Sveitarstjórn, fundur nr 136

28.04.2022 15:00

Sveitarstjórn Hörgársveitar

136. fundur

Fundargerð

Fimmtudaginn 28. apríl 2022 kl.15:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Jónas Þór Jónasson og María Albína Tryggvadóttir.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

Vignir Sigurðsson og Eydís Ösp Eyþórsdóttir tóku sæti á fundinum fyrir Ásrúnu Árnadóttir og Jón Þór Benediktsson.

1. Skólaakstur

Framhald eftir viðræður við verktaka samkvæmt samþykkt síðasta fundar. Lagðir fram samningar fyrir skólaárið 2022-2023 við núverandi verktaka sem gerðir eru á grundvelli fyrri samninga.

Sveitarstjórn samþykkti samningana.

 

Ásrún Árnadóttir og Jón Þór Benediktsson komu til fundar í stað Vignis Sigurðssonar og Eydísar Aspar Eyþórsdóttur.

2. Ársreikningur Hörgársveitar 2021, síðari umræða

Fyrir fundinum lá endurskoðunarskýrsla frá PWC og staðfestingarbréf sem var yfirfarið á fundinum og er oddvita og sveitarstjóra falið að undirrita bréfið. Fyrri umræða um ársreikninginn fór fram 31. mars 2022. Þá var hann afgreiddur til síðari umræðu.

Sveitarstjórn samþykkti ársreikning Hörgársveitar fyrir árið 2021 og staðfesti hann með undirritun sinni.

3.Fundargerð félagsmála- og jafnréttisnefndar frá 25.4.2022

Fundargerðin lögð fram og þarfnast einn liður afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 1, jafnlaunastefna Hörgársveitar

Lögð fram tillaga að uppfærslu á jafnlaunastefnu Hörgársveitar.

Sveitarstjórn samþykkti jafnlaunastefnu Hörgársveitar eins og hún liggur fyrir.

4.Fundargerð fræðslunefndar frá 26.04.2022

Fundargerðin lögð fram og þarfnast tveir liðir afgreiðslu sveitarstjórnar

a) Í lið 2, skóladagatal Álfasteins 2022-2023

Lögð fram tillaga að skóladagatali.

Sveitarstjórn samþykkti skóladagatal leikskólans Álfasteins 2022-2023 eins og það liggur fyrir.

b) Í lið 2, skóladagatal Þelamerkurskóla 2022-2023

Lögð fram tillaga að skóladagatali.

Sveitarstjórn samþykkti skóladagatal Þelamerkurskóla 2022-2023 eins og það liggur fyrir.

5. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar frá 139. fundi

Fundargerðin lögð fram ásamt drögum að skóladagatali fyrir næsta ár.

6. Fundargerð afgreiðslufundar SBE frá 37. fundi

Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 907. fundi

Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 272. og 273. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

9. Fundargerð Markaðsstofu Norðurlands frá 4.4.2022

Fundargerðin lögð fram.

10. Vottunaraðili jafnlaunakerfis

Lagður fram samningur við Icert ehf kt. 651018-0210, um vottun á jafnlaunakerfi sveitarfélagsins.  Jafnframt lögð fram kostnaðaráætlun vegna vottunar.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

11. Hjalteyri, íbúðarhúsalóðir

Lagðir fram lóðarleigusamningar um lóðirnar nr. 7 og 8 við Brekkuhús á Hjalteyri ásamt lóðarblaði, en lóðarhafi er í báðum tilvikum Alain Mario Goethals kt. 171273-3319

Sveitarstjórn samþykkti samningana.

12. Svæðisskipulagsnefnd, erindi er varðar framtíð og rekstur

Lagt fram erindi frá formanni nefndarinnar þar sem m.a. er eftirfarandi tillaga til sveitarstjórna:

Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar verði uppfærðar þannig að í stað tveggja manna eigi hvert sveitarfélag einn mann í nefndinni. Laun formanns verði hálf laun formanns í stórri nefnd/ráði hjá Akureyrarbæ.

Sveitarstjórn samþykkti tillöguna.

13. Átak um hringrásarkerfið, erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Erindið lagt fram.

14. Römpum upp Ísland, erindi

Erindið lagt fram.

15. Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka

Erindið lagt fram.

16. Vinnuskóli 2022, tillaga að fyrirkomulagi

Lögð fram tillaga að starfsemi vinnuskóla sumarið 2022.

Sveitarstjórn samþykkti að laun í vinnuskóla sumarið 2022 verði 1.420 kr./klst. fyrir börn fædd 2008, 1.555 kr./klst. fyrir börn fædd 2007 og 1.870 kr./klst. fyrir börn fædd 2006. Orlof er innifalið.

17. Kjörstjórn, breytingar

Vegna vanhæfi aðal- og varamanna í kjörstjórn samykkti sveitarstjórn eftifarandi breytingar á kjörstjórn Hörgársveitar:

Aðalmaður:

Torfhildur Stefánsdóttir í stað Jónínu Garðarsdóttur

Varamenn:

Kristbjörg María Bjarnadóttir og Líney S Diðriksdóttir í stað

Bryndísar Olgeirsdóttur og Halldóru Jóhannsdóttur

18. Álfasteinn, útboð vegna viðbyggingar

Lögð fram niðurstaða útboðs og kostnaðaráætlun en aðeins eitt tilboð barst.  Jafnframt fylgir greinargerð KPMG vegna mats á kostnaði við framkvæmdina.  Lagður fram verksamningur við Tréverk ehf sem byggir á tilboði fyrirtækisins.

Sveitarstjórn samþykkti verksamninginn.

19. Þelamerkurskóli, uppsteypa vegna tengibyggingar

Lögð fram drög að verksamningi við Tréverk ehf kt. 660269-2829 ásamt kostnaðaráætlun.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

20. Lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga

Í samræmi við fjárhagsáætlun 2022 liggur fyrir lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga um lán að upphæð kr. 60.000.000,-

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 60.000.000, til allt að 12 ára, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum við leikskóla og grunnskóla í sveitarfélaginu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Snorra Finnlaugssyni, sveitarstjóra, kt. 210260-3829, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hörgársveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

21. Kaup á landspildu

Lagt fram mat á söluverði frá seljanda landspildu við Lækjarvelli ásamt uppdrætti.

22. Viðauki 01/2022

Lögð fram tillaga að viðauka 01 við fjárhagsáætlun 2022.

Sveitarstjórn samþykkti viðauka 01 við fjárhagsáætlun ársins 2022 sem gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 53.698 þús.kr. og handbært fé í árslok verði 11.125 þús.kr.

23. Trúnaðarmál

Fleira gerðist ekki, fundi slitið 17:30