Sveitarstjórn, fundur nr 121

10.12.2020 16:00

Sveitarstjórn Hörgársveitar

121. fundur

Fundargerð

Fimmtudaginn 10. desember 2020 kl.16:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í húsnæði félagsmiðstöðvar í heimavist Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, María Albína Tryggvadóttir og Jónas Þór Jónasson

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Fundargerð stjórnar SSNE frá 18. fundi

Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 891. fundi

Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 6. fundi

Fundargerðin ásamt áætlun 2021 lögð fram.

4. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 252. fundi

Fundargerðin lögð fram.

5. Stytting vinnuvikunnar

Lagt fram til afgreiðslu sveitarstjórnar vinnutímasamkomulag á öllum vinnustöðum sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkti vinnutímasamkomulag fyrir Álfastein, Þelamerkurskóla, skrifstofu, þjónustumiðstöð og íþróttamiðstöð eins og þau liggja fyrir.

6. Hagstofan, manntal

Lagt fram bréf frá Hagstofunni er varðar manntal og húsnæðistal.

7. Hjalteyri, breyting á deiliskipulagsmörkum

Lagður fram breytingaruppdráttur fyrir deiliskipulag Hjalteyrar þar sem nyrstu skipulagsmörkum er hliðrað til suðurs um u.þ.b. 150 metra þannig að vinnslusvæði Norðurorku lendi alfarið utan deiliskipulagssvæðis Hjalteyrar.

Sveitarstjórn samþykkti óverulega breytingu á deiliskipulagi Hjalteyrar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkti að fallið skuli frá grenndarkynningu á grundvelli 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku deiliskipulagsins.

8.Breyting á staðfangi

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir leiðréttingu á staðfangi úr Dagverðareyri lóð í Dagverðareyri.

Sveitarstjórn samþykkti það staðfang sem óskað er eftir samkvæmt erindinu og að koma þeim upplýsingum til Þjóðskrár Íslands.

9. Fjárhagsáætlun 2021-2024, síðari umræða

Fjárhagsáætlun aðalsjóðs, eignasjóðs og veitna fyrir árin 2021-2024 var tekin til síðari umræðu. Fyrir lá endurskoðuð tillaga með breytingum á þeirri tillögu sem var til fyrri umræðu, í samræmi við nýjar upplýsingar og viðbætur. Þá var lögð fram greinargerð sveitarstjóra varðandi tillögu að fjárhagsáætlun.

Sveitarstjórn samþykkti framlagða tillögu að fjárhagsáætlun sveitarsjóðs og stofnana hans fyrir árin 2021-2024. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að á árinu 2021 verði rekstrartekjur 740 millj. kr., að heildarrekstrarkostnaður A-hluta verði 728,2 millj. kr. og að rekstrarhalli veitna verði 2,1 millj. kr.. Heildar rekstrarafgangur verði því 9,7 millj.kr. Veltufé frá rekstri verði 39 millj. kr. Áætlað er að til framkvæmda og annarra eignabreytinga á árinu verði varið 125 millj. kr. Þar ber hæst framkvæmdir við áframhaldandi gatnagerð við Reynihlíð og Víðihlíð og viðbyggingu við leikskólann Álfastein. Ný lántaka er áætluð 85 millj. kr. á árinu 2021. Þá er áætlað að handbært fé í árslok 2021 verði 20,3 millj. kr.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir að afgangur af rekstri samstæðunnar verði 1,4 millj. kr., á árinu 2023 verði hann 0,9 millj. kr. og 4,8 millj. kr. á árinu 2024.

10. Samningur um verkefnastjórn við gerð umhverfisstefnu

Lögð fram drög að samningi við Sif Jóhannesdóttur vegna verkefnastjórnunar við gerð umhverfisstefnu fyrir Hörgársveit.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

11. Erindi frá GLB ehf. vegna rökstuðnings

Lagt fram erindi landeigenda Glæsibæjar þar sem óskað er eftir formlegu svari á því með hvaða rökum sveitarstjórnin telur sér fært að takmarka og skilyrða notkun eigenda GLB á umræddu og þegar samþykktu malarnámi, en erindi vegna þessa var afgreitt á síðasta fundi sveitarstjórnar.

Við vinnslu aðal- og deiliskipulagsáætlana fyrir Glæsibæ sem tóku gildi á árinu hafnaði sveitarstjórn því að heimilað yrði að opna á ný aflagða efnisnámu í landi Glæsibæjar, nema til að nota efni innan jarðarinnar við framkvæmd þá sem skipulagsbreytingarnar lutu í landi Glæsibæjar. Er það í samræmi við stefnumörkun í aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 sem var samþykkt í desember 2015, að fjölga ekki efnistökusvæðum í sveitarfélaginu. Skilmálar í samþykktri breytingu á skipulagi um takmarkaða heimild til efnistöku í landi Glæsibæjar var undantekning frá þessari stefnu. Telur sveitarstjórn ekki hægt að verða við beiðni um breytingu á heimild til efnisnotkunar samkvæmt skipulagi og hafnaði því umsókninni.

Sveitarstjóra falið í samstarfi við lögmann sveitarfélagsins að svara erindinu í samræmi við kynnta tillögu að svari frá Lögmannsstofu Norðurlands.

12. Hlíðarvegur, vegur 818

Kynnt var að aðalskipulagsbreyting er varðar reiðveg meðfram vegi 818 muni ljúka á næstu vikum.  Rætt um þá brýnu nauðsyn að lagfæra veginn, ekki síst vegna slysahættu.

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti að skora á samgöngu- og sveitarstjórnar-ráðherra og Vegagerðina að fara hið fyrsta í að gera nauðsynlegar endurbætur á vegi 818 til þess að tryggja þar öryggi vegfarenda.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl.  17:30