Sveitarstjórn, fundur nr 126

27.05.2021 15:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar

126. fundur

Fundargerð 

Fimmtudaginn 27. maí 2021 kl.15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í húsnæði félagsmiðstöðvar í heimavist Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Jónas Þór Jónasson og Jóhanna María Oddsdóttir (vm).

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. SSNE, samtal við sveitarstjórnir

Að ósk SSNE mættu tveir starfsmenn samtakanna á fjarfund þar sem kynnt var nýuppfærð sóknaráætlun og samstarf við sveitarstjórnir á starfssvæðinu.

2. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 04.05.2021

Fundargerðin er í þremur liðum og þarfnast einn liður afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 2, umferðarhraði, erindi til lögreglustjóra og Vegagerðarinnar

Sveitarstjórn samþykkti að leita eftir því við lögreglustjóra og Vegagerðina að umferðahraði á þjóðvegi 1 við þéttbýlið Lónsbakka frá þéttbýlismörkum við Dvergastein að norðan og að Lónsá að sunnan verði færður niður í 50 km/klst.  Jafnframt er því beint til Vegagerðarinnar að hámarkshraði verði færður niður í 70 km/klst. við gatnamót Hlíðarvegar 818.

3. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 26.05.2021

Fundargerðin er í níu liðum og þarfnast  tveir liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 7, Auðnir, umsókn um sameiningu jarða

Lögð fram umsókn vegna sameiningar jarðanna Auðna og Bakka.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti sameiningu jarðanna Auðna L152426 og Bakka L152429 og niðurfellingu lögbýlis að Bakka.  Tryggt verði að lóð Bakkakirkju verði afmörkuð með hnitsettum uppdrætti á sér landnúmeri L152430 og að nafn kirkjunnar haldi sér sem Bakkakirkja.

b) Í lið 8, Tréstaðir, afmörkun byggingarreits

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir afmörkun byggingarreits.

Sveitarstjórn samþykkti erindið enda verði bætt úr misræmi milli uppdráttar og texta.

4. Umhverfis- og loftslagsstefna Hörgársveitar 2021, fyrri umræða

Lögð fram gögn frá verkefnisstjóra er varðar vinnu við stefnuna. Lögð fram tillaga skipulags- og umhverfisnefndar að umhverfis- og loftslagsstefnu Hörgársveitar.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa afgreiðslu umhverfis- og loftlagsstefnu Hörgársveitar til síðari umræðu.

5. Fundargerð fræðslunefndar frá 18.05.2021

Fundargerðin er í fimmtán liðum og þarfnast þrír liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 1, skóladagatal beggja skóla 2021-2022

Lagðar voru fram tillögur að skóladagatölum beggja skóla.

Sveitarstjórn samþykkti skóladagatöl Þelamerkurskóla og leikskólans Álfasteins 2021-2022 eins og þau liggja fyrir.

b) Í lið 5, frístund, niðurstöður könnunar um þörf

Lögð var fram niðurstaða úr könnun sem gerð var ásamt tillögu frá skólastjóra og formanni fræðslunefndar um útfærslu á starfsemninni.

Sveitarstjórn samþykkti að frístund fyrir börn í 1.- 4. bekk verði komið á fót á vegum skólans þrjá daga í viku til viðbótar þeirri starfsemi sem samstarf er um við Ungmennafélagið Smárann tvo daga í viku.  Starfsemin verði í samræmi við tillögu skólastjóra og formanns fræðslunefndar með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

d) í lið 14, tilfærsla á sumarhátíð – breyting á skóladagatali

Lögð fram tillaga um breytingu á skóladagatali leikskóla á þann hátt að sumarhátíð sem vera átti 28. maí verði 8. júní.

Sveitarstjórn samþykkti breytinguna.

6. Fundargerð atvinnu- og menningarmálanefndar frá 17.05.2021

Fundargerðin er í átta liðum og þarfnast þrír liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 1, sæludagurinn 2021

Sveitarstjórn samþykkti að sæludagurinn verði haldinn laugardaginn 31. júlí 2021 og Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir verði ráðin sem verkefnisstjóri dagsins.

b) Í lið 2, Verksmiðjan Hjalteyri, erindi

Sveitarstjórn samþykkti að gerður verði styrktarsamningur vegna áranna 2021 og 2022 með 500.000,- kr. framlagi hvort ár.

c) Í lið 4, Gásakaupstaður, slit á félaginu

Rætt var um slit á félaginu en skiptafundur er ráðgerður 1. júní n.k.

