins.  Eva Hilmarsdóttir verði formaður nefndarinnar.

Jón Þór og Jónas Þór óskuðu eftir að bókað yrði að þessi skipan formanns væri ekki í samræmi við það sem rætt var um við nefndaskipan eftir kosningar í vor.

15. Þelamerkurskóli, endurbygging og framtíðarskipulag

Á fundinn mættu Fanney Hauksdóttir og Anton Örn Brynjarsson frá AVH ehf., Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skólastjóri Þelamerkurskóla og Jón Þór Brynjarsson forstöðumaður þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins. Farið var yfir hönnun og fyrirkomulag varðandi endurbyggingu og framtíðarskipulag húsnæðismála Þelamerkurskóla.

16. Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 13:50