Sveitarstjórn, fundur nr. 140

15.08.2022 09:15

Sveitarstjórn Hörgársveitar

140. fundur

Fundargerð

Mánudaginn 15. ágúst 2022 kl. 09:15 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn:  Axel Grettisson, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri

Þetta gerðist:

1. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 12.8.2022

Fundargerðin lögð fram og er hún í 16 liðum og þarfnast 10 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 2,  Dalvíkurlína 2

Kynning á stöðu mála. Lagt fram og kynnt minnisblað Vegagerðarinnar varðandi legu þjóðvegar 1 frá Lónsbakka að Moldhaugum. Þá var lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun er varðar beiðni um umsögn vegna framkvæmdarinnar.

Sveitarstjórn samþykkti að veita jákvæða umsögn um framkvæmdartilkynningu vegna Dalvíkurlínu 2 og þar komi fram áform sveitarfélagsins varðandi göngu og hjólastíg.  Jafnframt verði óskað eftir greinargerð framkvæmdaaðila um áhrif raf- og segulsviðs á gangandi og hjólandi umferð.

b) Í lið 3, Reynihlíð 20-26, breyting á deiliskipulagi

Borist hefur skrifleg yfirlýsing allra hagsmunaaðila um að ekki sé gerð athugasemd við breytingu á deiliskipulagi lóðanna Reynihlíðar 20, 22, 24 og 26. Skipulagsbreytingin er því samþykkt.

Sveitarstjórn samþykkti að úthluta lóðunum nr. 20, 22, 24 og 26 við Reynihlíð til Böggs ehf. kt. 471004-3750.

c) Í lið 7, grenndarkynning á breytingu á Þelamerkurskóla

Kynnt var niðurstaða grenndarkynningar.

Sveitarstjórn tekur undir afsökun skipulags- og umhverfisnefndar og mun eiga samtal við eigendur Laugalands 2 um málið.

d) Í lið 9, Orkustofnun, nýtingarleyfi fyrir jarðhitasvæðið á Hjalteyri, umsögn

Lagt fram erindi þar sem óskað er umsagnar um nýtingarleyfi á jarðhita á Hjalteyri.

Sveitarstjórn samþykkti að í umsögn sveitarfélagsins verði lögð áhersla á forgangsrétt sveitarfélagsins til nýtingar á heitu vatni og nauðsynlega aðkomu Norðurorku á hitaveitu- og/eða varmadæluvæðingu í Hörgárdal og Öxnadal.

e) Í lið 10, Björg 2 og 3, ný landamerki

Lagt fram erindi frá eigendum að Björgum 2 og 3 þar sem óskað er eftir samþykki fyrir breytingum á landamerkjum.

Sveitarstjórn samþykkti erindið.

f) Í lið 11, Glæsibær 3, umsókn um byggingarreit

Lagt fram erindi frá eigendum að Glæsibæ 3 þar sem óskað er eftir heimild fyrir byggingarreit fyrir geymsluskúr.  Umsókninni fylgir uppdráttur.

Sveitarstjórn hafnar erindinu með tilliti til staðsetningar, aðkomu og ásýnd að Glæsibæjarkirkju.

g) Í lið 13, Reynihlíð 12 b, umsókn um stækkun lóðar

Lagt fram erindi frá eigendum að Reynihlíð 12 b, þar sem óskað er eftir stækkun lóðar.

Sveitarstjórn samþykkti að hafna erindinu.

h) Í lið 14, Richardshús Hjalteyri, umsókn um stækkun lóðar

Lagt fram erindi frá eigendum Richardshúss, þar sem óskað er eftir stækkun lóðar.

Sveitarstjórn samþykkti að hafna erindinu.

i) Í lið 15, Glæsibær/Hagabyggð, aðal- og deiliskipulag

Auglýsingartímabili aðal- og deiliskipulagstillagna vegna 2. áfanga Hagabyggðar í landi Glæsibæjar lauk 27. júlí sl. og bárust fjögur erindi vegna málsins. Sveitarstjórn fór yfir innkomin erindi í þeirri röð sem á eftir fer:

Erindi 1, sendandi Minjastofnun.

Athugasemd a) Sendandi telur að merkja þurfi fornleifar Ey-247:14 með flöggum á framkvæmdatíma svo þær spillist ekki af vangá við vinnu við rotþró.

Afgreiðsla Sveitarstjórnar:

Sveitarstjórn samþykkti að framkvæmdaaðila verði gert að merkja fornleifar Ey-247 með flöggum á framkvæmdatíma.

Athugasemd b) Sendandi telur að hnika þurfi göngustíg milli lóða 2 og 4 aðeins sunnar til að koma í veg fyrir skemmdir á fornminjum, svo og að merkja fornleifarnar með flöggum á framkvæmdatíma.

Afgreiðsla sveitarstjórnar:

Sveitarstjórn samþykkti að göngustíg milli lóða 2 og 4 sé hnikað til suðurs frá fornminjum Ey-247:14 og að minjarnar verði auk þess merktar með flöggum á framkvæmdatíma.

