Sveitarstjórn, fundur nr 124

24.03.2021 15:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar

124. fundur

Fundargerð

Miðvikudaginn 24. mars 2021 kl.15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í húsnæði félagsmiðstöðvar í heimavist Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, María Albína Tryggvadóttir og Jónas Þór Jónasson

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Ársreikningur Hörgársveitar 2020, fyrri umræða

Ársreikningurinn lagður fram til fyrri umræðu og kynntur.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa ársreikningi 2020 til síðari umræðu.

2. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 02.03.2021

Fundargerðin lögð fram. Lögð fram drög að endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir starfssvæði Skútabergs að Skútum. Tillagan gerir ráð fyrir aukinni starfsemi á skipulagssvæðinu frá því sem gert er ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi.

3. Hjalteyri deiliskipulagsbreyting

Fyrir fundinum liggur tillaga að breytingarblaði fyrir deiliskipulag Hjalteyrar sem uppfært hefur verið í samræmi við athugasemdir skipulags- og umhverfisnefndar á fundi 22. febrúar sl. Tillagan gerir ráð fyrir fjórum nýjum byggingarlóðum gengt kaffihúsi í stað þriggja í gildandi deiliskipulagi, niðurfellingu bundinnar byggingarlínu á umræddum lóðum, hliðrun Hjalteyrarbrautar til suðurs, hliðrun götutengingar Búðagötu til vesturs auk breytinga á lóðarmörkum og byggingarreit kaffihúsalóðar og minniháttar hliðrun sjóvarnargarðs. Landnýting skv. tillögu er í samræmi við gildandi aðalskipulag Hörgársveitar.

Sveitarstjórn samþykkti ofangreinda skipulagsbreytingu á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, enda víkur breytingartillagan að óverulegu leyti frá nýtingu, nýtingarhlutfalli, útliti og formi svæðisins. Breytingartillögunni er vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. laganna, heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við breytinguna og að breytingin telst samþykkt ef ekki koma fram andmæli í grenndarkynningu.

4. Hjalteyri, vinnslusvæði Norðurorku, deiliskipulag

Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar byggingleyfisumsókn Norðurorku vegna loka- og skiljuhúss á vinnslusvæði við Arnarholt til sveitarstjórnar, en skv. umsókninni verður húsið 180 fm að flatarmáli en ekki 150 fm eins og segir í gildandi deiliskipulagi vinnslusvæðisins. Sveitarstjórn telur einsýnt að fyrrgreint frávik frá skilmálum deiliskipulags hafi engin áhrif á hagsmuni nágranna eða umhverfis.

Sveitarstjórn samþykkti á grundvelli gr. 5.8.4. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 að vikið sé frá skilmálum gildandi deiliskipulags fyrir vinnslusvæði Norðurorku við Arnarholt að því leyti að loka- og skiljuhús sé 180 fm að flatarmáli, eða 30 fm stærra en gert er ráð fyrir í deiliskipulagi.

5. Tréstaðir, umsókn um afmörkun byggingarreits

Lögð fram umsókn um afmörkun byggingarreits fyrir vélageymslu og verkstæði.

Sveitarstjórn samþykkti afmörkun 600 fm byggingareits í landi Tréstaða L152543 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

6. Vegagerðin, landskipti

Lagt fram erindi frá Sigríði Önnu Ellerup lögmanni sem fyrir hönd Vegagerðarinnar fer fram á að stofnaðar verði eftirtaldar landeignir undir vegstæði fyrir nýjan Hörgárdalsveg. 2,061 ha í landi Fornhaga, 1,035 ha í landi Hólkots, 0,906 ha í landi Brakanda, 1,105 ha í landi Bláteigs, 4,835 ha í landi Skriðu. Erindinu fylgja hnitsettir uppdrættir af hinum nýju landeignum og skriflegt samþykki landeiganda við landskiptunum.

Sveitarstjórn samþykkti erindið.

7. Akureyri, aðalskipulagsbreytingar

Lögð fram til umsagnar tillaga að aðalskipulagsbreytingu Akureyrar er varðar tjaldstæðisreit og heilsugæslustöð.

Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd við breytinguna.

8. Fundargerð stjórnar SSNE frá 22. Fundi

Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfél. frá 895. fundi

Fundargerðin lögð fram.

10. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 256. 257. og 258. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

11. Fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa frá 18. og 19. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

12. Fundargerð rekstrar- og framkvæmdanefndar frá 11.3.2021

Fundargerðin lögð fram.

13. Hitaveita í Hörgársveit

Lögð fram skýrsla ásamt fylgigögnum frá Verkfræðistofunni Eflu um hagkvæmniathugun á lagningu hitaveitu í Hörgárdal.

Sveitarstjórn samþykkti að skýrslan fari á heimasíðu sveitarfélagsins og jafnframt verði skoðaðir aðrir möguleikar varðandi húshitun á svæðinu.