Sveitarstjórn samþykkti að landsspilda sú sem skráð er eign Gásakaupstaðar ásamt tveimur salernisshúsum sem á henni standa gangi endurgjaldslaust til Hörgársveitar í slitum Gásakaupstaðar. Yfirtökunni fylgi engar kvaðir.

7. Fundargerð rekstrar- og framkvæmdanefndar frá 11.5.2021

Farið yfir og rætt um þá möguleika sem felast í endurbótum og breytingum á núverandi húsnæði bæði skólaálmu og heimavistarálmu Þelamerkurskóla.

Sveitarstjórn samþykkti að nýta heimavistarálmu til framtíðar sem skólahúsnæði. Stefnt verði að byggingu tengigangs milli álmanna ofan á núverandi tengibyggingu.

8. HNE, fundargerðir og ársreikningur

Lagt fram til kynningar.

9. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfél. frá 897. fundi

Fundargerðin lögð fram.

10. Fundargerð samtaka sjávarútvegssveitarfélaga ásamt ársreikningi

Lagt fram til kynningar.

11. Markaðsstofa Norðurlands, fundargerð

Fundargerðin lögð fram.

12. Norðurorka, ábyrgð vegna lántöku

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 600.000.000-, til allt að 20 ára í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Ábyrgðin heldur gildi ef skilmálum lánasamnings er breytt til hagsbóta fyrir Norðurorku. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.

Er lánið tekið til fjármögnunar á hitaveitu framkvæmdum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006 og uppfyllir skilyrði um græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga.

Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Norðurorku hf. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Norðurorku sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að sveitarfélagið selji eignarhlut í Norðurorku til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Snorra Finnlaugssyni,sveitarstjóra kennitala 210260-3829, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns og breytinga á skilmálum lánasamnings sem eru til hagsbóta fyrir Norðurorku.

13. Dysnes þróunarfélag, aðalfundarboð

Fundarboðið lagt fram.

Sveitarstjórn samþykkti að sveitarstjóri verði fulltrúi Hörgársveitar á fundinum.

14. Hraun í Öxnadal ehf, aðalfundarboð

Fundarboðið lagt fram.

Sveitarstjórn samþykkti að Ásrún Árnadóttir verði fulltrúi Hörgársveitar á fundinum.

15. Minjasafnið á Akureyri, aðalfundarboð

Fundarboðið lagt fram.

Sveitarstjórn samþykkti að Eydís Eyþórsdóttir verði fulltrúi Hörgársveitar á fundinum.

16. Lækjarvellir 2 A og B, samningar um lóðir

Samningar um lóðir og byggingaframkvæmdir

a) Lækjarvellir 2 A, samningur við Cubair ehf lagður fram.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

b) Lækjarvellir 2 B, samningur við D75 ehf lagður fram.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

17. Umsóknir um hagagönguleyfi 2021

Lagður fram listi yfir framkomnar umsóknir um heimild til uppreksturs.

Sveitarstjórn samþykkti að veita leyfi fyrir hagagöngu til eins árs á grundvelli    fyrirliggjandi umsókna enda liggi fyrir samþykki viðkomandi landeiganda. Þá liggi fyrir mat fulltrúa Landgræðslu ríkisins á þoli hlutaðeigandi jarða.

18. Hitaveitumál/varmadæluvæðing í Hörgársveit

Farið var yfir þá vinnu sem fram hefur farið varðandi hitaveitumál og varmadæluvæðingu í sveitarfélaginu. 

Sveitarstjórn samþykkti að ganga til samninga við Hagvarma ehf um ráðgjöf með það að markmiði að þeir möguleikar sem í boði eru verði kynntir íbúum á köldum svæðum sem allra fyrst.

19. Míla, umsókn um framkvæmdaleyfi

Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir ídráttarör fyrir ljósleiðara við Skógarhlíð.

Sveitarstjórn samþykkti að framkvæmdaleyfið verði veitt.

20.Trúnaðarmál

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 19:30