Ekki eru gerðar athugasemdir við auglýstar skipulagstillögur í erindum sem bárust frá Norðurorku, Vegagerðinni né í bókun Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar á fundi 3. maí 2022.

Sveitarstjórn samþykkti að auglýstum skipulagsstillögum sé breytt til samræmis við afgreiðslu sveitarstjórnar á athugasemd 1b og eru svo breyttar skipulagstillögur samþykktar skv. 1. gr. 32. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

j) Í lið 16, Víðihlíð 1 og 3, ósk um breytingu er varðar hjólageymslur

Lagt fram erindi frá lóðarhöfum að Víðihlíð 1 og 3 þar sem óskað er eftir heimild til að reisa 9,2 fm hjólageymslu utan byggingarreits við fyrirhuguð fjölbýlishús á lóðunum Víðihlíð 1 og 3 í Lónsbakkahverfi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Batteríið arkitektar dags. 2022-07-28.

Sveitarstjórn samþykkti að fela málshefjanda að gera ráðstafanir til að tryggja að aðvífandi vegfarendur hafi næga yfirsýn þar sem gönguleið að húsi mætir gangstétt við fyrirhugað hjólaskýli, og að svo breyttri breytingartillögu verði vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.

2. Fundargerðir fjallskilanefndar frá 29.6.2022 og 10.8.2022

Fundargerðirnar lagðar fram.

3. Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 9.8.2022

Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð rekstrar- og framkvæmdanefndar frá 9.8.2022

Fundargerðin lögð fram ásamt rammasamningi milli ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða. Þá voru lögð fram drög að samningi við Tréverk ehf. um 2. áfanga tengibyggingar Þelamerkurskóla.

Sveitarstjórn samþykkti að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi við Tréverk ehf. um verkið.

5. Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa frá 41.42.43 og 44. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

6. Fundargerðir HNE frá 224. og 225. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

7. Fundargerðir stjórnar Samb.ísl.sveitarfélaga frá 910. og 911. fundir

Fundargerðirnar lagðar fram.

8. Fundargerð aðalfundar Greiðra leiðar ehf.

Fundargerðin lögð fram ásamt ársreikningi 2021 og samningum um endurfjármögnun.

9. Reglur um greiðslur vegna vistunar barna

Lögð fram tillaga að breytingum á núgildandi reglum er varðar aldur og styrkupphæð.

Sveitarstjórn samþykkti reglurnar og að þær verði kynntar á heimasíðu sveitarfélagsins.

10. Breytingar á skóladagatali Þelamerkurskóla

Lögð fram tillaga að breytingu á skóladagatali Þelamerkurskóla 2022-2023 er varðar árshátíð skólans, vorferðardag og skólaslit.

Sveitarstjórn samþykkti tillöguna og skóladagatalið svo breytt.

11. SSNE, starfshópur samgöngu og innviða

Lagt fram erindi frá SSNE varðandi skipan í starfshópinn.

Sveitarstjórn samþykkti að Jónas Þór Jónasson verði áfram fulltrúi Hörgársveitar.

12. Gásir, eigendaskipti

Lagt fram þinglýst yfirlýsing þar sem fram kemur að Hörgársveit hafi eignast landspildu á Gáseyri með númerunum F2338869/L212274 í slitum á Gásakaupstað ses.  Landspildunni fylgja m.a. tvö salernishús.

13. Grund, ósk um kaup

Lagt fram erindi frá Aðalheiði S Eysteinsdóttur, Brák Jónsdóttur og Þóri Hermanni Óskarssyni þar sem þær falast eftir kaupum á Grund land nr. F2156908. Ákveðið var að leita frekari upplýsinga um stærð og tilhögun landsins. Afgreiðslu frestað.

14. Lausaganga búfjár

Lagt fram erindi frá Valdísi Ingibjörgu Jónsdóttur þar sem hún bendir á þá slysahættu sem lausaganga búfjár veldur við veg 818. 

Sveitarstjórn stefnir að endurskoðun búfjársamþykktar síðar á árinu og verða þar þau atriði sem bréfritari nefnir m.a. til umfjöllunar.

15. Aflið, styrkbeiðni

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir fjárstyrk.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

16. Lánasjóður sveitarfélaga, lántaka

Lögð fram tillaga að samþykkt fyrir lántöku til framkvæmda í samræmi við fjárhagsáætlun.

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 100.000.000, til allt að 17 ára, í samræmi við samþykkta lánsumsókn hjá Lánasjóðnum.  Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum við leikskóla og grunnskóla í sveitarfélaginu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Snorra Finnlaugssyni, sveitarstjóra, kt. 210260-3829, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hörgársveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

17. Viðauki við fjárhagsáætlun 02/2022

Lögð fram tillaga að viðauka 02 við fjárhagsáætlun 2022.

Sveitarstjórn samþykkti viðauka 02 við fjárhagsáætlun ársins 2022 sem gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 57.136 þús.kr. og handbært fé í árslok verði 17.863 þús.kr.

18. Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 12:05