Sveitarstjórn, fundur nr 128

31.08.2021 15:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar

128. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 kl.15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, María Albína Tryggvadóttir og Eydís Eyþórsdóttir (vm).

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 30.08.2021

Fundargerðin er í sjö liðum og þarfnast þrír liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 1, Tengir, leyfi fyrir ljósleiðara í Bakkaseli

Sveitarstjórn samþykkti að veitt verði leyfi til að leggja ljósleiðara í gegnum land Bakkasels samkvæmt samningsdrögum og uppdrætti sem fylgja umsókn Orkufjarskipta.

b) Í lið 2, umsókn um lóð Hjalteyri

Sveitarstjórn samþykkti að Söru Sigmundsdóttur kt. 140593-2229 og David Olaf Stöckel kt. 300387-4389, verði úthlutuð frístundahúsalóðin nr. 7 við Arnarholtsveg Hjalteyri.

c) Í lið 5, Sveitarfélagið Skagafjörður, umsögn v. aðalskipulags

Sveitarstjórn samþykkti að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að senda umsögn varðandi þau atriði þar sem tillagan skarast við aðalskipulag Hörgársveitar.

2. Fundargerð fjallskilanefndar frá 10.08.2021

Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð rekstrar- og framkvæmdanefnar frá 17.08.2021

Fundargerðin lögð fram.

Sveitarstjórn samþykkti að fá hönnuð leikskólans Álfasteins til að skoða valkosti varðandi frekari fjölgun leikskólarýma til framtíðar. Þá samþykkti sveitarstjórn að komið verði á starfshópi til að skoða fyrirkomulag húsnæðismála Þelamerkurskóla til framtíðar og endurbætur á núverandi húsnæði.  Í starfshópnum verði, formaður fræðslunefndar, oddviti, varaoddviti, skólastjóri Þelamerkurskóla og sveitarstjóri.

4. Fundargerðir aðalfundar SBE frá 29.6.21 og stjórnar SBE frá12.8.21

Fundargerðirnar lagðar fram.

5. Fundargerðir afgreiðslufunda SBE frá 25. og 26. fundi Fundargerðirnar lagðar fram.

6. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurl. Eystra, frá. 21. jan. 2021, breyting á samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss.

Fundargerðin lögð fram. Í henni er gerð breyting á samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss. Eftirfarandi er breytt málsgrein í samþykktinni;

„Skráningarskyld ökutæki án skráningarmerkja og aðrir hlutir og verðmæti sem eru fjarlægð að loknum fresti skulu geymd í vörslu viðkomandi sveitarfélags í 30 daga og síðan fargað hafi eigandi ekki vitjað eigna sinna og leyst út gegn greiðslu áfallins kostnaðar (svo sem dráttar- og geymslugjöld)“.

Sveitarstjórn samþykkti breytinguna fyrir sitt leyti og staðfestir samþykktina með áorðinni breytingu. 

7. Fundargerðir stjórnar Norðurorku frá 262. og 263. fundi Fundargerðirnar lagðar fram.

8. Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, auglýsing og lagabreyting, heimild til notkunar fjarfundabúnaðar.

Erindið lagt fram.

Sveitarstjórn samþykkti að unnið verði að breytingum á samþykktum um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar, í samræmi við þær breytingar sem gerðar voru á sveitarstjórnarlögum þann 13. júní 2021.

9. Rekstraryfirlit 1.1. - 30.6.21

Lagt fram yfirliti yfir rekstur Hörgársveitar fyrstu 6 mánuði ársins 2021.

10. Fjárhagsáætlun 2022, vinnutilhögun

Rætt um vinnutilhögun við gerð fjárhagsáætlunar 2022.

11. Hjalteyri ehf, aðalfundur

Lagt fram fundarboð aðalfundar Hjalteyrar ehf. 14.09.2021.

Sveitarstjórn samþykkti að oddviti verði fulltrúi Hörgársveitar á fundinum.

12. Skólaakstur 2021-2022

Lagðir fram samningar um skólaakstur 2021-2022

Sveitarstjórn samþykkti framlagða samninga við núverandi verktaka um skólaakstur fyrir skólaárið 2021-2022 á grundvelli fyrri samninga og útboðs.

Ásrún Árnadóttir og Jón Þór Benediktsson véku af fundi undir þessum lið.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 17:45