Sveitarstjórn, fundur nr 127

18.06.2021 14:00

Sveitarstjórn Hörgársveitar

127. fundur

Fundargerð 

Föstudaginn 18.júní 2021 kl.14:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Jónas Þór Jónasson og María Albína Tryggvadóttir.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 16.06.2021

Fundargerðin er í níu liðum og þarfnast sjö liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 2, lóðir við Reynihlíð

Farið var yfir möguleika sem til staðar eru vegna lóðanna Reynihlíð 20-26 eftir fund með lóðarumsækjanda.

Sveitarstjórn samþykkti að gengið verði til samninga við Bögg ehf. um uppbyggingu á lóðunum nr. 20,22,24 og 26 við Reynihlíð.

b) Í lið 4, Skútar, deiliskipulagsuppdráttur

Fyrir fundinum liggja drög að deiliskipulagstillögu fyrir athafnasvæði Skútabergs á Moldhaugnahálsi, uppdráttur og greinargerð dags. 25. maí 2021. Einnig hefur borist fullunnið þrívíddarlíkan sem kallað var eftir.  Ljóst er að áformin kalla á breytingu á aðalskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkti að sveitarfélagið leiti ráðgjafar um gerð skipulagsskilmála sem tryggt geta að umhverfisáhrif framkvæmdaáformanna verði ásættanleg.

c) Í lið 5, landsáætlun í skógrækt, beiðni um umsögn

Lagt fram erindi þar sem óskað er umsagnar vegna landsáætlunar.

Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki almennar athugasemdir við áætlunina, en leggur áherslu á að í landsáætlun í skógrækt verði ekki lagðar fjárhagslegar kvaðir á sveitarfélögin í landinu umfram það sem nú er.

d) Í lið 6, Þríhyrningur 2, umsókn um byggingarreit

Lagt fram erindi frá Ástu Hafberg þar sem óskað er eftir afmörkun á byggingarreit fyrir íbúðarhús á landeigninni Þríhyrningi 2.  Erindinu fylgir uppdráttur frá Hákoni Jenssyni hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 4. júní 2021.

Sveitarstjórn samykkti að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því skriflega yfir að þeir geri ekki athugasemd og að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.

e) Í lið 7, Hagatún 1, breyting á aðkomu

Lagt fram erindi frá Ólafi Aðalgeirssyni ásamt uppdrætti þar sem óskað er eftir að aðkoma að lóðinni Hagatún 1 verði að sunnan en ekki að austan eins og ráðgert er í deiliskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkti að heimila ofangreint frávik frá deiliskipulagi á grundvelli gr. 5.8.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

f) Í lið 8, Steinstaðir 2, umsókn um byggingarreit

Lagt fram erindi frá Sigurði Björgvini Gíslasyni og Ásrúnu Árnadóttur þar sem óskað er eftir afmörkun á byggingarreit fyrir gripahús. Erindinu fylgir uppdráttur frá Hákoni Jenssyni hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 3. júní 2021.

Sveitarstjórn samþykkti erindið.

Ásrún Árnadóttir vék af fundi undir þessum lið.

g) Í lið 9, Neðri-Vindheimar, landskipti og byggingarreitur

Lagt fram erindi frá Birni Jóhanni Steinarssyni ásamt uppdrætti sem óskað er eftir samþykki við afmörkun landeignar úr landi Neðri-Vindheima sem fái nafnið Jötunheimar og byggingarreits fyrir íbúðarhús. Erindinu fylgir uppdráttur frá Hákoni Jenssyni hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 19. maí 2021.

Sveitarstjórn samþykkti erindið.

2. Umhverfis- og loftslagsstefna Hörgársveitar 2021, síðari umræða

Lögð fram lokatillaga skipulags- og umhverfisnefndar að umhverfis- og loftslagsstefnu Hörgársveitar en þar hefur plagginu verið skipt uppí stefnuna annarsvegar og aðgerðaráætlun hinsvegar.  Sveitarstjórn þakkar skipulags- og umhverfisnefnd ásamt verkefnisstjóra Sif Jóhannesdóttur fyrir vel unnin störf við gerð stefnunnar.

