Sveitarstjórn fundur nr. 131

30.11.2021 15:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar

131. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 kl.15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, María Albína Tryggvadóttir og Jónas Þór Jónasson.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Fundargerð fræðslunefndar frá 3.11.2021

Fundargerðin er í 16 liðum og þarfnast 2 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 3, Ungmennaráð

Sveitarstjórn samþykkti að komið verði á ungmennaráði í sveitarfélaginu og að formanni fræðslunefndar, aðstoðarskólastjóra Þelamerkurskóla og starfsmanni félagsmiðstöðvar verði falið að koma með tillögu að reglum fyrir ráðið.

b) Í lið 6, breyting á skóladagatali Álfasteins

Sveitarstjórn samþykkti breytingu á skóladagatali Álfasteins er varðar að skipulagsdagur sem vera átti 24. maí verður færður til 14. janúar 2022.

2. Fundargerð fjallskilanefndar frá 3.11.2021

Fundargerðin er í 4 liðum og þarfnast 1 liður afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 4, undanþágur frá fjallskilum

Sveitarstjórn samþykkti að endurskoða reglur um búfjárhald og fjallskil þar með talið um undanþágur frá fjallskilum.

3. Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 22.11.2021

Fundargerðin er í 8 liðum og þarfnast 1 liður afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 1, erindi frá Leikfélagi Hörgdæla

Lagðir fram ársreikningar Leikfélags Hörgdæla og Félagsheimilisins Mela fyrir árin 2019 og 2020, ásamt ósk um styrk að upphæð kr. 150.000,-

Sveitarstjórn samþykkti að styrkja Leikfélag Hörgdæla um kr. 150.000,- vegna uppsetningar á næsta leikverki.

4. Fundargerð félagsmála- og jafnréttisnefndar frá 23.11.2021

Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð afgreiðslufundar SBE frá 31. fundi

Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 902. fundi

Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerðir stjórnar SSNE frá 31. fundi

Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 267. fundi

Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 221. fundi

Fundargerðin lögð fram.

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti fjárhagsáætlun HNE fyrir árið 2022 fyrir sitt leyti.

10. Fundargerð stjórnar SBE frá 24.11.2021

Fundargerðin lögð fram.

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti fjárhagsáætlun SBE fyrir árið 2022 fyrir sitt leyti.

11. Fundargerð vegna brunavarna og samstarfssamningur

Lögð fram fundargerð vegna samstarfs um brunavarnir ásamt drögum að samstarfssamningi.

Sveitarstjórn samþykkti samstarfssamninginn.

12. Samband ísl. sveitarfélaga, loftslagsvernd í verki

Erindið lagt fram.

13. SSNE erindi v. áfangastaðastofu og samningur

Lagt fram erindi ásamt drögum að þjónustusamningi sveitarfélaga við SSNE vegna áfangastaðastofu.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

14. SSNE erindi vegna líforkuvers

Erindið lagt fram en þar er óskað eftir framlagi vegna hagkvæmi athugunar á stofnun líforkuvers. Afgreiðslu erindisins var frestað á septemberfundi sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti að veita umbeðið framlag kr. 257.000,- og  samþykkti fyrir sitt leyti að Flokkun Eyjafjarðar ehf. greiði hluta Hörgársveitar í verkefninu, enda samþykki öll önnur sveitarfélög sem standa að Flokkun slíkt hið sama.

15. Samband ísl. sveitarfélaga, verkefni v. innleiðingarhringrásar-kerfisins

Erindið lagt fram.

16. Dysnes þróunarfélag ehf, fundargerð hluthafafundar

Fundargerðin lögð fram en þar er m.a. lagt til að hlutafé verði aukið í félaginu.

Sveitarstjórn samþykkti að auka hlutafé Hörgársveitar um kr. 150.000,- í Dysnesi þróunarfélagi ehf.

17. Varmadæluvæðing, skýrslur ráðgjafa

Lagt fram erindi frá ráðgjöfum ásamt afriti af 18 skýrslum til þátttakenda er varðar hagkvæmni úttekt á varmadæluvæðingu í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn samþykkti að fara yfir með ráðgjöfum, Orkustofnun og Norðurorku hvaða möguleikar eru til staðar til að koma verkefninu í framkvæmd.

