Sveitarstjórn, fundur nr. 13

18.05.2011 20:00
Dags. 18. Maí 2011
 
 

Miðvikudaginn 18. maí 2011 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Þór Helgason, Helgi Bjarni Steinsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.

 

Þetta gerðist:

 

1. Ársreikningur sveitarsjóðs fyrir árið 2010, síðari umræða

Fyrri umræða um ársreikning sveitarsjóðs fyrir árið 2010 var á fundi sveitarstjórnar 13. apríl 2011. Þá var hann afgreiddur til síðari umræðu.

Sveitarstjórn staðfesti ársreikning sveitarsjóðs fyrir árið 2010 með undirritun sinni.

 

2. Yfirlit um rekstur og efnahag

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur og fjárhag Hörgársveitar fyrir tímabilið 1. janúar – 30. apríl 2011.

 

3. Fundargerðir heilbrigðisnefndar, 13. apríl og 11. maí 2011

Fyrri fundargerðin er í tíu liðum. Liður 5 er um umsögn um matsáætlun umhverfismats vegna efnistöku í landi Moldhauga/Skúta. Síðari fundargerðin er í sjö liðum, enginn þeira varðar Hörgársveit með beinum hætti.

Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

4. Fundargerð atvinnumálanefndar, 14. apríl 2011

Fundargerðin er í tveimur liðum.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

5. Fundargerð byggingarnefndar, 28. apríl 2011

Fundargerðin er í sautján liðum. Liðir 12 – 16 varða Hörgársveit, þ.e. geymslugám í landi Sólborgarhóls, bílgeymslu og tengibyggingu að Steinsstöðum II, bílgeymslu og tengibyggingu að Ósi, frístundahús í Búðagötu 5 og verbúð í Búðagötu 17.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar, með vísan til laga um mannvirki nr. 160/2010.

 

6. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, 2. maí 2011

Fundargerðin er í þremur liðum.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

7. Fundargerð félagsmála- og jafnréttisnefndar, 3. maí 2011

Fundargerðin er í fjórum liðum.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

8. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, 10. maí 2011

Fundargerðin er í fimm liðum, um drög að tillögu að deiliskipulagi fyrir skólasvæðið í landi Laugalands, um framkvæmdaleyfisumsóknir fyrir efnistöku í landi Bjarga II og Hlaða, um fyrirkomulag á söfnun timburúrgangs, járnaúrgangs o.fl. og um samráðsfund Skipulagsstofnunar og sveitarfélaganna.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

9. Fundargerð fræðslunefndar, 12. maí 2011

Fundargerðin er í sjö liðum, um staðfestingu starfsáætlana fyrir grunnskóla og leikskóla fyrir skólaárið 2011-2012, um fyrirhugaðar breytingar á skólahúsnæði grunnskóla, um þóknun fyrir fundasetur, um rekstur fræðslu- og uppeldismála janúar-mars 2011, um ósk um greinargerðir vegna jafnréttisáætlunar og um skólavistun.

Sveitarstjórn samþykkti að þóknun fyrir fundarsetu verði aðeins greidd kjörnum fulltrúum í nefndum sveitarfélagsins. Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórninnar.

 

10. Búðagata, Hjalteyri, framkvæmdir

Rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir við gatnagerð, vatnsveitu og fráveitu í Búðagötu á Hjalteyri.

Sveitarstjórn samþykkti að framkvæmdir við Búðagötu verði boðnar út, verktími verði til 15. ágúst 2011.

 

11. Fjallgirðingar, viðhald

Rætt um viðhald fjallgirðinga með tilliti til gildandi fjallskilasamþykktar, þar sem m.a. kemur fram að ef fjallgirðing er ekki í fjárheldu ástandi, skuli sveitarfélagið gera á henni endurbætur á kostnað viðkomandi landeiganda.

Sveitarstjórn samþykkti að landeigendum verði gefinn frestur til 15. júní 2011 til að gera fjallgirðingar fjárheldar.

 

12. Stofnun þjónustustöðvar

Rætt um undirbúning að stofnun þjónustustöðvar fyrir sveitarfélagið í framhaldi af umræðum sveitarstjórnar 16. febrúar 2011 um málið.

Sveitarstjórn samþykkti framlögð drög að starfslýsingu starfsmanns þjónustustöðvar og að auglýst verði eftir umsóknum um starfið.

 

13. Jarðhitaleit, samningur við Norðurorku

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu Hörgársveitar og Norðurorku hf. um jarðhitaleit í Hörgárdal og Öxnadal, sbr. fundargerð fundar sveitarstjórnar 9. mars 2011.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti framlögð drög að viljayfirlýsingu um jarðhitaleit í Hörgárdal og Öxnadal.

 

14. Landskerfi bókasafna hf., aðalfundarboð

Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Landskerfa bókasafna hf. Aðalfundurinn verður haldinn 25. maí 2011.

 

15. Sjúkrahúsið á Akureyri, ársfundarboð

Lagt fram til kynningar ársfundarboð Sjúkrahússins á Akureyri. Ársfundurinn verður haldinn 26. maí 2011.

 

16. Flokkun Eyjafjörður ehf., aðalfundarboð

Lagt fram aðalfundarboð Flokkunar Eyjafjörður ehf., ásamt fylgigögnum. Aðalfundurinn verður haldinn 31. maí 2011.

Sveitarstjórn samþykkti að Guðmundur Sigvaldason fari með umboð Hörgársveitar á aðalfundi Flokkunar Eyjafjörður ehf.

 

17. Þjónusturáð vegna þjónustu við fatlaðra, tilnefning

Rætt um tilnefningu í þjónusturáð sbr. samning um þjónustu við fatlaða í Eyjafirði.

Sveitarstjórn samþykkti að fulltrúi Hörgársveitar í þjónusturáði um þjónustu við fatlaða verði Guðmundur Sigvaldason.

 

18. Samstarfssamningur um rekstur almannavarnanefndar Eyjafjarðar

Lagt fram tölvubréf, dags. 14. maí 2011, frá lögreglustjóra þar sem gerð er grein fyrir fyrirhugaðri sameiningu almannavarnanefnda í Eyjafirði. Einnig voru lögð fram drög að nýjum samstarfssamningi viðkomandi sveitarfélaga, þar sem gert er ráð fyrir sameiningunni.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti framlögð drög að samstarfssamningi um rekstur almannavarnanefndar Eyjafjarðar.

 

19. Aflið, styrkbeiðni

Lagt fram bréf, dags. 4. maí 2011, frá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi, þar sem óskað er eftir styrk til reksturs samtakanna.

Sveitarstjórn samþykkti að veita Aflinu styrk að fjárhæð kr. 50.000.

 

20. Hraun í Öxnadal ehf., styrkbeiðni

Lagt fram tölvubréf, dags. 17. maí 2011, frá Hrauni í Öxnadal ehf. þar sem óskað er eftir styrk til reksturs félagsins.

Sveitarstjórn samþykkti að veita Hrauni í Öxnadal ehf. styrk að fjárhæð kr. 100.000.

 

21. Arnarnesstrýtur, samráðsnefnd

Lagt fram tölvubréf, dags. 10. maí 2011, frá Umhverfisstofnun um samráðsnefnd um Arnarnesstrýtur.

Sveitarstjórn samþykkti að tilnefna Axel Grettisson í samráðsnefnd um Arnarnesstrýtur.

 

22. Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 00:30.