Sveitarstjórn samþykkti umhverfis- og loftlagsstefnu Hörgársveitar. Aðgerðaráætlun verði uppfærð við fjárhagsáætlunargerð hvers árs.  Sveitarstjóra er falið að sjá um að stefnan og aðgerðaráætlunin, eins og hún er uppfærð hverju sinni, verði aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

3. Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfél. frá 898. og 899. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

4. Fundargerð  XXXVI. landsþings Sambands ísl. sveitarfélaga

Fundargerðin lögð fram.

5. Lánasjóður sveitarfélaga, lánasamningur

Í samræmi við fjárhagsáætlun 2021 liggur fyrir lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga um lán að upphæð kr. 30.000.000,-

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 30.000.000,  til allt að 13 ára, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til gatnaframkvæmda sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Snorra Finnlaugssyni, sveitarstjóra kt. 210260-3829, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hörgársveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

6. Minjasafnið á Akureyri, þjónustusamningur

Lagður fram þjónustusamningur við Minjasafnið á Akureyri, en samningurinn er til þriggja ára.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

7. Reynihlíð gatnagerð 1. áf., yfirborðsfrágangur

Lögð fram niðurstaða verðkönnunar og verksamningar við þá aðila sem buðu lægsta verð í hvern verklið fyrir sig. Hlut 1 og 2 skal lokið fyrir 1. júlí 2021 og hlut 3 skal vera lokið 1. september 2021

Sveitarstjórn samþykkti samninga við GV gröfur ehf. um hlut 1, jöfnunarlag, Malbikun Norðurlands ehf. um hlut 2, malbikun og Nesbræður ehf. um hlut 3, yfirborðsfrágang.

8. Hagverk ehf, samningur vegna varmadæluvæðingar

Lagður fram samningur við Hagverk ehf. vegna ráðgjafavinnu við varmadæluvæðingu í Hörgársveit, sem eigendum íbúðarhúsa, þar sem ekki er hitaveita, verður boðið uppá endurgjaldslausa ráðgjöf.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn og að sent verði kynningarbréf til ofangreindra aðila sem allra fyrst.

9. Sóknaráætlun, tilnefningar

Lagt fram erindi frá SSNE þar sem óskað er tillögu að fjórum fulltrúum frá hverju sveitarfélagi í samráðsvettvang Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024.

Sveitarstjórn samþykkti að tilnefna, Axel Grettisson, Jón Þór Benediktsson, Ástu Júlíu Aðalsteinsdóttur og Hönnu Rósu Sveinsdóttur fyrir hönd Hörgársveitar.

10. Félag atvinnurekanda vegna fasteignaskatta

Erindið lagt fram.

11. Tónlistarskóli Eyjafjarðar, breytt reglugerð

Lögð fram tillaga að breyttri reglugerð fyrir Tónlistarskóla Eyjafjarðar vegna innkomu Svalbarðsstrandarhrepps að rekstri tónlistarskólans að nýju.

Sveitarstjórn samþykkti reglugerðina fyrir sitt leyti.

12. Álfasteinn, starfsmannafundir og starfshlutfall

Lögð fram erindi frá leikskólastjóra vegna stækkunar leikskólans og aukingu á fjölda barna, er varðar aukningu á tímafjölda fyrir starfsmannafundi og aukið starfshlutfall leikskólastjóra.

Sveitarstjórn samþykkti að auka tímafjölda fyrir starfsmannafundi um 8 klst. á ári. Jafnframt var samþykkt að auka starfshlutfall leikskólastjóra í 100% frá 1. maí 2021.

13. Viðauki við fjárhagsáætlun 03/2021

Lögð fram tillaga að viðauka 03 við fjárhagsáætlun 2021.

Sveitarstjórn samþykkti viðauka 03 við fjárhagsáætlun ársins 2021 sem gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 13.547 þús.kr. og handbært fé í árslok verði 33.474 þús.kr.

14. Skólaakstur 2021-2022

Rætt var um fyrirkomulag skólaaksturs næsta skólaár.

Sveitarstjórn samþykkti að semja við núverandi verktaka um skólaakstur fyrir skólaárið 2021-2022 á grundvelli fyrri samninga.

Ásrún Árnadóttir og Jón Þór Benediktsson véku af fundi undir þessum lið.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 16:10