14. Bændasamtök Íslands, áskorun

Lögð fram áskorun frá Bændasamtökum Íslands til sveitarfélaga um að nota innlend matvæli í skólamáltíðum.

15. Verksamningur um gatnagerð 2. áfanga Reynihlíð/Víðihlíð

Lagður fram verksamningur við G. Hjálmarsson hf. um gatnagerð, 2. áfanga Reynihlíð/Víðihlíð við Lónsbakka.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

16. Verksamn. um eftirlit með gatnag. 2. áf. Reynihlíð/Víðihlíð

Lagður fram verksamningur við Mannvit hf. um eftirlit og innmælingar vegna gatnagerðarframkvæmda 2. áfanga Reynihlíð/Víðihlíð við Lónsbakka.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

17. Samningur um kaup á landspildu, Lækjarvellir 2

Lagður fram kaupsamningur við Akureyrarbæ vegna kaupa Hörgársveitar á 11.248 fm landspildu úr landi Blómsturvalla sem fær nafnið Lækjarvellir 2. Kaupsamningnum fylgir uppdráttur af landspildunni.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

18. Lækjarvellir 2, umsóknir um lóðir

Lögð fram sjö erindi þar sem aðilar lýsa áhuga sínum á lóðunum nr. 2 A og B við Lækjarvellir sem auglýstar hafa verið.

Sveitarstjórn samþykkti í samræmi við gr. 3.3. í reglum um lóðaúthlutanir að ganga til  samninga við eftirtalda aðila um uppbyggingu eftirtaldra lóða:

a)    Lækjarvellir 2 A.      Bílaríki/Aðalsteinn E Sigurðsson

b)    Lækjarvellir 2 B.      D75 ehf/Halldór Óskarsson

19. Viðauki við fjárhagsáætlun nr. 01 2021

Lögð fram tillaga að viðauka 01 við fjárhagsáætlun 2021.

Sveitarstjórn samþykkti viðauka 01 við fjárhagsáætlun ársins 2021 sem gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 9.652 þús.kr. og handbært fé í árslok verði 29.579 þús.kr.

20. Húsnæði heimavistar

Lagður fram tölvupóstur frá HMS vegna málsins.

21. Amtmannssetrið, aðalfundarboð

Lagt fram aðalfundarboð Amtmannssetursins á Möðruvöllum, en aðalfundurinn verður 30. mars n.k.

Sveitarstjórn samþykkti að Vignir Sigurðsson verði fulltrúi Hörgársveitar á fundinum.

22. Flokkun Eyjafjörður ehf, samningur um urðun úrgangs

Lagður fram samningur Flokkun Eyjafjörður ehf við Norðurá bs um urðun úrgangs.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Hörgársveitar.

23. Dagverðartunga II, umsögn um landskipti

Lögð fram afstöðumynd sem sýnir afmörkun á landspildu, 1,5 ha að stærð sem fái nafnið Tungukot, sem fyrirhugað er að taka undan jörðinni Dagverðartunga II lnr224561. Óskað er eftir umsögn um landskiptin, sbr. 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti þau landskipti í Dagverðartungu II, sem lýst er í framlögðum gögnum.

24. Efnistaka á svæði 9, umsókn um framkvæmdaleyfi

Fyrir fundinum liggur erindi frá G.V. Gröfum ehf. sem sækja um framkvæmdaleyfi til efnistöku á efnistökusvæði E9 í Hörgá. Erindinu fylgir leyfi landeigenda og leyfi Fiskistofu til töku 50 þúsund rúmmetra af efni á umræddum stað til næstu tveggja ára, eða 25 þúsund rúmmetrar hvort ár.

Sveitarstjórn samþykkir að veita framkvæmdaleyfi til töku 50 þúsund rúmmetra af efni á efnistökusvæði E9 í Hörgá. Skal leyfið gilda til 30. apríl 2023 og skal numið efnið farið af svæðinu að þeim tíma liðnum. Efnistökunni skal háttað í samræmi við skilmála í leyfi Fiskistofu, þ.e. teknir skulu að hámarki 25 þúsund rúmmetrar árið 2021-2022 og að hámarki 25 þúsund rúmmetrar árið 2022-2023. Sveitarstjórn áréttar að áður en leyfisbréf er gefið út skuli liggja fyrir viðeigandi gögn vegna mengunarvarna á vatnsverndarsvæði, efnistökuáætlun ásamt uppdrætti af fyrirhugaðri efnistöku, afrit af umsögn Veiðifélags Hörgár og samkomulag milli leyfishafa og leyfisveitanda um greiðslu framkvæmdaleyfisgjalds.

25. Norðurorka, aðalfundarboð

Lagt fram aðalfundarboð Norðurorku hf, en aðalfundurinn verður 29. apríl n.k.

Sveitarstjórn samþykkti að sveitarstjóri verði fulltrúi Hörgársveitar á fundinum.

26.Trúnaðarmál

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 19:50