18. Skútar-Moldhaugar, aðalskipulagsbreyting – lýsing

Lögð fram skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 sem gera þarf vegna skipulagsáforma á Moldhaugnahálsi. Lýsingin er unnin af Óskari Gunnarssyni hjá Landmótun dags. í nóvember 2021.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa skipulagslýsingunni í kynningarferli skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

19. Gjaldskrár, tillögur vegna ársins 2022

a) Rætt um álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2022.

Sveitarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2022 verði óbreytt 14,52%.

b) Rætt um álagningarreglur fasteignagjalda fyrir árið 2022 og drög að afsláttarreglum fasteignaskatts vegna elli- og örorkulífeyrisþega.

Sveitarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall fasteignaskatts fyrir árið 2022 skv. a-lið verði 0,40%, skv. b-lið 1,32% og skv. c-lið 1,40% af fasteignamati.

Þá samþykkti sveitarstjórn að 2. gr. gjaldskrár fráveitna í Hörgársveit verði þannig að holræsagjald fráveitu á Hjalteyri og á skipulögðum atvinnusvæðum verði 0,18% af fasteignamati og ennfremur að vatnsgjald Vatnsveitu Hjalteyrar verði kr. 13.535,- á hverja íbúð og hvert frístundahús.  Rotþróargjöld verði eftir stærðum rotþróa.

Fráveitugjald og vatnsgjald í þéttbýlinu við Lónsbakka verði samkvæmt gjaldskrá Norðurorku.

Sorphirðugjald heimila verði kr. 62.100,- sorphirðugjald frístundahúsa verði kr. 19.350,- enda sé þjónusta þar ekki veitt á vetrum, sorphirðugjald vegna búrekstrar verði 120,- kr. fyrir hverja sauðkind, 675,- kr. fyrir hvern nautgrip, 485,- kr. fyrir hvert hross og 660,- kr. fyrir hvert svín.

Framlögð drög að reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti voru samþykkt af sveitarstjórn. Þær gera ráð fyrir að tekjumörk afsláttar fyrir einstaklinga verði í þrepum frá kr. 3.950.000,- til kr. 5.990.000,- og fyrir samskattaða í þrepum frá kr. 5.805.000,- til kr. 7.970.000,-.

c) Rætt um aðrar gjaldskrár fyrir árið 2022

Sveitarstjórn samþykkti að frá 1. janúar 2022 kosti hver klst. frá kl. 08:00-16:00 í vistun í Álfasteini 4.155- kr. á mánuði og hver klst. fyrir kl. 08:00 og eftir kl. 16:00 kosti kr. 7.465,- . Fullt fæði í leikskóla kosti 9.155,- kr. á mánuði. Afsláttarreglur í leikskóla verði óbreyttar frá árinu 2021.

Mötuneytisgjald í Þelamerkurskóla verði 760,- kr. á dag. Gjald fyrir frístund (lengda viðveru) verði kr. 490 kr. á dag og síðdegishressing þar verði á 135 kr. á dag. Aðrar gjaldskrár fyrir útleigu á húsnæði og húsbúnaði í Þelamerkurskóla hækki í samræmi við áætlaðar hækkanir í fjárhagsáætlun 2022 sem eru um 4,0% milli áranna 2021 og 2022.

Sveitarstjórn samþykkti að á árinu 2022 verði stakt gjald fyrir fullorðinn í sund kr. 1.050,-. og kr. 300,- fyrir börn. Aðrar hækkanir á gjaldskrá íþróttamiðstöðvar verði um 4,0% milli áranna 2021 og 2022. Þá samþykkti sveitarstjórn að á árinu 2022 eigi íbúar sveitarfélagsins og fastráðnir starfsmenn sveitarfélagsins kost á árskorti í sund án greiðslu, með sama hætti og á árinu 2021.

Sveitarstjórn samþykkti að styrkur til niðurgreiðslu þátttökugjalda barna 5 til 16 ára í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi verði kr. 45.000,- fyrir árið 2022.

20. SSNE v. svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs

Lagt fram erindi frá SSNE þar sem óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir endurskoðun á svæðisáætlun.

Sveitarstjórn samþykkti erindið fyrir sitt leyti eins og það er fyrir lagt.

21. Trúnaðarmál 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 19:30